Að hverju er leitað?

Nýlega setti ég upp mjög aðgengilegt og einfalt mælitæki til að fylgjast með umferðinni hér á iSpeculate. Umferðin er svo sem ekki gífurleg, kannski svipuð og á litlum sveitavegi í Kansas, en hér koma þó einhverjir við og við.

Það hefur vakið gleði mína hversu iSpeculate stendur vel þegar kemur að leitarvélaumferð, en það eru margvíslegustu leitarorð sem skila fólki inn á síðuna. Eitt af því sem leiðir fólk hingað á iSpeculate er leitin að Sálmabókinni á netinu. Gallinn við niðurstöðuna er hins vegar að þangað til í dag var vísunin í færslunni sem kom upp röng. Það sama á við samhljóða færslu á Grensáskirkjuvefnum.

Rétt vísun á sálmabók þjóðkirkjunnar á vefnum er sem sé: www.tru.is/salmabok.