Vefsabbatical

Nú er enn einu sinni komið að hinu mjög svo óreglulega vef-sabbatical. Að þessu sinni er slíkt frí nokkuð flóknara en venjulega, enda notast ég við Facebook í vinnunni og vinn að lokahönnun á nýrri vefsíðu KFUM og KFUK sem er væntanleg í loftið innan nokkurra daga. Þess utan er fjölskyldan í annarri heimsálfu og ég notast við Skype og gChat í samskiptum þangað á hverjum degi. 

Af þeim sökum þarf veffríið að þessu sinni að vera betur skilgreint en oftast áður, enda er samspil vefofnotkunnar, fjölskyldu og vinnunnar fremur flókið. En alla vega, þetta eru helstu viðmiðin að þessu sinni.

  • Ég mun ekki lesa eða horfa á fréttamiðla á vefnum, tvít, blogg-síður eða almenna vefi. Þetta felur í sér að ég mun ekki notast við Google-Reader-inn minn eða notast við video-vefi líkt og google video, Netflix, youtube.com eða ESPN360. Nema vinnutengdar ástæður krefjist þess og þá aðeins á vinnutíma.
  • Ég mun ekki skrifa færslur á bloggsíður eða svara ummælum.
  • Ég mun ekki fara inn á Facebook nema vegna vinnutengdra verkefna og þá aðeins á vinnutíma. Ég mun ekki svara persónulegum athugasemdum á veggjum, skrifa á eigin vegg, né lesa persónulega fréttayfirlitið.
Hvað breytist ekki:
  • Ég mun áfram notast við Evernote, Wunderlist, DropBox, TripIt, Flict Tracker, gCal, bankavefi, dominos.is og bus.is utan vinnutíma.
  • Ég mun auk þess notast við Skype og gChat í samskiptum við fjölskylduna, ásamt því að hlaða vikulega niður nýjasta þætti Justified á iTunes.
  • Að þessu sinni geri ég ekki breytingar á tölvupóstnotkun.

Sabbatical-ið hefst á miðnætti 5. febrúar 2012 og lýkur á 13. mars 2012 kl. 8:00.