Söfnuður/sókn – Þá, nú, þegar…

Vangaveltur um kirkju og kristni býður upp á námskeið um framtíðarsýn í safnaðarstarfi. Á námskeiðinu er fjallað um markmið og tilgang kirkjustarfs í fortíð, nútíð og framtíð ásamt breytingastjórnun í safnaðarstarfi. Námskeiðið er ætlað leiðtogum í kirkjustarfi, jafnt sóknarnefndarfólki, prestum og djáknum.

Um er að ræða heilsdagsnámskeið og er hámarksfjöldi þátttakenda 20.

Nánar um námskeiðið

Markmið

Safnaðarstarf er sem betur fer jafn fjölbreytt og söfnuðir eru margir. Það er þó öllum hollt að staldra við með reglubundnum hætti og leitast við að greina jákvæða og neikvæða þætti í starfinu. Námskeiðið fjallar um aðferðir sem geta hjálpað söfnuðum við að setja í orð hugmyndir um framtíðina og geta hjálpað til við að tala um kvíða og vonbrigði í starfi. Markmiðið er að styðja hvort annað og hjálpa hvort öðru í því sem við gerum nú þegar, ræða saman á gagnrýnin hátt um aðferðirnar sem við notum og spá í framtíðina saman.

Lýsing

Námskeiðið er byggt upp á tveimur megin fyrirlestrum, auk þess sem boðið er upp á umræður og hópavinnu. Námskeiðið í heild er rammað inn með vönduðu helgihaldi.

Fyrsti hluti – Þá og nú…

  • Innlegg um hugtökin söfnuður og sókn. Mismunandi þróun kirkjunnar í Vestur Evrópu og í Norður Ameríku og hvaða þörfum kirkjan leita(ði)st við að mæta á hvoru menningarsvæði fyrir sig.
  • Umræður um hvaða þörfum kirkjan mætir og þarf að mæta í íslensku samfélagi.
  • Hópavinna þar sem þátttakendur fá tíma til að undirbúa kynningu á eigin sókn/söfnuði og hvaða þörfum þau mæta.
  • Umræður um hvort og þá hvernig við stöndum okkur í því sem við viljum gera.

Annar hluti – Þegar…

  • Innlegg um stöðu kirkjunnar og breytingar sem hugsanlega eru fyrirsjáanlegar. Fækkun sóknarbarna, breytingar á samstarfi ríkis og kirkju, kröfur um aðgreiningu trúarlegs starfs frá opinberu lífi og minnkandi traust til stofnanna almennt. Kenningar um breytingastjórnun.
  • Andsvör og umræður.
  • Hvernig er best að takast á við breytingarnar framundan (hópavinna).

Þriðji hluti – Heima

  • Breytingar í safnaðarstarfi, hvað má og hvað skal varast?
  • Samantekt og samtal. Hvað gerum við með það sem við höfum rætt?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.