66 milljónir Lúterana skipta máli

Síðustu daga hef ég tekið þátt í Global Mission Event hjá ELCA, en það er umræðuvettvangur, atburður þar sem fjallað er um kristniboð í víðum skilningi og ábyrgð lútersku kirkjunnar á umhverfinu og náunganum.

Í dag fór ég á 1 klst kynningu á starfi Lútherska heimssambandsins, og þá sér í lagi Norður-Ameríku skrifstofunnar sem er staðsett í Chicago. Í upphafi kynningarinnar þurftu áheyrendur að kynna sig og hvaðan þeir kæmu og ég sagðist að sjálfsögðu vera frá Íslandi. Þetta vakti nokkra athygli og þegar fyrirlestrinum lauk kom Priscilla Singh, sem hafði setið aftast á fyrirlestrinum að máli við mig og spurði hvort ég væri virkilega frá Íslandi, hún hefði komið þangað tvívegis og þekkti svolítið af Íslendingum, hún nefndi m.a. Kristínu Tómasdóttur stjórnarmann í LWF, Bernharð Guðmundsson, Auði Eir og síðan einhverja Ásgeirsdóttur, sem ég var að fatta rétt í þessu að er Irma Sjöfn Óskarsdóttir. Ég ákvað að spyrja Priscilla hvar hún ynni og þá kom í ljós að hún vinnur á skrifstofu lúterska heimssambandsins í Department for Mission and Development. Ég tengdi auðvitað samstundis við umræður sem áttu sér stað í Vatnaskógi fyrir nokkrum vikum, og nefndi við hana að ágætur vinur minn hefði verið í viðtali vegna starfs á deildinni. Konan kannaðist við málið og sagði að hún hefði því miður verið á ferðalagi þegar viðtalið var, það væri nefnilega alltaf gaman að hitta Íslendinga. Við spjölluðum síðan saman um hvernig vinnustaður LWF væri og það stöðuga áreiti sem væri á starfsfólki sambandsins. Mér tókst ekki að fá upp úr henni hver væri næsti starfsmaðurinn á deildinni, ég kunni enda ekki við að reyna mikið :-).

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.