Hvað er kirkjan? – Fræðslukvöld

Æskulýðssvið KFUM og KFUK hefur á vormisseri boðið upp á mánaðarleg fræðslukvöld yfir undir yfirskriftinni „Viltu vita meira?“ Á samverunum hefur verið glímt við hugtök og hugmyndir kristinnar trúar á opin og skemmtilegan hátt. KFUM og KFUK fékk styrk til fræðslukvöldanna frá Æskulýðssjóði. Continue reading Hvað er kirkjan? – Fræðslukvöld

Er kirkja skrifuð með stórum staf? (smáþankar)

Árið 1997 fylgdist ég með biskupskosningum úr fjarska. Ég vissi fljótlega að Karl væri minn maður, hann var vel máli farinn, föðurlegur og hlýr. Ást Karls á kirkjunni og hefð kirkjunnar skein þegar hann talaði. Karl var fulltrúi huggarans og hefðarinnar, elskunnar og hlýleikans. Þegar Karl tók við embættinu var eitt af hans fyrstu verkum að senda bréf á vígða þjóna kirkjunnar og e.t.v. einhverja fleiri þar sem hann lofaði því að biðja fyrir okkur og bað okkur um að biðja fyrir honum. Ég man hvað mér þótti vænt um þetta bréf. Mér fannst að þjóðkirkjunni væri borgið í bili.

Continue reading Er kirkja skrifuð með stórum staf? (smáþankar)

Kirkjuskipan Stjórnlagaráðs

Trúfrelsisákvæði eru áhugavert fyrirbæri og ekki síður hugmyndir um að kirkjuskipan geti/þurfi að vera á einhvern hátt bundin í lögum. Í hugmyndum stjórnlagaráðs er 19. grein svohljóðandi:

Í lögum má kveða á um kirkjuskipan ríkisins.

Nú samþykkir Alþingi breytingu á kirkjuskipan ríkisins og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar. Continue reading Kirkjuskipan Stjórnlagaráðs

Kirkjujarðirnar

Ég hef alltaf ætlað mér að fara í rannsóknarvinnu og skoða hvað liggur raunverulega að baki kirkjujörðunum sem voru settar undir ríkið 1907 og liggja til grundvallar samningi um laun presta og starfsfólks Biskupsstofu frá 1997. Það er hins vegar meira en að segja það að skoða þessi mál, enda virðist losarabragurinn hafa verið mikill í þessum málum langt fram á 20. öldina og jafnvel lengur. Reyndar er einhver aðgreining gerð milli kirkjujarða og ríkisjarða í fasteignabók 1942-1944, en hvað er átt við þar er ekki alveg ljóst. Continue reading Kirkjujarðirnar

Samræða um sóknir og safnaðarstarf

Kirkjan á Íslandi virðist um þessar mundir vera í mikilli varnarbaráttu. Ef mark er takandi á því sem ég heyri frá vinum og kunningjum á Íslandi, innan og utan kirkju, þá eru margir söfnuðir í mikilli krísu vegna þrengri fjárhags enn áður. Ein birtingarmynd þessarar krísu var aukakirkjuþing í ágúst, þar sem hugmyndum var varpað fram um lausnir. Continue reading Samræða um sóknir og safnaðarstarf