INTJ

Í náminu mínu í BNA var unnið þónokkuð með persónuleikatýpukenningar. Áhersla var lögð á að slíkar kenningar eru ekki óbrigðular eða endanlegar, heldur geta þeir verið hjálplegar til sjálfskoðunar og ígrundunar. Þegar ég hóf námið var Myers-Briggs málið og allir samnemendur mínir voru flokkaðir í eina af sextán persónuleikatýpum. Hefðin var sterk í kristilega geiranum fyrir Myers-Briggs, enda þekkt vandamál að guðfræði á háskólastigi hentaði vel introvert (I) einstaklingum en preststarfið hentar extrovert (E) einstaklingum betur, enda mikið um mannleg samskipti. Enn hvað um það. Á GLS ráðstefnunni um daginn voru alla vega tveir fyrirlesarar sem vísuðu til Myers-Briggs, svo að ég ákvað að taka prófið í þriðja sinn og sjá. Ég er enn INTJ, ætti helst að halda til í akademíunni eða glíma við tölur. En hver segir að það sé gaman að passa í kassa.*

Hægt er að taka Myers-Briggs á http://www.humanmetrics.com/cgi-win/jtypes2.asp (án ábyrgðar).

LEIÐRÉTTING (13. maí 2015): Ég rakst á skorkortið mitt fyrir Myer-Briggs þegar í byrjaði í Trinity Lutheran Seminary og sá að þá skoraði ég INTP, en ekki INTJ. Reyndar var P-ið mjög veikt eða 1 af 70, og gæti stafað af sjálfskilningi á þeim tíma sem ævintýramanneskju í kjölfar flutninga til BNA. Á sama hátt sé ég að N-ið er jafnframt mjög veikt eða 3 af 70.