Hvað er kirkjan? – Fræðslukvöld

Æskulýðssvið KFUM og KFUK hefur á vormisseri boðið upp á mánaðarleg fræðslukvöld yfir undir yfirskriftinni „Viltu vita meira?“ Á samverunum hefur verið glímt við hugtök og hugmyndir kristinnar trúar á opin og skemmtilegan hátt. KFUM og KFUK fékk styrk til fræðslukvöldanna frá Æskulýðssjóði.

Lokasamvera þessa misseris verður í KFUM og KFUK húsinu við Holtaveg næstkomandi þriðjudag, 24. apríl, kl. 17:30-19:15. Yfirskrift lokafræðslunnar er „Hvað er kirkjan? – Samfélag trúaðra.“ Umsjón með fræðslunni verður í höndum Halldórs Elíasar Guðmundssonar og það er óhætt að lofa því að fræðslan verði skemmtileg og að spurt verði krefjandi spurninga um efnið.

Fræðslukvöldin eru opin öllum. Boðið er upp á léttan kvöldverð en tekið er á móti frjálsum framlögum fyrir veitingarnar.

Umsjón með fræðslukvöldunum hafa þeir Jón Ómar Gunnarsson æskulýðsprestur KFUM og KFUK, og Halldór Elías Guðmundsson æskulýðsfulltrúi félagsins.

Nánari upplýsingar eru veittar hjá Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK í síma 588-8899. Verið velkomin!

[Fræðslukvöldið á Facebook]