Kólussubréfið 4. kafli

Segið Arkipussi: „Gætið þjónustunnar, sem Drottinn fól þér, og ræktu hana vel.“

Kólussubréfið endar á beiðni um fyrirbæn og upptalningu á leiðtogum í kristna samfélaginu. Onesímus er m.a. talinn up, en talað er um hann sem þræl Fílemons í samnefndu bréfi. Þá er nefndur Markús, frændi Barnabasar og ýmsir fleiri góðir. Lagt er til að bréfið verði einnig lesið í söfnuðinum í Laódíkeu og nefnt að e.t.v. sé ástæða fyrir söfnuðinn í Kólussu, að hlusta á bréfið til Laódíkeu.

Áminningin hér að ofan til Arkipussar er hins vegar eitt af þessum innleggjum í sendibréfum Páls sem gefa þeim persónulegan blæ. Það er áhugavert að velta fyrir sér, ekki aðeins hver Arkipuss var, heldur hvaða verkefnum hann virðist hafa ýtt á undan sér? Arkipuss er einnig nefndur á nafn í Fílemonsbréfi og hefðin segir að Arkipuss hafi verið einn af 70 upphaflegum lærisveinum Jesús, sem síðar varð biskup í Laódíkeu (og/eða Kólussu).

Það virðist samt augljóst að Páll hefur einhverjar áhyggjur af því hvort hann sé að sinna þjónustu sinni eins og ber, enda er ávarpið ekki til Arkipuss sjálfs, heldur til safnaðarins sem á að áminna hann um að sinna verkum sínum.

Möguleikarnir eru fjölmargir, e.t.v. var Arkipuss haldin ákvarðanakvíða, hann hafði tilhneigingu til að gera allt á síðustu stundu eða hann var að brenna upp í starfi og vantaði hvatningu. Við munum seint vita hvað fékk Pál til að skrifa þessa áminningu.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.