1. Mósebók 33. kafli

Nýtt líf Ísraels (aka Jakobs) byrjar vel. Hann sættist við Esaú bróður sinn og kemur sér fyrir á ný í fyrirheitna landinu. Enn heyrum við staðarnöfn sem eru/eiga/ættu að vera á valdi Ísraelsþjóðarinnar.

Við lesum líka að trúariðkun Ísraels fær á sig formlegri blæ og hentugleikahugmyndir hans um Guð virðast víkja fyrir altarinu sem hann reisir við Síkemborg í Kanaanslandi og nefnir El-elóhe-Ísrael (Guð er Guð Ísraels).

2 thoughts on “1. Mósebók 33. kafli”

  1. Þar sem þú hefur gert greinarmun áður í þessari yfirferð, þá mætti auðvitað benda á að þetta er: “El er guð Ísraels”.

    Og ég skil ekki þessa notkun þína á stórum staf þegar þú ert almennt að tala um guði (auðvitað heldur ekki þegar þú ert að fjalla um guðinn þinn).

Comments are closed.