Ábyrgð, völd og Guðsmynd

Einn af fjölmörgum flötum leiðtogafræða sem ég hef skoðað nokkuð er samspil ábyrgðar og valds. Þá sér í lagi innan frjálsra félagasamtaka og á vettvangi kirkjunnar. Bowen Family Systems Theory (BFST) nálgast þetta út frá hugmyndum um “over- and under functioning” meðan að sumir aðrir leggja ofuráherslu á vönduð skipurit og góðar skilgreiningar til að koma í veg fyrir að rof myndist milli ábyrgðar og valds. Slík áhersla á að skilgreina vinnuferla og skipurit hefur oft á sér blæ “over functioning” af hendi leiðtoga, þannig að tilraunin til að skilgreina ábyrgð og völd allra, leiðir til rofsins sem reynt er að forðast. En þetta er svo sem ekki áhersla færslunnar, heldur vangaveltur um hvers konar Guðsmynd felst í “over-functioning” stjórnunarstíl.

Hvar passa hugmyndir um fyrirgefningu og náð inn í stjórnunarstíl sem treystir ekki, getur ekki sleppt hendinni af verkefnum og þarf að fylgjast með og hafa skoðanir á flestum hlutum? Á sama hátt má spyrja hvers konar Guðsmynd felist í stjórnunarstíl sem hugsar “bara” um eigin hegðun í kerfinu, en hafnar því að bera ábyrgð á og grípa inn í hegðun annarra, jafnvel þó það geti haft tímabundin neikvæð áhrif á kerfisheildina.

Sjá einnig: Sjálfstýrð teymi