Trúvending – Yfir á beinu brautina

Rannsókn Kristjáns Þórs Sigurðssonar á Íslendingum sem hafa tekið islam inniheldur áhugaverða umfjöllun um mótun trúarafstöðu.

Þegar einstaklingar trúvenda til íslam er það oftast á tvenna vegu. Í fyrsta lagi á andlegum, tilfinningalegum forsendum þar sem guðleg nálgun og trúarlegar tilfinningar eru mikilvægustu viðmiðin og svo þar sem nálgunin er rökræn, vitsmunaleg og jafnvel vísindaleg og þar sem reglur (halal/haram) og ritúöl skipta megin máli (394). reglur (halal/haram) og ritúöl skipta megin máli (394). Það má miða þessar tvær nálganir við tvær stefnur innan íslam, sem eru sufi (siðferðilegt íslam – ,,með hjartanu”) og salafi (hreintrúarstefna – bókstafleg) og er algengt að trúvendingar sveiflist í byrjun á milli þessara póla. 

Þetta samspil og um leið spenna milli nándarinnar annars vegar og helgisiðanna, regla og ritúala hins vegar er enda til staðar í öllum trúarbrögðum bókarinnar og mótar um margt umfjöllun um guðsmyndina í Gamla testamentinu. Kristján Þór bendir á hvernig trúvendingar (þeir sem taka upp nýja trú) virðast sveiflast á milli þessara tveggja þátta trúarinnar í upphafi,  enda skorti þá menningarlegan bakgrunn til að staðsetja sig.

Algengt er að nýir múslímar líti svo á að trú og menning séu aðskildar stærðir og að þeir samsami sig ekki við neina ákveðna nálgun eða hugmyndafræði og er það til marks um hina nútímalegu nálgun. Margir nýir múslímar líta þannig ekki á sig sem hluta af ákveðinni menningu eða ,,skóla“ heldur bara sem múslíma.

Rannsókn Kristjáns er merkileg og spennandi og það væri áhugavert að skoða hana í ljósi skrifa H. Richard Niebuhr í Christ and Culture, þar sem Niebuhr leggur fram mismunandi módel fyrir trúarhópa (kristna að vísu) til að glíma við menninguna.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.