Spámenn Gamla testamentisins mynda stóran hluta Biblíunnar sem heildar. Þegar við nálgumst spámennina þá er mikilvægt að hafa í huga að þeir standa fyrir mismunandi hópa, svæði og hugmyndir. Í einhverjum tilfellum má jafnvel hugsa sér að skrif einstakra spámanna eða hópa spámanna séu með beinum hætti að bregðast við og gagnrýna hugmyndir annarra spámanna. Þannig sjá sumir skrif þriðja Jesaja í 56.6-8 sem beina gagnrýni á einangrunarhyggju Esekíels. Continue reading Spámenn Gamla testamentisins
Niðurstaða netþjónustufyrirspurnar
Ég hef ákveðið að fylgja eftir fyrirspurn minni um netþjónustukostnað og birta hérna samantekt við svörunum sem ég fékk. Það verður að segja fyrirtækjunum til hróss að ég hef fengið svör frá öllum, en hins vegar er ekki alveg jafnskýrt hvort ég fékk svar við öllum spurningum mínum. Continue reading Niðurstaða netþjónustufyrirspurnar
Fyrirspurn um verð fyrir netþjónustu
Í framhaldi af færslunni mínum áðan ákvað ég að senda bréf á Vodafone, Símann, Tal og Hringdu.is og biðja um þær upplýsingar sem mig vantar til að geta tekið ákvörðun um hvort ég kaupi mér netþjónustu. Bréfið er hér fyrir neðan. Continue reading Fyrirspurn um verð fyrir netþjónustu
Netþjónusta í heimahús
Ég ákvað að eyða smá tíma í að skoða hvað kostar að fá nettengingu í kjallarann. Þar sem búið er að leggja ljósleiðara í götuna þá ákvað ég bara að skoða þann möguleika, enda sýndist mér verðmunurinn á ADSL og ljósleiðara ekki mjög mikill. Continue reading Netþjónusta í heimahús
Ferðasaga dagsins
Ég sem sé var að koma til landsins rétt í þessu eftir að hafa átt góðar stundir með fjölskyldunni í Norður Karólínufylki. En alla vega.
Ég mætti á flugvöllinn í Raleigh rúmlega 12:00 á hádegi að staðartíma og til að “check-a” mig inn. Ég gerði reyndar tilraun til þess á netinu daginn áður en fékk villumeldingu um að hringja í US Airways sem ég og gerði. Þeir sögðu mér að tala við Icelandair og ég hringdi þangað líka. Þar var mér sagt að hætta þessari vitleysu, það væri lang auðveldast að bóka sig inn á flugvellinum.
US Airways er með sjálfvirkar bókunarvélar og þar fékk ég villumeldingu. Ég fór því að þjónustuborði og eftir að afgreiðslukonan hafði reynt hitt og þetta til að bóka mig komst hún að niðurstöðu. Icelandair hafði einfaldlega ekki gengið endanlega frá bókuninni minni og flugmiðinn minn væri ekki til. Konan hringdi því næst í einhvern þjónustufulltrúa US Airways, sem hringdi í Icelandair á Íslandi, en þar var búið að loka. Þá var mér einfaldlega tilkynnt að ef ekki næðist í Icelandair, þá væri ekkert hægt að gera. Ég benti þeim á það væri söluskrifstofa í BNA og ég hefði einhvern tíma fundið símanúmerið þeirra á icelandair.us í stað .is. Það tókst fyrir rest og eftir að starfsmaður Icelandair hafði loksins ýtt á “confirm” á skjánum sínum, gekk þetta í gegn eftir rúmar 30 mínútur. Þegar ég var að fara í gegnum öryggishliðið kom síðan tölvupóstur frá Icelandair um 10.000 króna breytingagjald. Ef starfsmaðurinn sem ég talaði við daginn áður hefði hlustað á mig, þegar ég sagði að eitthvað væri að, þá hefði þetta ekki gerst.
Jæja, hvað um það. Þessu næst fór ég að hliðinu fyrir 45 mínútna flugið mitt frá Raleigh til Charlotte, en þar átti ég að vera með 45 mínútna “stop-over” og fara síðan frá Charlotte til Washington-Dulles. Allt leit út eins og best var á kosið, vélin var á áætlun og allir farþegar komnir í sæti vel áður en flugvélin átti að fara frá hliðinu. Nema hvað, vélin fór ekki af stað. Flugstjórinn tilkynnti um vélarbilun sem tæki að minnsta kosti 30 mínútur að laga, flugfreyjan sagði að unnið væri að því að laga tengiflug allra farþega sem á þyrftu að halda og engin ástæða til annars en að bíða róleg, vélin kæmist í loftið og öllu yrði reddað í Charlotte. Nema hvað eftir rúmar 60 mínútur frá áætlaðri brottför og hálftíma áður en tengiflugið mitt átti að fara í loftið í Charlotte, komust flugvirkjarnir að því að vélin færi ekkert í loftið og við vorum öll send út úr vélinni og látin mynda raðir við þjónustuborð. Þar var ég bókaður með öðru flugfélagi, United, beint frá Raleigh til Washington-Dulles, þannig að flugferðum mínum var skyndilega fækkað um eina sem var svo sem ekki slæmt. Hins vegar var augljóst að þjónustufulltrúinn sem breytti fluginu mínu hafði ekki mikla trú á því að taskan mín sem ég hafði bókað myndi birtast. Þetta trúleysi var síðan staðfest af starfsmanni United þegar ég fór um borð í þá vél kl. 17:10 að staðartíma. En alla vega, ég komst til Washington-Dulles, einum og hálfum tíma áður en Icelandair vélin fór í loftið og er mættur til Íslands núna.
Það er líklega óþarfi að taka fram að taskan mín er týnd.
Kynjafordómafærsla
Ein af áherslum kvennaguðfræðinga um og upp úr 1970 var andúðin á auðmýktartali kirkjunnar. Röksemdafærslan var eitthvað á þá leið að hógværðin og auðmýktin væru í raun dyggðir fyrir karla, en konur sem væru aldar upp við að vera annars flokks hefðu ekkert með slíkar dyggðir að gera, enda væri vandi kvenna ekki skortur á auðmýkt og hógværð heldur öllu fremur stöðug auðmýking. Því væri það dyggð kvenna að standa upp og krefjast réttar síns í stað þess að lúta stöðugt í duftið.
Ég féll ekki alveg fyrir þessari nálgun þegar ég var að lesa kvennaguðfræði (sem ég hef reynt ekki gert mjög mikið af). En kannski væri hægt að horfa til William Temple og nálgunar hans á erfðasyndina, þegar við skoðum þessar hugmyndir kvennaguðfræðinga fyrir 40 árum. Þannig skrifaði ég einhvern tímann hjá mér:
Erfðasyndin kemur ólíkt fram hjá konum og körlum. Konur segja “ég get ekki,” karlar segja “ég get.” Í báðum tilfellum er áherslan fyrst og fremst á orðið ÉG.
Kreppa og/eða gerjun
Ég hlustaði á mjög áhugavert fræðsluerindi hjá Kristni Ólasyni fyrir nokkru síðan í Hallgrímskirkju um kreppu í kjölfar herleiðingarinnar. Þar kom fram að kreppur leiða til spurninga um hver við séum í raun. Þannig hafi hrunið í kjölfar herleiðingarinnar leitt til alsherjar uppgjörs í Jerúsalem. Textabrotum fortíðar er raðað saman og þjóðin eignast sameiningartákn í margbrotnum/margræðnum/mótsagnakenndum textum fortíðarinnar. Sjálfsmyndarleitin og þörfin fyrir sameiningartákn kallar um leið á aðgreiningu frá þeim sem tilheyra ekki, standa utan við.
Svipað var upp á teningnum á Íslandi og reyndar í keltneska heiminum í upphafi 19. aldar og ég spyr mig hvort að íslensku fornsögurnar og samantektir Snorra um miðja 13. öld séu af sama meiði. Tilraun til að endurskrifa fortíðina, í von um að rísa upp úr eymd og kreppu.
Hvaða texta skyldi íslenska þjóðin á 21. öld leita í. Ef ætlunin væri að endurheimta sjálfsmynd sína?
Drawing the reality
The work of Cognitive Media is fascinating on so many levels. It is simple but at the same time extremely educational and fun.
Ég trúi…
Ég trúi á þann Guð sem er með. Þann Guð sem er upphaf og endir alls. Þann Guð sem gefur sig allan fyrir aðra. Þann Guð sem gengur á undan, gefur ekki eftir, stendur sannleikans megin jafnvel þegar sannleikurinn særir vinahópinn.
Ég trúi á Guð sem í Jesú Kristi steig óhræddur fram og gagnrýndi þá sem völdin höfðu. Ég trúi á Jesú Krist sem gekk til þeirra sem fundu sig á jaðrinum, ég trúi á Jesú Krist sem kallar mig til að feta í fótspor sín. Ég trúi á Jesú Krist sem gaf sjálfan sig fyrir aðra.
Ég er meðvitaður um syndina og sjálfhverfuna sem lýsir sér m.a. í að skrifa trúarjátninguna MÍNA. Ég er meðvitaður um illskuna sem býr í heiminum sem algóður Guð hefur skapað og glími við hvort frelsið sé illskunnar virði.
Ég trúi á heilagan anda Guðs sem hjálpar mér að sjá brot af Guðsríkinu, því fagra góða og fullkomna allt í kringum mig. Ég er þakklátur anda Guðs að hafa veitt mér innsýn í ríki sitt, bæði í sköpunarverkinu í heild og í gjörðum fólks sem ég hef fengið að mæta. Ég er þakklátur fyrir vonina um Guðsríkið, þakklátur fyrir að hafa mark til að stefna að.
Ég er misánægður með að Guð hafi kallað mig til þjónustu við sig. Ég er ekki viss um að Guð hafi endilega valið vel, hugsa oft að ég hafi hugsanlega misheyrt kallið. En ég leitast eftir að standa mig. Vitandi að þegar mér mistekst þá reisir Guð mig við.
Ég hef séð illskuna og afleiðingar hennar í gjörðum fólks eins og mín sem kallar sig Kristsfólk. En ég hef einnig séð Guð starfa í gegnum þá sem lofa Guð og ákalla. Ég hef séð fegurðina í baráttu trúaðra og trúlausra fyrir réttlæti, en svo sem líka séð sársauka og eymd þar sem hinir sterku kúga í krafti hefðar, vitsmuna, valds og venju.
Fyrst og fremst trúi ég á Guð sem skapar, frelsar, leiðir og elskar. Guð sem fyrirgefur og Guð sem stendur með hinum smáa í baráttunni fyrir réttlæti.
INTJ
Í náminu mínu í BNA var unnið þónokkuð með persónuleikatýpukenningar. Áhersla var lögð á að slíkar kenningar eru ekki óbrigðular eða endanlegar, heldur geta þeir verið hjálplegar til sjálfskoðunar og ígrundunar. Þegar ég hóf námið var Myers-Briggs málið og allir samnemendur mínir voru flokkaðir í eina af sextán persónuleikatýpum. Continue reading INTJ
Kirkjujarðirnar
Ég hef alltaf ætlað mér að fara í rannsóknarvinnu og skoða hvað liggur raunverulega að baki kirkjujörðunum sem voru settar undir ríkið 1907 og liggja til grundvallar samningi um laun presta og starfsfólks Biskupsstofu frá 1997. Það er hins vegar meira en að segja það að skoða þessi mál, enda virðist losarabragurinn hafa verið mikill í þessum málum langt fram á 20. öldina og jafnvel lengur. Reyndar er einhver aðgreining gerð milli kirkjujarða og ríkisjarða í fasteignabók 1942-1944, en hvað er átt við þar er ekki alveg ljóst. Continue reading Kirkjujarðirnar
Reglurnar
Í mínum hluta skógarins hefur margt breyst. Það er minna en 10 ár síðan fagfólk og sjálfboðaliðar í kristilegu æskulýðsstarfi settu sér siðareglur og fóru á markvissan hátt að taka á óæskilegri hegðun samstarfsfólks. Fram að þeim tíma má segja að flestar siðareglur hafi lagt ofuráherslu á gagnkvæma virðingu kollega og snúist fyrst og fremst um starfsvernd og samstöðu þeirra sem tilheyrðu viðkomandi “gildi”. Þetta má sjá bæði í eldri siðareglum presta og lækna, sjálfsagt lögfræðinga líka. Continue reading Reglurnar
Upplifun – ígrundun – reynsla
Ég sat í gær áhugaverða ráðstefnu á menntavísindasviði Háskóla Íslands um útinám. Það var um margt áhugavert að heyra faglegt samtal um þætti sem ég hef tileinkað líf mitt, þar sem notast var við fullkomlega “sekúliserað” orðfæri. Þannig rímaði áherslan á naratívuna og persónulega upplifun ásamt mikilvægi ígrundunar fullkomlega við helstu áherslur í því fræðsluefni sem ég hef unnið að síðustu ár. Þó inntak naratívunnar, upplifuninnar og reynslunnar væri kannski ekki alltaf á hreinu í framsetningu fyrirlesaranna í gær, enda að þeirra mati e.t.v. ekki aðalatriði. Continue reading Upplifun – ígrundun – reynsla
Statistical Polar adventures – Lecture at University of Iceland
The third talk in the statistics colloquium series 2011-2012 at the University of Iceland will be given on Friday November 18th, see details below.
Speaker: Jenný Brynjarsdóttir, Postdoctoral Fellow, Statistical and Applied Mathematical Sciences Institute (SAMSI)
Title: Statistical Polar adventures – Downscaling temperatures over the Antarctic using a dimension reduced space-time modeling approach
Location: Room V-152 in VR-II building on the UI campus
Time: Friday November 18th, at 12:10 to 13:00.
Abstract: Dimension reduced approaches to spatio-temporal modeling are usually based on modeling the spatial structure in terms of a low number of specified basis functions. The temporal evolution of the space-time process is then modeled through the amplitudes of the basis functions. A common choice of bases are data-dependent basis vectors such as Empirical Orthogonal Functions (EOFs), also known as Principal Components. I will discuss ways to extend these ideas to modeling of two spatio-temporal processes where the primary goal is to predict one process from the other. I incorporate these methods in a Bayesian hierarchical model and show an example of downscaling surface temperatures over the Antarctic.
Að lifa í ljósinu
Hugleiðing á samkomu í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg, sunnudaginn 23. október kl. 20:00.
Mig langar að byrja á að lesa texta úr 1. Jóhannesarguðspjalli 2. kafla. Continue reading Að lifa í ljósinu
Hamfarir, reiði, hatur og náð
Flutt á fundi AD KFUM fimmtudaginn 20. október. Fundarefni á fundinum var frásögn af “Hamförunum á Haiti.”
Mig langar að vera tillitssamur, réttsýnn, bjartsýnn, almennilegur, hreinskiptinn, einlægur og ekta. Ég heyrði í vikunni prófessor kvarta undan fjórða boðorðinu á málþingi í Háskólanum, hlustaði á kollega minn í kirkjunni kvarta undan hvað það sé flókið að boða náð Guðs og hlustaði á meðvitaðar vinkonur fordæma syndaskilning kristninnar fyrir að brjóta niður sjálfsmynd ungra stúlkna.
Heiður, hefnd og sæmd
Ég sat í Laugarársbíó á laugardagskvöld og velti fyrir mér hvort að þjóðgildi þjóðfundarins í Laugardalshöll fyrir tveimur árum hefðu e.t.v. verið blekking. Þar sem ég horfði á Borgríki, sá heiftina, reiðina og hefndina, þar sem ég horfði á menn leggja allt í sölurnar fyrir heiður og sæmd. Þá hugsaði ég samtímis um Gísla með innyflin úti og öskureiða eggjakastara á Austurvelli. Continue reading Heiður, hefnd og sæmd
Samþykkt dagsins
Ég hef nokkrum sinnum skrifað um tillögur mannréttindaráðs Reykjavíkur um trú og skóla. Nú hafa tillögurnar í endanlegri mynd verið samþykktar á vetvangi Borgarstjórnar, en samþykktina er hægt að finna á vef Reykjavíkurborgar.
Ég tala ekki fyrir aðra en sjálfan mig (sjá fyrirvara hér til hliðar) þegar ég segi að þessi endanlega útfærsla samþykktarinnar er gleðileg. Vissulega er þar ekki allt eftir mínu höfði, enda er ég ekki viss um að heimurinn væri endilega betri ef ég væri alvaldur, nema auðvitað fyrir sjálfan mig.
En hvað um það. Nú hafa tillögurnar verið samþykktar og óvissunni um hvað má og hvað ekki í skólum Reykjavíkur hefur verið eytt. Framhaldið liggur í höndum okkar sem störfum í kristilegu starfi innan og utan kirkju að aðlaga starf okkar að nýjum aðstæðum og hætta skotgrafahernaðinum.
Mótsstaður Guðs og manneskja
Hugvekja/prédikun flutt í Langholtskirkju á kirkjudegi safnaðarins, 14. sunnudegi eftir Trinitatis, 25. september 2011. Notast var við A-textaröð (Slm 146, Gal 5.16-24 og Lk 17.11-19).
Ég var á Heilsudögum karla í Vatnaskógi, sumarbúðum KFUM og KFUK fyrir réttri viku. Heilsudagar marka lok sumarstarfsins í Vatnaskógi en þá mæta yfirleitt um 50 karlar á aldrinum 17-99 ára í skóginn, taka til hendinni í hvers kyns verkefnum og njóta samveru hver með öðrum. Continue reading Mótsstaður Guðs og manneskja
Söfnuður/sókn – Þá, nú, þegar…
Vangaveltur um kirkju og kristni býður upp á námskeið um framtíðarsýn í safnaðarstarfi. Á námskeiðinu er fjallað um markmið og tilgang kirkjustarfs í fortíð, nútíð og framtíð ásamt breytingastjórnun í safnaðarstarfi. Námskeiðið er ætlað leiðtogum í kirkjustarfi, jafnt sóknarnefndarfólki, prestum og djáknum.
Um er að ræða heilsdagsnámskeið og er hámarksfjöldi þátttakenda 20.
—
Nánar um námskeiðið
Markmið
Safnaðarstarf er sem betur fer jafn fjölbreytt og söfnuðir eru margir. Það er þó öllum hollt að staldra við með reglubundnum hætti og leitast við að greina jákvæða og neikvæða þætti í starfinu. Námskeiðið fjallar um aðferðir sem geta hjálpað söfnuðum við að setja í orð hugmyndir um framtíðina og geta hjálpað til við að tala um kvíða og vonbrigði í starfi. Markmiðið er að styðja hvort annað og hjálpa hvort öðru í því sem við gerum nú þegar, ræða saman á gagnrýnin hátt um aðferðirnar sem við notum og spá í framtíðina saman.
Lýsing
Námskeiðið er byggt upp á tveimur megin fyrirlestrum, auk þess sem boðið er upp á umræður og hópavinnu. Námskeiðið í heild er rammað inn með vönduðu helgihaldi.
Fyrsti hluti – Þá og nú…
- Innlegg um hugtökin söfnuður og sókn. Mismunandi þróun kirkjunnar í Vestur Evrópu og í Norður Ameríku og hvaða þörfum kirkjan leita(ði)st við að mæta á hvoru menningarsvæði fyrir sig.
- Umræður um hvaða þörfum kirkjan mætir og þarf að mæta í íslensku samfélagi.
- Hópavinna þar sem þátttakendur fá tíma til að undirbúa kynningu á eigin sókn/söfnuði og hvaða þörfum þau mæta.
- Umræður um hvort og þá hvernig við stöndum okkur í því sem við viljum gera.
Annar hluti – Þegar…
- Innlegg um stöðu kirkjunnar og breytingar sem hugsanlega eru fyrirsjáanlegar. Fækkun sóknarbarna, breytingar á samstarfi ríkis og kirkju, kröfur um aðgreiningu trúarlegs starfs frá opinberu lífi og minnkandi traust til stofnanna almennt. Kenningar um breytingastjórnun.
- Andsvör og umræður.
- Hvernig er best að takast á við breytingarnar framundan (hópavinna).
Þriðji hluti – Heima
- Breytingar í safnaðarstarfi, hvað má og hvað skal varast?
- Samantekt og samtal. Hvað gerum við með það sem við höfum rætt?