Jeremía 14. kafli

Æ, herra Drottinn! Spámennirnir segja við þá: Þér munuð ekki sjá sverð og ekkert hungur steðjar að því að ég mun veita yður varanlega heill á þessum stað.

Velmegunarguðfræðingarnir fá að heyra það í orðum Jeremía. Við getum ekki talað okkur út úr vandanum. Guð er með okkur í gegnum erfiðleikanna, en lífið felst ekki í því að lifa á bleiku skýi þar sem allt er alltaf gott. Þurrkar koma, ofbeldið er til staðar, sorgin mun knýja á. Sá sem heldur öðru fram lifir í blekkingu og svíkur þá sem hann leiðbeinir. Svarið sem Jeremía boðar er ekki lausn frá eymd, heldur vonin um nýja framtíð.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.