Hugleiðing á samkomu í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg, sunnudaginn 23. október kl. 20:00.
Mig langar að byrja á að lesa texta úr 1. Jóhannesarguðspjalli 2. kafla. Continue reading Að lifa í ljósinu
Hugleiðing á samkomu í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg, sunnudaginn 23. október kl. 20:00.
Mig langar að byrja á að lesa texta úr 1. Jóhannesarguðspjalli 2. kafla. Continue reading Að lifa í ljósinu
Flutt á fundi AD KFUM fimmtudaginn 20. október. Fundarefni á fundinum var frásögn af “Hamförunum á Haiti.”
Mig langar að vera tillitssamur, réttsýnn, bjartsýnn, almennilegur, hreinskiptinn, einlægur og ekta. Ég heyrði í vikunni prófessor kvarta undan fjórða boðorðinu á málþingi í Háskólanum, hlustaði á kollega minn í kirkjunni kvarta undan hvað það sé flókið að boða náð Guðs og hlustaði á meðvitaðar vinkonur fordæma syndaskilning kristninnar fyrir að brjóta niður sjálfsmynd ungra stúlkna.
Ég sat í Laugarársbíó á laugardagskvöld og velti fyrir mér hvort að þjóðgildi þjóðfundarins í Laugardalshöll fyrir tveimur árum hefðu e.t.v. verið blekking. Þar sem ég horfði á Borgríki, sá heiftina, reiðina og hefndina, þar sem ég horfði á menn leggja allt í sölurnar fyrir heiður og sæmd. Þá hugsaði ég samtímis um Gísla með innyflin úti og öskureiða eggjakastara á Austurvelli. Continue reading Heiður, hefnd og sæmd
Ég hef nokkrum sinnum skrifað um tillögur mannréttindaráðs Reykjavíkur um trú og skóla. Nú hafa tillögurnar í endanlegri mynd verið samþykktar á vetvangi Borgarstjórnar, en samþykktina er hægt að finna á vef Reykjavíkurborgar.
Ég tala ekki fyrir aðra en sjálfan mig (sjá fyrirvara hér til hliðar) þegar ég segi að þessi endanlega útfærsla samþykktarinnar er gleðileg. Vissulega er þar ekki allt eftir mínu höfði, enda er ég ekki viss um að heimurinn væri endilega betri ef ég væri alvaldur, nema auðvitað fyrir sjálfan mig.
En hvað um það. Nú hafa tillögurnar verið samþykktar og óvissunni um hvað má og hvað ekki í skólum Reykjavíkur hefur verið eytt. Framhaldið liggur í höndum okkar sem störfum í kristilegu starfi innan og utan kirkju að aðlaga starf okkar að nýjum aðstæðum og hætta skotgrafahernaðinum.
Hugvekja/prédikun flutt í Langholtskirkju á kirkjudegi safnaðarins, 14. sunnudegi eftir Trinitatis, 25. september 2011. Notast var við A-textaröð (Slm 146, Gal 5.16-24 og Lk 17.11-19).
Ég var á Heilsudögum karla í Vatnaskógi, sumarbúðum KFUM og KFUK fyrir réttri viku. Heilsudagar marka lok sumarstarfsins í Vatnaskógi en þá mæta yfirleitt um 50 karlar á aldrinum 17-99 ára í skóginn, taka til hendinni í hvers kyns verkefnum og njóta samveru hver með öðrum. Continue reading Mótsstaður Guðs og manneskja
Vangaveltur um kirkju og kristni býður upp á námskeið um framtíðarsýn í safnaðarstarfi. Á námskeiðinu er fjallað um markmið og tilgang kirkjustarfs í fortíð, nútíð og framtíð ásamt breytingastjórnun í safnaðarstarfi. Námskeiðið er ætlað leiðtogum í kirkjustarfi, jafnt sóknarnefndarfólki, prestum og djáknum.
Um er að ræða heilsdagsnámskeið og er hámarksfjöldi þátttakenda 20.
—
Nánar um námskeiðið
Markmið
Safnaðarstarf er sem betur fer jafn fjölbreytt og söfnuðir eru margir. Það er þó öllum hollt að staldra við með reglubundnum hætti og leitast við að greina jákvæða og neikvæða þætti í starfinu. Námskeiðið fjallar um aðferðir sem geta hjálpað söfnuðum við að setja í orð hugmyndir um framtíðina og geta hjálpað til við að tala um kvíða og vonbrigði í starfi. Markmiðið er að styðja hvort annað og hjálpa hvort öðru í því sem við gerum nú þegar, ræða saman á gagnrýnin hátt um aðferðirnar sem við notum og spá í framtíðina saman.
Lýsing
Námskeiðið er byggt upp á tveimur megin fyrirlestrum, auk þess sem boðið er upp á umræður og hópavinnu. Námskeiðið í heild er rammað inn með vönduðu helgihaldi.
Fyrsti hluti – Þá og nú…
Annar hluti – Þegar…
Þriðji hluti – Heima
Ég segi stundum að umgjörðin sé aðalatriðið, innihaldið sé aukaatriði. Þetta eigi ekki síst við um í þeim störfum sem ég hef sinnt í gegnum tíðina. Ég upplifði þetta sterkt þegar ég og konan skoðuðum leikskóla fyrir dótturina fyrir hartnær 10 árum. Það að leikskólinn hefði stefnu sem trúað var á og unnið eftir af heilindum virtist skila góðu leikskólastarfi, og það virtist ekki skipta öllu máli hver stefnan (innihaldið) var.
Í október verð ég með nokkur námskeið í Reykjavík um kirkju og kristni undir hatti Vangaveltna um kirkju og kristni. Fyrsta námskeiðið verður um framtíðarsýn í safnaðarstarfi laugardaginn 1. október 2011 kl. 10-17. Á námskeiðinu verður fjallað um markmið og tilgang kirkjustarfs í fortíð, nútíð og framtíð ásamt breytingastjórnun í safnaðarstarfi. Námskeiðið er ætlað leiðtogum í kirkjustarfi, jafnt sóknarnefndarfólki, prestum og djáknum.
Um er að ræða heilsdagsnámskeið og er námskeiðsgjald 20.000 krónur. Öll námskeiðsgögn og léttur hádegiverður eru innifalin í gjaldinu. Hámarksfjöldi þátttakenda er 20. Námskeiðið verður haldið í Grensáskirkju í Reykjavík.
Hægt er að skrá sig á námskeiðið hér.
—
Nánar um námskeiðið
Markmið
Safnaðarstarf er sem betur fer jafn fjölbreytt og söfnuðir eru margir. Það er þó öllum hollt að staldra við með reglubundnum hætti og leitast við að greina jákvæða og neikvæða þætti í starfinu. Námskeiðið fjallar um aðferðir sem geta hjálpað söfnuðum við að setja í orð hugmyndir um framtíðina og geta hjálpað til við að tala um kvíða og vonbrigði í starfi. Markmiðið er að styðja hvort annað og hjálpa hvort öðru í því sem við gerum nú þegar, ræða saman á gagnrýnin hátt um aðferðirnar sem við notum og spá í framtíðina saman.
Lýsing
Námskeiðið er byggt upp á tveimur megin fyrirlestrum, auk þess sem boðið er upp á umræður og hópavinnu. Námskeiðið í heild er rammað inn með vönduðu helgihaldi.
Þessi mynd er ein af uppáhaldsmyndunum mínum úr Vatnaskógi. Mynd af leiðtoga sem hjálpar, styður við drengina sem eru á leið yfir vatnið. Það er samt ekki eitthvað eitt við myndina, það er allt. Sumarbúðirnar í bakgrunni, mismunandi klæðnaður drengjanna, stelling leiðtogans sem hefur sest á hækjur sér til að einfalda drengjunum að styðjast við sig. Kannski ekki síst að leiðtoginn á myndinni var barn í sumarbúðum í Vatnaskógi þegar ég starfaði þar.
Continue reading Sumarbúðirnar í Vatnaskógi
Nú hefur Mannréttindaráð Reykjavíkur skrifað í þriðja sinn tillögur sínar um aðgengi trú- og lífskoðunarfélaga að skólastarfi. Ég fjallaði um fyrstu tillögurnar hér og tillögu tvö hér. Líkt og áður eru tillögur ráðsins ekki mjög aðgengilegar þannig að mikið af umræðunni er byggt á fullyrðingum um innihaldið sem ekki eru alltaf sannleikanum samkvæmar en haldið á lofti til að skapa andstöðu og sundrung. Það verður að viðurkennast að mér líkar mjög illa við að sjá annars góða einstaklinga sem ég þekki vel nota slíkar aðferðir. Slík vinnubrögð eru ekki sæmandi fólki sem segist starfa í nafni Jesú Krists. Continue reading Enn og aftur nokkur orð um tillögur mannréttindaráðs
Fyrir mörgum árum var á stundum leikið leikrit í Vatnaskógi sem var kallað “Sérhæfingin” og fjallaði um Bandaríkjamann á rakarastofu sem útskýrði fyrir rakaranum hversu allt væri frábært í Ameríku því sérhæfingin væri svo mikil. Þannig væru til sumarbúðir sem sérhæfðu sig í knattspyrnu og engu öðru, aðrar sem biðu bara upp á rólur og þar inni sérhæft starfsfólk sem sinnti einungis þessum sérstöku verkefnum. Okkur foringjunum þótti leikritið skemmtilegt vegna þess að við litum á okkur sem fjölfræðinga sem kynnum allt, ég held hins vegar að strákunum hafi ekki þótt leikritið sérlega merkilegt. En hvað um það. Continue reading Sérfræðivæðing í barna- og æskulýðsstarfi
Nú er fjölskyldan í Bexleybæ loksins búin að teikna upp næstu skref og ganga frá fjölmörgum lausum endum varðandi verkefni næstu ára. Eins og margir vita hefur Jenný fengið Post Doc stöðu til tveggja ára í Norður-Karólínufylki hjá Duke University og SAMSI sem er rannsóknarstofnun rekin í samvinnu nokkurra háskóla í Norður-Karólínu. Þar gefst henni frábært tækifæri til að vinna með sumum af fremstu sérfræðingum heims á sínu sviði. Svæðið þar sem SAMSI er til húsa er kallað rannsóknarþríhyrningurinn (Research Triangle Park) en þríhyrningur markast af NC State University í Raleigh, University of North Carolina í Chapel Hill og Duke University í Durham. Allar þessar þrjár borgir renna saman og í miðju svæðisins er hinn áðurnefndi Research Triangle Park. Continue reading Haustið og framtíðin
Einn af fjölmörgum flötum leiðtogafræða sem ég hef skoðað nokkuð er samspil ábyrgðar og valds. Þá sér í lagi innan frjálsra félagasamtaka og á vettvangi kirkjunnar. Bowen Family Systems Theory (BFST) nálgast þetta út frá hugmyndum um “over- and under functioning” meðan að sumir aðrir leggja ofuráherslu á vönduð skipurit og góðar skilgreiningar til að koma í veg fyrir að rof myndist milli ábyrgðar og valds. Continue reading Ábyrgð, völd og Guðsmynd
Stundum þá velti ég fyrir mér hvers vegna ég náði ekki meiri árangri í stærðfræðinámi mínu en raun bar vitni. Þessi listi af stærðfræðiaðgerðum sem ég ásamt ágætum félaga mínum tókum saman í menntaskóla útskýrir það ef til vill. Continue reading Stærðfræði
Vangaveltum mínum um greinaskrif á Vantrúarvefnum í þessari viku var svarað vel og greinilega af góðum mönnum. Jafnframt fékk ég yfirlit yfir greinaskrif á Vantrúarvefnum frá upphafi ef ég hefði áhuga að skoða þetta nánar. Þessi gögn eru að sjálfsögðu náma áhugaverðs efnis en þar sem ég er ekki talnafræðingur þá veit ég ekki hvort ég mun hella mér í það á næstunni að greina upplýsingarnar frekar en ég geri hér á eftir. Continue reading Skrif Vantrúarmanna
Í færslu fyrir nokkrum dögum skrifaði ég m.a. annars “og það er ljóst að við sjáum færri greinar á síðunni” og var þar að vísa til Vantru.is. Færslan fékk nokkra umfjöllun m.a. á Vantrúarvefnum sjálfum og virtust flestir á því að umfjöllunin væri tiltölulega sanngjörn nema ef væri fyrir of mikla áherslu mína á hefðir. Continue reading Örlítið fleiri orð um Vantrúarhópinn
Þjóðkirkjan á Íslandi glímir við margvísleg áhugaverð módel í starfi sínu, sem þarfnast umræðu og vangaveltna. Það er sér í lagi mikilvægt í ljósi yfirvofandi aðskilnaðar ríkis og kirkju. Fyrir nokkrum vikum teiknaði ég eitt af módelunum upp enda þekktur fyrir mikla listræna hæfileika.
Þetta módel er reyndar aðallega bundið við þéttbýlissvæði (lesist höfuðborgarsvæðið) og felst í því að söfnuðurinn sem kemur til kirkjunnar og er virkur í starfinu er ekki nauðsynlega hluti af sókninni. Á sama hátt er ekki óþekkt að einstaklingar í sóknarnefndum hafi litla sem enga tengingu við söfnuðinn, en hafi valist til verkefnisins vegna annarra afreka í lífinu og búsetu í sókninni.
Þetta er eitt af mörgum módelum sem ætlunin er að takast á við og velta upp kostum og göllum á, laugardaginn 1. október í Grensáskirkju á námskeiðinu “Söfnuður/sókn – þá, nú, þegar…“
… frekar vil ég búa í samfélagi með umburðarlyndum trúmönnum (já þeir eru til) heldur en fordómafullum trúleysingjum. #
Ég hef fylgst með trúmálaumræðu á vefnum í ríflega 11 ár. Á þeim tíma hef ég meðal annars fylgst með þróun vantrúarumræðunnar sem leiddi meðal annars til vantrúarvefsins og stofnunar félagsskapar að mestu í kringum hann. Nýlega skrifaði ég minnismiða þar sem ég velti fyrir mér þróun hópsins m.a. í ljósi umræðna sem urðu á vefnum í tengslum við hið árlega páskabingó. Continue reading Þróun Vantrúarhópsins
Ég var að glugga í bækur um hlutverk og stöðu kristninnar á fyrstu tveimur öldunum eftir Krist, m.a. í ljósi deilna postulanna í Jerúsalem og Páls. Það er áhugavert að kristni er í upphafi fyrst og fremst borgartrú, þ.e. hún dreifist, vex og dafnar í borgarumhverfi. Lykilleikmenn í útbreiðslunni eru iðnmenntaðir farandverkamenn sem fara úr einni borg í aðra og stunda iðn sína. Gæði samgangna og færanleiki vinnuafls (mobility) í rómverska keisaraveldinu eru auðvitað vel þekktar stærðir. Ekki síður mikilvægt er að þessi færanleiki kallar á þörfina fyrir “fjölskyldu” fjarri blóðfjölskyldunni og skapar kjöraðstæður fyrir safnaðaruppbyggingu og samfélag. Continue reading Söfnuður sem heimahöfn
Nýlega setti ég upp mjög aðgengilegt og einfalt mælitæki til að fylgjast með umferðinni hér á iSpeculate. Umferðin er svo sem ekki gífurleg, kannski svipuð og á litlum sveitavegi í Kansas, en hér koma þó einhverjir við og við. Continue reading Að hverju er leitað?