Framtíðin

Meðal dagskrárliða á Global Mission Event, var svokallaður Global University, en hann byggði á 80 fræðsluerindum sem hvert var 1 klst, og var flutt tvisvar. Mest var hægt að sitja 6 erindi og reyndi ég eftir mætti að velja fyrirlestra/kynningar/erindi sem tengdust safnaðaruppbyggingu í víðri merkingu þess orðs, en lét vera að hlusta á erindi um starf ELCA á erlendri grundu. Ég reyndar sleppti alfarið kynningunni á Healthy Congregations verkefninu enda orðin sumarstarfsmaður þar, en hins vegar hlustaði ég á umfjöllun um Natural Church Development (NCD), Rekindling, Transformation Ministry og Global Mission Education. Continue reading Framtíðin

Þakkargjörð

Í tíma hjá Dr. Dahill var umræða um kvöldmáltíðarsakramentið og kenningar einhvers um tengingu við sérstakt máltíðarsamfélag gyðinga. Í kjölfarið spruttu upp hugmyndir um útfærslu á samfélagi þar sem brauðið og vínið móta umgjörð um hefðbundna máltíð, sem hæfist á brotningu brauðsins og endaði á því að allir dreyptu á sameiginlegum bikar. Dr. Dahill virtist ekki jafnspennt yfir þessu og sumir aðrir, án þess að hún hafnaði hugmyndinni.
En kannski væri ástæða til að leggjast í Didache og útfæra þetta nánar. Síðan er bara að plata einhvern af ungu prestunum á Íslandi til að taka þátt í þessu í sumar. 🙂

Leikið við Guð

Í fjölskyldunámskeiðinu hérna í Trinity hefur nokkuð verið rætt um hugmyndafræði Godly play. En þeir byggja kennsluhugmyndir sínar á Montessori kennsluhugmyndum. Ég hef ekki kynnt mér málið sjálfur, en á http://www.godlyplay.org.uk/whatisgodlyplay.html er kynning á sumum hugmyndunum. Það sem greip mig er það sem kallað er “parable boxes”, en ég þarf að líta á þetta við tækifæri.

PR-klúður

(Upphaflega birt á halldorelias.blog.is)

Fyrir það fyrsta er mikilvægt að átta sig á því að Prestastefna er valdalaus stofnun í þjóðkirkjunni, alla vega þegar kemur að beinum völdum. Hér er um að ræða fund sem hefur tillögu- og umsagnarrétt um mál er varða kenningu kirkjunnar og helgisiði og annars heyra undir biskup og kirkjuþing. Einungis prestar hafa atkvæðisrétt á Prestastefnu, þannig að hér er um að ræða fagfund fremur en ákvarðanaapparat. Völd kirkjunnar birtast í gerðum Kirkjuþings, þar deila prestar vígðum sætum með djáknum og meirihluti þingmanna eru óvígðir. Þannig að ákvarðanir Prestastefnu eru á engan hátt bindandi og þeir sem sitja hana hafa ekki einu sinni meirihlutavöld þegar kemur að ákvörðunum í kirkjunni. Continue reading PR-klúður

Borgarmyndun

Það er einnig vert skoðunar, hvernig borgarmyndun færir trúarlegan ágreining af félagslegum/menningarlegum stalli, yfir á deilur um kenningar. Það gæti hjálpað til við að útskýra hvers vegna austurkirkjan hefur ekki klofnað á sama hátt og vesturkirkjan gerði. En borgarmyndun vestanmegin á síðmiðöldum, átti sér ekki stað á sama hátt í austri, þar sem meginþorri fólks í austrinu lifði í dreifðari byggðum.

Trúaruppeldi

Það er áhugavert hvernig umræðan hér á annálnum mínum opnar áhugaverðar hliðar á námsbókunum sem ég hef á skrifborðinu. Þannig var áhugavert fyrir mig rétt í þessu að sjá hvernig kirkjan í BNA, “kristnasta landi heims” hefur fært allt helgihald af heimilunum og inn í Guðshúsið (e. the Godbox). Þannig er bænahald einungis reglulegur þáttur í heimilishaldi tæpra 9% hefðbundina mótmælenda, og tölurnar virðast svipaðar fyrir katólikka, kannski rétt aðeins hærri. Kirkjan hefur þannig orðið eini vettvangur trúarlífsins. Continue reading Trúaruppeldi

Óttinn og viðbrögðin við honum

Í tengslum við umræðuna við færsluna Föstulok hafa vaknað upp áhugaverðar umræður um varnarbaráttu kirkjunnar í samtímanum. Ég rakst rétt í þessu á texta eftir frelsunarguðfræðinginn José Comblin, en hann talar um að kirkjan lifi í stöðugri baráttu milli gyðingdóms og heiðingdóms. Hann segir svo:

By calling, it ought to transcend both. But historically, it vacillates between both poles of corruption. In the second and third centuries the chrch reassumed many of the elements of Judaism, and seemed another synagogue. From Constantine onward, the church allowed itself to integrated into the Roman Empire and tended toward paganism. … Since the great Protestant schism and the gradual secularization of Western society, the church has inclined once more toward Judaism, defending itself by taking the shape of a synagogue. It defends itself through its law, its separation from the pagans, its intransigence, its fidelity to the letter and to its tradition.

Ellimerki

Það var hálfkómískt i Helgisiðafræðum hér í Trinity Lutheran Seminary, hvernig besserwisser-fræðin höfðu mismunandi áhrif á fólk. Einhverjum fundust skilaboðin ekki nægilega sterk en öðrum þótti nóg um. Sér í lagi þótti mér skemmtilegt að síðari hópurinn var það fólk sem ég hef náð mestum tengslum við hér í náminu, og e.t.v. ekki undarlegt þar sem einhverjum varð á að tala um þau sem gítarglamrandi sumarbúðafólkið. Þannig er að í námi með mér er nokkur hópur af ungu fólki sem virðist eiga það sameiginlegt að hafa verið í sumarbúðastarfi lengi, vera lágkirkjulegt og fókusera á fræðslu og boðun. Þannig eru allir MALM-nemarnir í skólanum í hópi sumarbúðafólksins (nema ein eldri kona, sem er að mestu í fjarnámi) og eru flest að taka kúrs í Outdoor Ministry á þessu misseri. Kúrs sem var ekki í námskrá en þau fengu einn prófessorinn til að móta með sér. En nóg um það, ég samsama mig með þessum krökkum enda bakgrunnurinn svipaður og ég hélt að hugmyndir okkar um kirkjuna og helgihald væru ekki svo frábrugðnar, en stundum kemur innri maðurinn í ljós.

Eftir að hafa lesið póstinn minn í dag, sá ég mig tilneyddan til að gera alvarlega athugasemd við misnotkun á skrúðanum í íslensku þjóðkirkjunni, við verkefnastjóra helgisiðasviðs þjóðkirkjunnar, og biðja hann um að kanna málið. Ef sumarbúðaliðið í skólanum mínum vissi af því að ég sé að klaga vitlaust framkvæmt helgihald til helgisiðalöggu kirkjunnar þá yrði ég líklega grýttur eða alla vega kastað á varðeld.

Hvort það sé kennsla Dr. Dahill, vígsla mín sem djákni eða einfaldlega aldurinn sem hefur þessi áhrif á mig, er ekki gott að segja. Hins vegar er ljóst að ef ég held þessu áfram, endar með því að svartstakkarnir þurfa að vara sig. Kannski get ég orðið helgisiðaofurhetja – Halldór helgisiðahetja – eða kannski ekki.

Föstulok

Að lokinni upprisuhátíð er við hæfi að snúa til baka eftir bloggföstu. Ekki tókst mér jafnvel til og ég hugðist, en ég skannaði fréttir og bloggfyrirsagnir öðru hvoru á föstunni, þó mér hafi tekist að láta það vera að bregðast við. En ég lét hins vegar vera að skrifa færslur bæði hér og við fréttir á blog.mbl.is. Continue reading Föstulok

Sjálfhverf trúarnálgun

Hin sjálfhverfa trúarnálgun var bara ekki til í veröld Biblíunnar. Hinn trúaði reynir hins vegar að þjálfa sig í tengslunum, reynir að skilja í hverju vilji Guðs með lífi hans eða hennar er fólginn.

Prédikun Sigurðar Árna í dag er líklega ein af þeim allra bestu sem ég hef lesið. Hún er fræðandi, gagnrýnin á samfélagið, hún hefur spámannlegt blik. Sigurður hafi kærar þakkir fyrir.

Fjárhagslegar forsendur

Þegar ég var að borða morgunmatinn minn í morgun fór ég að hugsa um fjárhagslegar afleiðingar þess að sóknargjaldafyrirkomulagið yrði lagt niður fyrir söfnuðina aðallega á höfuðborgarsvæðinu. Hvers vegna veit ég ekki en stundum hugsar maður skrítnar hugsanir. Eins og staðan er nú þá er gjaldið tæpar 9.050 krónur á hvert sóknarbarn 16 ára og eldra, eða rétt rúmar 750 krónur á mánuði. Þetta merkir að söfnuður með 4000 sóknarbörn er að fá um 36 milljónir króna á ári. Af því rennur í dag 5% í rekstur prófastsdæmisins sem heildar. Ljóst er að þessi 5% yrðu slegin af fyrst, alla vega að hluta. Sameiginleg verkefni eins og fermingarnámskeið í Vatnaskógi, flökkusöngvari og ÆSKR myndu hverfa af verkefnaskrá prófasts í Reykjavíkurprófastsdæmunum, hið sama má segja um menntaferðir og menningardaga. Eitthvað af þessu myndi aðeins hverfa tímabundið, annað yrði samstundis fjármagnað innan hvers safnaðar s.s. fermingarnámskeiðin.

Continue reading Fjárhagslegar forsendur

Ég vildi að ég hefði haft rangt fyrir mér

Ég hef nokkrum sinnum skrifað færslur hér á vefnum, sem ég hef séð eftir en líklega er óhætt að segja að fáar hafi verið jafn erfiðar og sú sem innihélt þessar línur.

Þessu heldur hann á lofti á sama tíma og embættið hans er í kæruferli fyrir brot á jafnréttislögum, þar sem karl var tekin fram yfir konu, þrátt fyrir meiri menntun og reynslu konunnar.

Í dag féll dómurinn í Hæstarétti. Ég vildi óska þess að ég hefði haft rangt fyrir mér og þessi færsla væri formleg afsökunarbeiðni, en því miður reyndust orðin í upphaflegu færslunni rétt.