Being in a Place of Privilege

After I finished my STM thesis I have from time to time considered whether or not I should attempt to take a PhD in Theology from University of Iceland. For a while I have been looking into Christian Churches in places of privilege and the complicated tension between Christian theology and violence.  Continue reading Being in a Place of Privilege

Kólussubréfið 4. kafli

Segið Arkipussi: „Gætið þjónustunnar, sem Drottinn fól þér, og ræktu hana vel.“

Kólussubréfið endar á beiðni um fyrirbæn og upptalningu á leiðtogum í kristna samfélaginu. Onesímus er m.a. talinn up, en talað er um hann sem þræl Fílemons í samnefndu bréfi. Þá er nefndur Markús, frændi Barnabasar og ýmsir fleiri góðir. Lagt er til að bréfið verði einnig lesið í söfnuðinum í Laódíkeu og nefnt að e.t.v. sé ástæða fyrir söfnuðinn í Kólussu, að hlusta á bréfið til Laódíkeu. Continue reading Kólussubréfið 4. kafli

Almennu kristilegu mótin

Fyrir nærri 20 árum tók ég saman texta um Almennu kristilegu mótin sem haldin voru í Hraungerði, á Akranesi, á Brautarhóli í Svarfaðardal og síðar í Vatnaskógi.

Árið 1938 var haldið fyrsta almenna kristilega mótið, í Hraungerði í Flóa. Almennu mótin eins og þau voru kölluð urðu að árlegum viðburði í íslensku kristnilífi fram undir lok síðustu aldar og voru lengst af haldin í sumarbúðum KFUM í Vatnaskógi. Continue reading Almennu kristilegu mótin

The Ultimate “Adiaphora” – The Words of Worship

In my theology studies, one of the strangest things I did was a dictionary study for worship. I came across the list (at least part of it) yesterday and decided to put it out here. Continue reading The Ultimate “Adiaphora” – The Words of Worship

Grace

I have been contemplating a lot on grace in the last few days, and especially in the context of universal salvation. A part of my thought has been around Bonhoeffer’s notion of cheap grace.

Cheap grace is the preaching of forgiveness without requiring repentance, baptism without church discipline. Communion without confession. Cheap grace is grace without discipleship, grace without the cross, grace without Jesus Christ. Continue reading Grace

Nei eða já, af eða á

Það er margt sagt um stöðu kirkju og kristni á Íslandi, en líklega er fátt eins sorglegt og þegar vígðir þjónar kirkjunnar halda því fram að forsenda þess að kirkjan sinni starfsemi á landinu öllu sé að kirkjan sé þjóðkirkja og/eða nefnd sérstaklega í Stjórnarskrá. Continue reading Nei eða já, af eða á

Social Media and Teenagers

The content of this post appeared in Icelandic undir the title “Facebook notkun unglinga” in March 2012 and focused solely on Facebook. It is now rewritten in (a broken) English with broader focus, looking at social media sites in general.

The Ministry of Education, Science and Culture through “Æskulýðssjóður” has given YMCA/YWCA in Iceland a small grant to create curriculum for youth directors, parents and children about Social Media use. The original post in Iceland is being used as an introduction to that curriculum. Continue reading Social Media and Teenagers

Hvað er kirkjan? – Fræðslukvöld

Æskulýðssvið KFUM og KFUK hefur á vormisseri boðið upp á mánaðarleg fræðslukvöld yfir undir yfirskriftinni „Viltu vita meira?“ Á samverunum hefur verið glímt við hugtök og hugmyndir kristinnar trúar á opin og skemmtilegan hátt. KFUM og KFUK fékk styrk til fræðslukvöldanna frá Æskulýðssjóði. Continue reading Hvað er kirkjan? – Fræðslukvöld

Mikilvæg yfirlýsing frá mér – hvar sem ég fer

Á þessum stað gerum við mistök, stundum alvöru mistök. Við leitumst við að biðjast fyrirgefningar þegar okkur verður á. Við höfum stundum hátt, segjum hluti sem við sjáum eftir og treystum á náð og velvild hvors annars.

Fyrst og fremst leitumst við eftir að muna að við erum ekki fullkomin heldur elskuð af góðum Guði.

Er kirkja skrifuð með stórum staf? (smáþankar)

Árið 1997 fylgdist ég með biskupskosningum úr fjarska. Ég vissi fljótlega að Karl væri minn maður, hann var vel máli farinn, föðurlegur og hlýr. Ást Karls á kirkjunni og hefð kirkjunnar skein þegar hann talaði. Karl var fulltrúi huggarans og hefðarinnar, elskunnar og hlýleikans. Þegar Karl tók við embættinu var eitt af hans fyrstu verkum að senda bréf á vígða þjóna kirkjunnar og e.t.v. einhverja fleiri þar sem hann lofaði því að biðja fyrir okkur og bað okkur um að biðja fyrir honum. Ég man hvað mér þótti vænt um þetta bréf. Mér fannst að þjóðkirkjunni væri borgið í bili.

Continue reading Er kirkja skrifuð með stórum staf? (smáþankar)

Meira en trúfélag…

Það hefur verið borið á því í umræðunni um biskupskjör og reyndar í allri umfjöllun um þjóðkirkjuna, hugmyndin um að þjóðkirkjan sé meira en trúfélag. Þessi hugmynd felur í sér að trúfélag sé einhvers konar endanlegur veruleiki og utan trúar sé annar heimur, væntanlega í huga fólks heimurinn sem við lifum í.

Continue reading Meira en trúfélag…

Kirkjuskipan Stjórnlagaráðs

Trúfrelsisákvæði eru áhugavert fyrirbæri og ekki síður hugmyndir um að kirkjuskipan geti/þurfi að vera á einhvern hátt bundin í lögum. Í hugmyndum stjórnlagaráðs er 19. grein svohljóðandi:

Í lögum má kveða á um kirkjuskipan ríkisins.

Nú samþykkir Alþingi breytingu á kirkjuskipan ríkisins og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar. Continue reading Kirkjuskipan Stjórnlagaráðs

Jeremía 7. kafli

Zion guðfræði musterisins, um fyrirheitnu þjóðina sem hefur byggt sér hús þar sem Guð býr, musterið í Jerúsalem, þar sem Guð býr sama hvað. Hugmynd sem við sjáum t.d. í áætlunum Davíðs og væntingum um ævarandi konungsdóm í Annarri Samúelsbók 7. kafla og bregður víða fyrir hjá fyrsta Jesaja, fær harkalega útreið hér hjá Jeremía.

Treystið ekki lygaræðum þegar sagt er: “Þetta er musteri Drottins, musteri Drottins, musteri Drottins.”

Trúarskilningur Jeremía byggir ekki á húsinu glæsilega í Jerúsalem, heldur á afstöðunni til Torah, til lögmálsins. Guð býr þar sem aðkomumenn búa við frelsi, munaðarleysingjar og ekkjur hafa réttindi, þar sem saklausu blóði er ekki úthellt. Guð er þar sem sanngirni ríkir, á slíkum stað finnur Guð sér bústað.

Það að byggja hallir og skrauthýsi þar sem gengið er fram fyrir Guð, eftir að hafa svikið og prettað náungann er ekki þóknanlegt fyrir Guði. Slíkt hús er ræningjabæli. Fórnarþjónustan í musterinu er hluti af þessum blekkingarleik að mati Jeremía. Guð kallar ekki eftir fórnargjöfum heldur hlýðni við lögmálið segir spámaðurinn.

Lögmálið sem Jeremía vísar til og við sjáum í skrifum Amosar, er ekki lögmál sem festist í að fylgja í blindni, heldur lögmál sem krefst réttar fyrir hin veika, smáa og jaðarsetta. Lögmálið knýr á um rétt fyrir ekkjur og munaðarlausa, fátæka og útlendinga, það snýst ekki um hárgreiðslu, föt eða fórnaraðferðir, alls ekki.

Fortíðarbiskuparnir, og svo…

Hér á iSpeculate hyggst ég velta fyrir mér biskupsmálum á næstu vikum. Ekki vegna þess að það skipti neinu máli, heldur vegna þess að það er hollt að hugsa upphátt. Fyrsta færslan horfir afturábak (rétt er að taka fram að það eru 15 ár síðan ég stúderaði íslenska kirkjusögu í kjölfar iðnbyltingar). Continue reading Fortíðarbiskuparnir, og svo…

Kirkjujarðirnar

Ég hef alltaf ætlað mér að fara í rannsóknarvinnu og skoða hvað liggur raunverulega að baki kirkjujörðunum sem voru settar undir ríkið 1907 og liggja til grundvallar samningi um laun presta og starfsfólks Biskupsstofu frá 1997. Það er hins vegar meira en að segja það að skoða þessi mál, enda virðist losarabragurinn hafa verið mikill í þessum málum langt fram á 20. öldina og jafnvel lengur. Reyndar er einhver aðgreining gerð milli kirkjujarða og ríkisjarða í fasteignabók 1942-1944, en hvað er átt við þar er ekki alveg ljóst. Continue reading Kirkjujarðirnar