Jeremía 13. kafli

Sjálfhverfan, sjálfsánægjan og hrokinn leiðir til hrunsins. Samúð Guðs, vorkunn og miskunn geta ekki varnað afleiðingum sjálfhverfunnar. Guð grætur yfir sköpun sinni, fólkinu sínu sem hann hefur kallað til þjónustu. „Ég á ‘etta. Ég má ‘etta,“ var haft eftir íslenska útrásarvíkingnum, það er viðhorfið sem Jeremía mætir hér.

Góðar gjafir, vín og hamingja er sköpunarverk sjálftökufólksins, eða svo halda þau. Sorginni, svikunum og spillingunni er haldið í felum en Guð heyrir lygarnar og varar við afleiðingunum í gegnum spámann sinn Jeremía.

Breytingar á bloggmálum

Vandamál í tengslum við hýsingu iSpeculate undanfarnar vikur og mánuði hafa aukist allverulega og því er svo farið að ég hef ákveðið að segja skilið við eigin hýsingarvanda og flýja til WordPress.com með þau blogg sem ég skrifa. Það merkir að ummæli síðustu ára á facebook munu hverfa og rss-slóðir munu þurfa endurnýjunar við. En þannig er það nú víst bara.

Darkwood Brew

Á Wild Goose Festival í sumar hlustaði ég tvívegis innlegg frá Darkwood Brew, sem er nokkurs konar netsjónvarpsþáttur um kristna trú, sem blandar saman helgihaldi, guðfræðiumræðum, tónlist, viðtölum við merkisfólk og margt margt fleira. Darkwood Brew er sent út á netinu á sunnudagskvöldum kl. 23:00 að íslenskum tíma.

Social Media and Teenagers

The content of this post appeared in Icelandic undir the title “Facebook notkun unglinga” in March 2012 and focused solely on Facebook. It is now rewritten in (a broken) English with broader focus, looking at social media sites in general.

The Ministry of Education, Science and Culture through “Æskulýðssjóður” has given YMCA/YWCA in Iceland a small grant to create curriculum for youth directors, parents and children about Social Media use. The original post in Iceland is being used as an introduction to that curriculum. Continue reading Social Media and Teenagers

Hvað mér líkar (á Facebook)

Ég var að fikta í Facebook-inu mínu í dag, m.a. að skoða hvaða síður og hópa ég hef „Like“-að og skoða hvort ekki væri rétt að skipuleggja síður og hópa. Mér mistókst að finna út hvort hægt væri að útvíkka flokkunarkerfið umfram íþróttir, tónlist, bækur og bíó, en staldraði samt við hópinn annað, enda sýndist mér einhæfnin þar ríkjandi. Continue reading Hvað mér líkar (á Facebook)

Að mynda traust

Fyrir nokkrum mánuðum skrifaði ég færslu þar sem ég sagði:

Verkefni næsta biskups verður EKKI að endurvekja traust á kirkjunni. Einfaldlega vegna þess að það að búa til, endurvekja eða smíða traust er ekki verkefni í sjálfu sér. Traust myndast. Traust er ekki heldur markmið í sjálfu sér. Traust er verkfæri til að gera og vera. Það er gífurlega mikilvægt að næsti biskup skilji muninn á verkfærum og verkefnum. Það er ekki alltaf auðvelt að greina þar á milli. Continue reading Að mynda traust

Hvað er kirkjan? – Fræðslukvöld

Æskulýðssvið KFUM og KFUK hefur á vormisseri boðið upp á mánaðarleg fræðslukvöld yfir undir yfirskriftinni „Viltu vita meira?“ Á samverunum hefur verið glímt við hugtök og hugmyndir kristinnar trúar á opin og skemmtilegan hátt. KFUM og KFUK fékk styrk til fræðslukvöldanna frá Æskulýðssjóði. Continue reading Hvað er kirkjan? – Fræðslukvöld

Trúin á Guð, unglingar og þroski

Innlegg fyrir foreldra fermingarbarna á fræðslukvöldi, líklega í Grensáskirkju, fyrir 10 árum. Lítillega lagað með tilliti til augljósra villna. Þegar talað er um Guðstrú, trú og trúarvissu, er að alltaf átt við kristna trú eins og hún er boðuð í þjóðkirkjunni.

„Hver er ég?“ og „Til hvers er ég?“ eru grundvallarspurningar unglingsáranna. Sem unglingar uppgötvum við að foreldrar okkar eru ekki fullkomin. Heimurinn er ekki eins einfaldur og við héldum sem börn. Continue reading Trúin á Guð, unglingar og þroski

Mikilvæg yfirlýsing frá mér – hvar sem ég fer

Á þessum stað gerum við mistök, stundum alvöru mistök. Við leitumst við að biðjast fyrirgefningar þegar okkur verður á. Við höfum stundum hátt, segjum hluti sem við sjáum eftir og treystum á náð og velvild hvors annars.

Fyrst og fremst leitumst við eftir að muna að við erum ekki fullkomin heldur elskuð af góðum Guði.

Er kirkja skrifuð með stórum staf? (smáþankar)

Árið 1997 fylgdist ég með biskupskosningum úr fjarska. Ég vissi fljótlega að Karl væri minn maður, hann var vel máli farinn, föðurlegur og hlýr. Ást Karls á kirkjunni og hefð kirkjunnar skein þegar hann talaði. Karl var fulltrúi huggarans og hefðarinnar, elskunnar og hlýleikans. Þegar Karl tók við embættinu var eitt af hans fyrstu verkum að senda bréf á vígða þjóna kirkjunnar og e.t.v. einhverja fleiri þar sem hann lofaði því að biðja fyrir okkur og bað okkur um að biðja fyrir honum. Ég man hvað mér þótti vænt um þetta bréf. Mér fannst að þjóðkirkjunni væri borgið í bili.

Continue reading Er kirkja skrifuð með stórum staf? (smáþankar)

Dagbókarbrot frá janúar 2010

H.E.L.P. HAITI (14:00, Jan 11 2010)

Í dag var kannski skrítnast að hlusta á nemendurna hjá HELP, td hann Jean-Wilner. Þeir vilja breyta heiminum og byrja á Haiti. PPT sýningin sýndi það. HELP nemar nýta menntun sína í Haiti en flytja ekki erlendis eftir nám eins og stór hluti háskólanema gerir. Þeir virðast skilja þakklæti. Continue reading Dagbókarbrot frá janúar 2010

Gaman að Vaktu

Tilviljun? - VaktuÉg ákvað að styðja við hljómsveitina Tilviljun? og fjárfesti í vikunni í nýja smádisknum þeirra sem kom út í byrjun mánaðarins, enda ekki á hverjum degi sem að íslensk kristileg tónlist kemur út á diskum.

Diskurinn kom mér skemmtilega á óvart, enda hef ég sjaldan heyrt í þeim flytja eigin tónlist. Ég held að það sé óhætt að segja að ég hafi aldrei heyrt kristilega íslenska tónlist sem er jafn fullorðins, hvort sem litið er til textagerðar, flutnings eða stemmningar.  Continue reading Gaman að Vaktu

Fræðslukvöld: Biblían – Hvað er hún, hvað er hún ekki?

Handrit að kennslu á fræðslusamveru KFUM og KFUK í janúar 2012.

Það er gaman að sjá ykkur hér á fræðslusamveru KFUM og KFUK. Samverurnar eru styrktar af Æskulýðssjóði og markmiðið er að því að fræða ungt fólk og sér í lagi leiðtoga í starfi KFUM og KFUK um lykilhugmyndir kristinnar kirkju. Continue reading Fræðslukvöld: Biblían – Hvað er hún, hvað er hún ekki?

Von og hamingja

Tengsl vonar og hamingju eru áhugaverð. Þannig er mér minnisstætt þegar prófessorinn minn í Kristniboðsfræðum talaði um að rannsóknir í Afríkuríkjum bentu til þess að þeir sem tækju kristna trú færðust upp á við í þjóðfélagskerfinu. Mest áberandi væri breytingin frá hópnum sem lifði við eymd og færðist upp í hópinn sem býr við gífurlega fátækt.

Continue reading Von og hamingja

Vandamál skírnarskilningsins

Helgi Hóseason eyddi síðari hluta ævi sinnar í að fá skírn sína afnumda. Afskírnarhugtakið hefur á síðustu árum fundið sér farveg bæði í Bretlandi og Frakklandi og viðbrögð kirkjunnar hafa virst hálf fálmkennd og ómarkviss, enda snertir krafan um afskírn við grundvallarþáttum í Guðsmynd þeirra sem aðhyllast barnaskírn. Continue reading Vandamál skírnarskilningsins