1. Mósebók 32. kafli

Enn á ný sjáum við hvernig ákveðin svæði/staðir/brunnar fá nafn og eru með beinum hætti tengdir við sögu Hebrea. Þannig hefur 1. Mósebók í einhverjum skilningi gildi sem kröfugerð á þá brunna og það land sem afkomendur Abrahams grafa eða ná á sitt vald þegar þeir koma sér fyrir í fyrirheitna landinu.

Þegar Jakob nálgast heimili foreldra sinna berst honum til eyrna að Esaú sé væntanlegur með her manns til að taka á móti honum. Jakob gerir þegar ráðstafanir til að róa Esaú niður og sendir gjafir á undan sér.

Glíma Jakobs við ána Jabbok (ein af kvíslum Jórdan), hefur verið mörgum íhugunarefni. Í glímunni felst enda uppgjör Jakobs við sjálfan sig og framtíð sína. Spurningin sem hann stendur frammi fyrir er hvort hann haldi aftur heim eða hvort framtíð hans liggi annars staðar. Þetta er glíma sem Jakob á einn við sjálfan sig (og/eða Guð). Glíma Jakobs er köllunarfrásögn sem kallast á við iðrunarskírn Jóhannesar neðar í Jórdan ánni. Köllun til að breyta um stefnu, köllun til að endurskoða sjálfan sig. Þessi glíma leiðir til endurnýjaðrar blessunar Guðs, en nú er það ekki lengur Jakob sem notar Guð þegar hentar, heldur er Guð orðin mótandi í lífi Jakobs, gefur honum meira að segja nýtt nafn. Jakob er nú Ísrael. Spurningin sem við þurfum að velta fyrir okkur í framhaldinu er hvort að glíman hafi einhver raunveruleg áhrif. Það verður að koma í ljós.

Þetta með sinina ofan á augnakarlinum hjá Ísraelsmönnum skal lítið fullyrt.