Framtíð kirkjustarfs

Í október verð ég með nokkur námskeið í Reykjavík um kirkju og kristni undir hatti Vangaveltna um kirkju og kristni. Fyrsta námskeiðið verður um framtíðarsýn í safnaðarstarfi laugardaginn 1. október 2011 kl. 10-17. Á námskeiðinu verður fjallað um markmið og tilgang kirkjustarfs í fortíð, nútíð og framtíð ásamt breytingastjórnun í safnaðarstarfi. Námskeiðið er ætlað leiðtogum í kirkjustarfi, jafnt sóknarnefndarfólki, prestum og djáknum.

Um er að ræða heilsdagsnámskeið og er námskeiðsgjald 20.000 krónur. Öll námskeiðsgögn og léttur hádegiverður eru innifalin í gjaldinu. Hámarksfjöldi þátttakenda er 20. Námskeiðið verður haldið í Grensáskirkju í Reykjavík.

Hægt er að skrá sig á námskeiðið hér.

Nánar um námskeiðið

Markmið

Safnaðarstarf er sem betur fer jafn fjölbreytt og söfnuðir eru margir. Það er þó öllum hollt að staldra við með reglubundnum hætti og leitast við að greina jákvæða og neikvæða þætti í starfinu. Námskeiðið fjallar um aðferðir sem geta hjálpað söfnuðum við að setja í orð hugmyndir um framtíðina og geta hjálpað til við að tala um kvíða og vonbrigði í starfi. Markmiðið er að styðja hvort annað og hjálpa hvort öðru í því sem við gerum nú þegar, ræða saman á gagnrýnin hátt um aðferðirnar sem við notum og spá í framtíðina saman.

Lýsing

Námskeiðið er byggt upp á tveimur megin fyrirlestrum, auk þess sem boðið er upp á umræður og hópavinnu. Námskeiðið í heild er rammað inn með vönduðu helgihaldi.