Stærðfræði

Stundum þá velti ég fyrir mér hvers vegna ég náði ekki meiri árangri í stærðfræðinámi mínu en raun bar vitni. Þessi listi af stærðfræðiaðgerðum sem ég ásamt ágætum félaga mínum tókum saman í menntaskóla útskýrir það ef til vill.

Súrsun: Notað í algebru. Allir flóknir liðir styttir út með því að gera strik yfir. Það sem eftir stendur er sett sama sem 0.

Störun: Starað á dæmið, hugsað um síðustu helgi og útkoman sem kemur í hugann skrifuð niður.

Satori (hugljómun): Starað á dæmið, hugurinn tæmdur af hugsunum og penninn látinn skrifa ósjálfrátt.

Eftirskrift: Svörin fengin að láni hjá samviskusömum nemanda og skrifuð upp.

Kíkja í svörin: Líklegust til árangurs. Aftast í flestum stærðfræðibókum í menntaskóla eru svör sem eru í flestum tilfellum rétt.