Viðhorf forréttindastétta

Fyrir nokkuð mörgum árum þýddi ég nokkra valda hluta út 5. kafla bókarinnar Moral Man and Immoral Society eftir Reinhold Niebuhr. Ég þarf væntanlega að fara að skoða það rit aftur á næstu vikum og mánuðum.

Efnahags- og þjóðfélagsstéttir innan ríkis búa ekki yfir eða hafa ekki búið yfir völdum, innri samloðun eða jafn skýrt markaða stöðu og þjóðir. Því er mun erfiðara og ónákvæmara að tala um orð og athafnir stétta en þjóða. Marktækar aðgerðir stétta í fortíð hafa verið ákveðnar af viðhorfum þeirra einstaklinga sem hafa komið þeim af stað, ekki nauðsynlega með skilningi á tryggð við stéttina. Aðgerðirnar hafa mun frekar verið byggðar á hagsmunum einstaklinga sem sameinuðumst öðrum sem skorti sömu þjóðfélagslegu gæði, og mynduðu því hóp sem tók þátt í að reyna að öðlast sameiginlega hagsmuni. Stéttir geta myndast á grunni svipaðrar virkni einstaklinganna í þjóðfélaginu, en þær verða ekki skýrt aðgreindar frá öðrum fyrr en virknin er skilgreind sem forréttindi. …

Það sem er mikilvægt fyrir okkar rannsókn er að ójöfnuður milli þjóðfélagsstétta þróast í öllum þjóðfélagskerfum, og þessi ójöfnuður verður grunnur að stéttarskiptingu og stéttarvitundar. Við höfum séð áður að þessi ójöfnuður forréttinda er til staðar mestmegnis vegna ósamræmis í dreifingu valds, og völd mynda forréttindi og þarfnast til þess ekki auðs, þó hann fylgi yfirleitt. … Skýrasti stéttarmunurinn er alltaf milli þeirra sem eiga einhverjar eignir og þeirra sem eiga þær ekki. Það er smágreinarmunur, hinsvegar, innan þessara hópa sem hafa tilhneigingu deyfa heildarsýn innan hópanna, þegar horft er frá vissu sjónarmiði. … Ítrekaðar ábendingar þeirra sem keppast að einingu öreigastéttarinnar, um að ekki sé til staðar þessi smávægilegi munur, nær ekki eyrum allra. Eining öreigastéttarinnar yrði hins vegar siðferðilegt afrek, sem mundi þó aðeins nást í andstöðu við stundarhagsmuni þeirra öreiga sem hafa örlítið meiri forréttindi, þrátt fyrir að sú eining muni að öllum líkum vera í samræmi við lokahagsmuni þeirra. … Efnahagsstéttir nútímans hafa á sama tíma meiri sjálfsvitund og óskýrari stéttaskil en þjóðfélagsstéttir miðalda. Afl hins tæknivædda þjóðfélags sem gefur stéttum kraft til samloðunar og sjálfstjáningar, veldur um leið ruglingi í efnahagslegum aðstæðum sem mynda stéttirnar, með endalausri sundurgreiningu verkefna og meðfylgjandi mismun forréttinda. …

Siðferðisviðhorf ríkjandi hópa og þeirra sem hafa forréttindi eru auðkennd með alþjóðlegri sjálfsblekkingu og hræsni. …

Algengasta form hræsni meðal forréttindastétta er það að gera ráð fyrir að forréttindi þeirra séu sanngjörn greiðsla þjóðfélagsins til þeirra, vegna sérstaks mikilvægis og lofsverða starfa. Svo lengi sem þjóðfélagið telur siðferðislega réttlætanlegt og nauðsynlegt að umbuna starfi einhverra einstaklinga (og afturhvarf jafnréttishugmynda í Rússlandi til þessa viðhorfs um ójafnar greiðslur fyrir mismunandi verk gefur í skin að það verði ekki afnumið), þá er alltaf mögulegt fyrir forréttindafólk þjóðfélagsins að réttlæta sig, að minnsta kosti í eigin augum, vegna þeirrar stöðu sem það hefur. … Þetta viðhorf hlýtur að ganga út frá því að þeir hópar sem ekki hafa forréttindin séu ekki til þess hæfir að framkvæma þá þjónustu sem forréttindastéttir gegna. … Yfirburðir þeir sem forréttindastéttin hefur keypt sér á sviði menntunar, og möguleikar á notkun valds sem fylgir forréttindum sumra stétta, mynda stöðu sem auðvelt er að vitna til meðfæddra gáfna. … Á hinn bóginn hefur það löngum verið vani forréttindastétta að neita kúguðum stéttum um hvert einasta tækifæri til að rækta með sér áskapaða hæfileika og saka þá síðan um skort á því sem þeim hefur verið neitað um að ná fram. Baráttan um almenna menntun á 19. öld, kallaði fram samskonar röksemdafærslu hjá forréttindafólki í öllum löndum. Fátækir eru óhæfir um að njóta ágóða menntunarinnar, og ef teldu þau teldu sig til þess hæf myndu þau standa betur gegn kröfum kúgara sinna. …

… Meginreglan um almenna menntun er afurð hreyfingar lýðræðissinna, sem var hrint af stað af hugsjónamönnum millistéttarinnar. Meðan þessi hreyfing var að mestu drifinn áfram af millistéttarfólki, án þess að verklýðurinn fengi að vera þar með, sem þó lýðræðiskrafan gerði ráð fyrir, þá stuðlaði krafan um almenna menntun, samt sem áður, að bætum kjörum allra stétta og gaf verkalýðnum sjálfsöryggi og gáfur til að verjast hugmyndum millistéttarinnar um að beita lýðræðishreyfingunni í stéttarbaráttu sinni einungis. … Ráðandi stéttir eru alltaf hægastar í þeirri raun að láta af völdum, því völd eru grunnur forréttinda. Svo lengi sem völdin eru í höndum þeirra, geta þeir úthlutað og veit forréttindi að eigin vild. Notið þeirrar gleði að gefa það sem þeir eiga þó ekki með réttu og þeirra gæða að halda því fyrir sjálfa sig, sem þeir þurfa til að viðhalda ríkjandi ástandi. … Þar sem menntun er allt fram til þessa dags bæði tól áróðurs í höndum ríkjandi stéttar og leið til lausnar fyrir lýðandi stétt, þá er auðvelt að skilja bæði væntingar og ótta forréttindastéttarinnar þegar þeir misstu þau forréttindi sem menntun er.

Deilurnar um almennan kosningarétt urðu harðari. …og forréttindastéttir vörðust hverju einasta skrefi í átt til almenns kosningaréttar verkalýðsins með gömlu rökunum um að þeir sem ekki nytu réttarins til að kjósa, væru einfaldlega ekki hæfir til þess. …

Ríkjandi stéttir ala á fleiri hræsnifullum viðhorfum en bara því að að þeir hafi sérstakar gáfur til að beita því valdi sem þeir hafa með höndum og njóta forréttindanna sem þeir hafa. … Þannig taldi millistéttarfólk á 18. og 19. öld stöðu sína hátt yfir verkalýðnum vera umbun fyrir gott og dyggðum prítt líferni. … Þessi einstaklingshyggja og áherslan á gott og dyggðum prítt líferni, gaf millistéttinni þá trú að ástæða þess að einhver væri verkamaður, væri vegna leti hans og fyrirhyggjuleysi. …

Millistéttin var stolt vegna þess að eignir þeirra, ólíkt eignum þeirra sem höfðu erft stöðu sína, voru tilkomnar vegna iðni, hófsemi og sparsemi. Þess vegna töldu þau það næsta víst að hver og einn með samskonar hæfileika gæti notið þess sama og þau. Það að mistakast það ætlunarverk sannaði því í sjálfu sér skort á hæfileikum. … Þ.e. það að þú átt eignir er sönnun á iðni og fyrirhyggju, annað hvort þinni eða föður þíns. Það hins vegar að þú ert eignarlaus er dómur um leti þína og lesti eða fyrirhyggjuleysi. …

Hugmyndin um að ágóði er verðlaun réttláts samfélags fyrir fyrirhyggju og sparsemi þeirra sem fórnuðu skyndihagsmunum eyðslunnar til þess að þjóðfélagið gæti nýtt fjármagn til framleiðslu, hafði ákveðið gildi á upphafsdögum kapítalismans, þegar framleiðslufyrirtækjum var iðulega hrint af stað með fjármagni, sem safnað hafði verið að mestu fyrirhyggju. … En þar sem í dag við búum í þjóðfélagi þar sem fjármagn til framkvæmda er of mikið og of lítið fjármagn til neyslu, þá hafa rökin um nauðsyn fjárhagslegs ójöfnuðar, til að safna saman nægilegum fjárhagslegum styrk, misst meira að segja hagfræðilegt gildi sitt. Samt eru þau enn þá notuð af forréttindastéttum til að viðhalda villandi sambandi milli dyggðar og dugs annars vegar og forréttinda hins vegar.

Þau siðferðislegu gæði sem forréttindahópar telja sig hafa og sem þeir nota til að réttlæta sérstaka yfirburði sína í þjóðfélaginu eru ekki alltaf endanleg gæði. Millistéttin getur undirstrikað nauðsyn sparsemi og iðni og krafist þess að búa yfir þeim í óvenjulega miklu mæli. Meðan jarðeignamenn hafa alla tíð byggt sína upphefð á algjörlega ólíkum grunni. … Hvað varðar siðferðiskennd jarðeignamanna, þá kemur þar fram undarleg samblanda mannasiða og siðferðis sem sést í tvíræðni fjölmargra tungumála. …

Tileinkun aðalsmanna á list og menningu bíður upp á annað tilefni til réttlætingar á forréttindum. … Ójöfnuður í þjóðfélaginu hefur verið grunnur að menningarsögunni og hefur Clive Bell gefið gaum að þvi að samfélag aðalsmanna er forsenda hámenningar. … Sú staðreynd að menning þarfnast frístunda, er þó vart fullnægjandi réttlæting fyrir tilveru háeignarstéttar. Fyrir hvern listamann sem aðallinn hefur borið fram, og fyrir hvern velunnara listar, hefur háeignarstéttin komið fram með þúsundir landeyða. Skynsamt þjóðfélag veit hvernig hægt er að styrkja þá sem hafa sérgáfur í listum og vísindum og hjálpa þeim að komast af með list sinni. Skynsamt þjóðfélag mun veita frístundir hverjum þeim sem getur nýtt sér þær, og mun ekki leyfa háeignarstéttum að réttlæta sjálfar sig með því að færa fram öðru hvoru skapandi snilling úr þeim óhemjustora hópi auðnuleysingja sem eyða tíma sínum í dónaskap og grunnhyggni. Ekkert samstætt þjóðfélag hefur getu til að komast af með ójöfnuði forréttinda. … Forréttindastéttir halda lífi vegna arfleiðar forréttinda án tillits til hæfileika einstaklingsins til að beita þeim í almanna þágu. …

Forréttindahópar hafa aðrar stöðugar aðferðir til réttlætingar á sérhagsmunum sínum umfram hagsmuni almennings. Forsendan um að þeir hafi sérstakar gáfur og siðferðisstyrk er aðeins tvær af þessum aðferðum. Sú aðferð sem er jafnvel enn meira notuð er að telja sérstaka skipun þjóðfélagsins, sem þeir eru arfþegar að, grunn að friði og reglu í þjóðfélaginu og forréttindastéttir séu í raun verndarar laga og reglu. Þar sem hvert þjóðfélag sé í þörf fyrir samræmi og það að komast hjá deilum, þá sé stéttskipting máttugt verkfæri til að viðhalda ríkjandi ástandi. Ekkert þjóðfélag hefur tekist að viðhafa frið án einhvers ójöfnuðar. … Forréttindastéttir halda þvi fram að það sé mjög hættulegt að hrófla við viðkvæmu jafnvægi og gera sér því upp hræðslu við stjórnleysi sem afleiðingu truflunarinnar. Þessi þörf fyrir frið umfram allt annað er þó ekki alltaf meðvituð óráðvendni. …

Mannshugurinn er það viðkvæmt verkfæri, að hann er auðveldlega undirokaður og misnotaður af mannlegum tilfinningum, þvi er aldrei fullkomlega víst hversu mjög hræðsla forréttindastéttarinnar, um stjórnleysi og byltingu, eru raunverulegur ótti sem má skýra með ófullkominni sýn þeirra á staðreyndir þjóðfélagsskipunar. Og að hvaða leyti þessi ótti er óheiðarleg tilraun til þess að draga úr kröfum lægri stétta. …

Jafnvel þegar ógnun stjórnleysis varir ekki yfir og engu ofbeldi er beitt af hendi þeirra stétta sem vilja jafnari hlutdeild í stjórnun ríkisins og forréttindum þjóðfélagsins. Þá er forréttindastéttum alltaf unnt að spá stjórnleysi á þeim forsendum að lægri stéttir séu ekki færar um að beita þeim völdum sem þær þrá.

Svo stöðuglega er ákall um frið innan þjóðfélagsins meðal ráðandi stétta og svo sterkur virðist viðbjóður þeirra á hvers kyns ofbeldi og stjórnleysi að auðvelt er að telja að þeir lúti lögmálum sönnustu friðarsinna, ef ekki væri til staðar sú staðreynd að þeir hika ekki við að svíkja viðhorf friðarins þegar kemur að íhugun alþjóðamála. Svo kröfuharðir sem þeir eru á frið innan þjóðarinnar, eru þeir undarlega fljótt espaðir upp til stríðsátaka gegn öðrum þjóðum. …

Fordómarnir, hræsnin og óheiðarleiki forréttinda- og ríkjandi stétta eru síður afmörkuð við hlýðni við stéttina en samsvarandi þjóðarviðhorf er afmarkað við þjóðarhlýðni. Meðlimum forréttindastétta er ekki ómögulegt að viðhalda hlýðni við stéttina og taka þátt í sameiginlegu átaki þegar almennir hagsmunir þeirra eru að veði. En viðhorf meðlima stéttarinnar eru undir minni hópþrýstingi en við samsvarandi aðstæður hjá þjóð eða öreigastétt. … Eiginhagsmunir forréttindastéttar eru því fremur samanlagðir eiginhagsmunir einstaklinga en, eins og í tilviki þjóðarhagsmuna, samanlögð fórnfýsi einstaklinga. … Meðan sumar kröfur forréttindastéttar stafa augljóslega af óheiðarleika, rísa þeir flestar af þeirri staðreynd að gagnrýni skynseminnar, trúarinnar og menningarinnar, sem stéttin bendir á í vörninni fyrir stöðu sinni, er sjálf afurð eða að minnsta kosti lituð af reynslu og viðhorfum stéttarinnar. … Meiri gáfur og frekari skilningur á forsendum skynsemi gæti að einhverju leyti brotið niður múra stéttarskiptingarinnar. Þau gætu alla vega aukið fjölda þeirra sem er kleyft að rífa sig lausa frá þeirri siðferðisblekkingu sem ruglar huga og samvisku mikils meirihluta forréttindastéttarinnar. … En gáfur og skilningur geta ekki afnumið einstaklingshyggju stéttarinnar. David Hume lýsti því yfir að heilræðið um að einstaklingshyggja væri ríkjandi tilhneiging mannlegrar náttúru, væri ef til vill ekki satt í raun, en það væri örugglega satt í stjórnmálum. Hann taldi það vera satt í stjórnmálum þar sem ákvarðanir hópsins eru alltaf teknar með tilliti til vilja meirihlutans og það yrði alltaf rétt að meirihluti stjórnaðist af viðhorfum sjálfselskunnar. Það sé mjög erfitt að lesa mannkynssöguna og komast að öðrum niðurstöðum. Það er því alveg ljóst að ójöfnuður í þjóðfélaginu, sem stafar af forréttindum stétta, hverfur ekki fullkomlega með siðferðilegum fortölum. Það er sú sannfæring sem öreigastéttin, sem þjáist mest vegna þjóðfélagslegs ójöfnuðar, hefur loks komist að eftir aldir brostinna vona.

One thought on “Viðhorf forréttindastétta”

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.