Fortíðarbiskuparnir, og svo…

Hér á iSpeculate hyggst ég velta fyrir mér biskupsmálum á næstu vikum. Ekki vegna þess að það skipti neinu máli, heldur vegna þess að það er hollt að hugsa upphátt. Fyrsta færslan horfir afturábak (rétt er að taka fram að það eru 15 ár síðan ég stúderaði íslenska kirkjusögu í kjölfar iðnbyltingar). Continue reading Fortíðarbiskuparnir, og svo…

Kirkjujarðirnar

Ég hef alltaf ætlað mér að fara í rannsóknarvinnu og skoða hvað liggur raunverulega að baki kirkjujörðunum sem voru settar undir ríkið 1907 og liggja til grundvallar samningi um laun presta og starfsfólks Biskupsstofu frá 1997. Það er hins vegar meira en að segja það að skoða þessi mál, enda virðist losarabragurinn hafa verið mikill í þessum málum langt fram á 20. öldina og jafnvel lengur. Reyndar er einhver aðgreining gerð milli kirkjujarða og ríkisjarða í fasteignabók 1942-1944, en hvað er átt við þar er ekki alveg ljóst. Continue reading Kirkjujarðirnar

Samþykkt dagsins

Ég hef nokkrum sinnum skrifað um tillögur mannréttindaráðs Reykjavíkur um trú og skóla. Nú hafa tillögurnar í endanlegri mynd verið samþykktar á vetvangi Borgarstjórnar, en samþykktina er hægt að finna á vef Reykjavíkurborgar.

Ég tala ekki fyrir aðra en sjálfan mig (sjá fyrirvara hér til hliðar) þegar ég segi að þessi endanlega útfærsla samþykktarinnar er gleðileg. Vissulega er þar ekki allt eftir mínu höfði, enda er ég ekki viss um að heimurinn væri endilega betri ef ég væri alvaldur, nema auðvitað fyrir sjálfan mig.

En hvað um það. Nú hafa tillögurnar verið samþykktar og óvissunni um hvað má og hvað ekki í skólum Reykjavíkur hefur verið eytt. Framhaldið liggur í höndum okkar sem störfum í kristilegu starfi innan og utan kirkju að aðlaga starf okkar að nýjum aðstæðum og hætta skotgrafahernaðinum.

Söfnuður – sókn – sóknarnefnd

Þjóðkirkjan á Íslandi glímir við margvísleg áhugaverð módel í starfi sínu, sem þarfnast umræðu og vangaveltna. Það er sér í lagi mikilvægt í ljósi yfirvofandi aðskilnaðar ríkis og kirkju. Fyrir nokkrum vikum teiknaði ég eitt af módelunum upp enda þekktur fyrir mikla listræna hæfileika.

Þetta módel er reyndar aðallega bundið við þéttbýlissvæði (lesist höfuðborgarsvæðið) og felst í því að söfnuðurinn sem kemur til kirkjunnar og er virkur í starfinu er ekki nauðsynlega hluti af sókninni. Á sama hátt er ekki óþekkt að einstaklingar í sóknarnefndum hafi litla sem enga tengingu við söfnuðinn, en hafi valist til verkefnisins vegna annarra afreka í lífinu og búsetu í sókninni.

Þetta er eitt af mörgum módelum sem ætlunin er að takast á við og velta upp kostum og göllum á, laugardaginn 1. október í Grensáskirkju á námskeiðinu “Söfnuður/sókn – þá, nú, þegar…

Söfnuður sem heimahöfn

Ég var að glugga í bækur um hlutverk og stöðu kristninnar á fyrstu tveimur öldunum eftir Krist, m.a. í ljósi deilna postulanna í Jerúsalem og Páls. Það er áhugavert að kristni er í upphafi fyrst og fremst borgartrú, þ.e. hún dreifist, vex og dafnar í borgarumhverfi. Lykilleikmenn í útbreiðslunni eru iðnmenntaðir farandverkamenn sem fara úr einni borg í aðra og stunda iðn sína. Gæði samgangna og færanleiki vinnuafls (mobility) í rómverska keisaraveldinu eru auðvitað vel þekktar stærðir. Ekki síður mikilvægt er að þessi færanleiki kallar á þörfina fyrir “fjölskyldu” fjarri blóðfjölskyldunni og skapar kjöraðstæður fyrir safnaðaruppbyggingu og samfélag.  Continue reading Söfnuður sem heimahöfn

Þankar um fjármál og framtíð þjóðkirkjunnar

Með lögum um sóknargjöld nr. 97 frá 1987 breyttust forsendur þjóðkirkjusafnaða allverulega. Með lögunum komst festa á tekjur safnaðanna og möguleikar til að setja sér framtíðarplön um safnaðarstarf urðu möguleg sem aldrei fyrr. Continue reading Þankar um fjármál og framtíð þjóðkirkjunnar

Að vera sannleikans megin

Sú óleysanlega glíma kirkjunnar að vera í senn félagslegur veruleiki breyskra manna og kvenna og á sama tíma í einhverjum skilningi kirkja Guðs, sú kirkja sem við játum í Trúarjátningunni er flókin. Grein á vefnum perspiredbyiceland.com sem ber heitið Kirkjan dregur loforðið um sanna mynd til baka veltir á áhugaverðan hátt upp einni hlið málsins.

Þegar mennirnir sem hafa lofað að vera almannatengslafulltrúar sannleikans á jörðu útvista það eina verkefni sitt til fagaðila andskotans, þá eru þeir búnir að vera. Þá er kirkjan dauð, tóm að innan, hefur ekkert erindi hér lengur.

Bishop reflects on “the Draft”

In 1962, when Willie Rotter was about to graduate from seminary, President Fendt handed him an envelope. “What’s this?” he asked? “Your first call,” replied Fendt. That’s how it was done. You went where they told you. End of conversation.

It has been interesting to see the candidacy process in ELCA during the time I have stayed in the US. Bishop Mike Rinehart in the Gulf Coast Synods writes an interesting blog about “the Draft” in Chicago. The blog is here: From the Seminary to the Parish | Connections.

via Stephen Zeller’s Facebook Wall.

The Church & The World in the Decade Ahead

The early church was on the margins not only of Judaism, but of society generally. Given this setting as the occasion of the writing of the books of the New Testament, we might begin to suggest that the New Testament actually has more to say to us when we find ourselves on the margins than it does when we find ourselves at the center of society. It’s at this point that we cast a glance at the Old Testament and realize that the bulk of it, too, is addressed to a people who finds itself on the margins, not in control of their political situation. We might even look anew at passages concerning the downtrodden, the oppressed, or the outcast and imagine that they might not be talking about someone else, but about us — and without having to spiritualize the message to get there.

The Church & The World in the Decade Ahead is an interesting blog post with familiar thoughts about the church.

Ordination and Authority

The ordination of women dramatically reoriented everyone’s ordinary and probably outworn assumptions about authority. If the move to ordain women signaled an undue idealism on the part of proponents, the women who joined the ranks of the clergy shouldered the task of negotiating authority within congregations. The experience of these women demonstrated that ordination did not confer upon these women the authority of office, or character that could elicit from congregants the same kind of understanding or response that they gave to a male holding the position.

Maria Erling addresses the meaning of ordination in an age of mission in an interesting article that can be found on ELCA’s website (PDF): “Ordination from the Perspective of Mission.

A few Random Thoughts about Priests, Leadership, and Church

When we use the father concept about a priest. What kind of a parent is that? Is it the one that makes his children independent but still invites them to a steak on Sundays?

The creeds that we confess are priestly, focused on sacrifice, structure, and systematic worldview, no room for spirit, peace, or justice (innri samþykktir þjóðkirkjunnar, anyone).

LeBron James does not run Clevaland Cavaliers. However, that does not mean that basketball is secondary on the clubs agenda (or does it?).

Decision making through dialogue, in the presence of a strong charismatic leader has a strong bend towards monarchy.

Missional Economics: From Charity to Justice « A Living Alternative Our Missional Pilgrimage

Third, while charity speaks to the condition of the recipient of the giving, justice speaks to the hearts and lives of everyone involved.  To live justly requires that we look at why there are those who “have” and those who “have not”.  It is this commitment that is at the heart of the Anabaptist commitment to simplicity and contentment.  While justice might be somewhat “popular” in Christian circles these days, I believe it will be this dynamic that will most clearly distinguish the true willingness of our commitment.

via Missional Economics: From Charity to Justice « A Living Alternative Our Missional Pilgrimage.

The Change

Status of Þjóðkirkjan is changing from being “protector of peace (pax Romana)” to “sustainer of inequality”. It seems clear that the thousand y-old idea of “one sidur” is becoming impossible to enforce, and it is inevitable that new rituals and new ways of gathering will come to being. However, the society still has to find alternative ways to ritualize their moments of significance (with or without Þjóðkirkjan).

What’s the problem?

It is not that the church’s theological absolutes are no longer trusted, but that the old modes in which those absolutes have been articulated are increasingly suspect and dysfunctional. That is because our old modes are increasingly regarded as patriarchal, hierarchic, authoritarian, and monlogic.

In some sense I like this thought from Brueggemann from his article Preaching as Reimagination. The problems are two. The church has great issues with separating between theological absolutes and the proper practices it has, and secondly I think theological absolutes are under more public scrutiny than often before.

Skýrsla um trúarlega aðkomu í grunnskólum og leikskólum

Vantrú.is bendir á nýútkomna skýrslu um trúarlega aðkomu í grunn- og leikskólum. Um leið og niðurstöður skýrslunnar eru að mörgu leiti áhugaverðar hlýtur kirkjan að taka til alvarlegrar skoðunar þá mikilvægu niðurstöðu fyrir leikskólann að

Forðast skal aðstæður þar sem börn eru tekin út úr hópnum eða skylduð til að taka þátt í atburðum sem ekki samræmast trúar- eða lífsskoðunum þeirra.

Ég hef reyndar haldið á lofti þeirri skoðun að ekki sé nauðsynlegt að öll börn geti tekið þátt í öllu starfi, fjölbreytni og viðurkenning á henni sé ekki nauðsynlega slæm, en niðurstaða skýrslunnar er önnur.

Það er mikilvægt að kirkjan gangist við niðurstöðu nefndarinnar og bregðist við á þann hátt að greina skýrt á milli starfs á vettvangi frítímans annars vegar og verkefnum á skólatíma hins vegar. Eins þarf kirkjan að endurskoða alla upplýsingagjöf um starf sitt og finna leiðir til að bjóða upp á öflugt starf á vettvangi frítímans til að mæta nýjum aðstæðum.

Hér er um enn eitt skrefið til aðskilnaðar ríkis og kirkju, og mikilvægt að kirkjan líti á þetta sem tækifæri til endurskoðunar á áherslum en ekki sem árás á farsælt samstarf.