Ofvirkinn

Stundum þegar ég velti fyrir mér vinnubrögðum innan kirkjunnar flýgur mér stundum í hug Radíusflugan um Ofvirkjann. Þannig var samþykkt á Kirkjuþingi í október 2005 að stofna launanefnd kirkjunnar sem tæki að sér gerð rammasamninga við stéttarfélög.

Fyrsta lífsmark nefndarinnar opinberlega kom fram á Kirkjuráðsfundi nú í liðnum desember. Lífsmarkið felst í því að leitast við að fá umboð til starfa frá sóknarnefndum. Með þessum vinnuhraða hvenær ætli megi reikna með formlegum samningaviðræðum við einhverja? Nú eða ætli við getum gert ráð fyrir samningum á næstu árum? Það verður spennandi að sjá hvort þessi langa þögn beri vott um vandaða heimavinnu eða eitthvað annað. En auðvitað tekur langan tíma að móta landslag og ekki megum við gleyma meintum orðum katólska biskupsins á Íslandi: Eitt ár er ekki langur tími í eilífðinni.

Ég var beðinn að finna réttan einstakling í nefnd á vegum hins opinbera. Nefnd um úrbætur í launamálum. Þeim er mikið í mun að henni verði ekkert úr verki. (Davíð Þór Jónsson/Radíusfluga)