Jeremía 26. kafli

Fræðimenn í Gamla testamentisfræðum hafa löngum bent á tengslin milli Jesús og Jeremía í þessum kafla. Þannig sé bein samsvörun á milli 15. versins hér og hins umdeilda texta í Matteus 27.25.

Jeremía segir sannleikann og viðbrögðin eru þau að fjarlægja hann. Ögrunin er einfaldlega of mikil. Það er auðveldara að lifa í blekkingu en að takast á við vandann. Jeremía segir frá Úría spámanni sem var myrtur fyrir varnaðarorðin, en svo er sagt að Jeremía sjálfur hafi notið verndar Ahíkams Safanssonar, annars hefði hann verið framseldur múgnum til lífláts (líkt og Jesús síðar).