Kreppa og/eða gerjun

Ég hlustaði á mjög áhugavert fræðsluerindi hjá Kristni Ólasyni fyrir nokkru síðan í Hallgrímskirkju um kreppu í kjölfar herleiðingarinnar. Þar kom fram að kreppur leiða til spurninga um hver við séum í raun. Þannig hafi hrunið í kjölfar herleiðingarinnar leitt til alsherjar uppgjörs í Jerúsalem. Textabrotum fortíðar er raðað saman og þjóðin eignast sameiningartákn í margbrotnum/margræðnum/mótsagnakenndum textum fortíðarinnar. Sjálfsmyndarleitin og þörfin fyrir sameiningartákn kallar um leið á aðgreiningu frá þeim sem tilheyra ekki, standa utan við.

Svipað var upp á teningnum á Íslandi og reyndar í keltneska heiminum í upphafi 19. aldar og ég spyr mig hvort að íslensku fornsögurnar og samantektir Snorra um miðja 13. öld séu af sama meiði. Tilraun til að endurskrifa fortíðina, í von um að rísa upp úr eymd og kreppu.

Hvaða texta skyldi íslenska þjóðin á 21. öld leita í. Ef ætlunin væri að endurheimta sjálfsmynd sína?

Innihald eða umgjörð

Ég segi stundum að umgjörðin sé aðalatriðið, innihaldið sé aukaatriði. Þetta eigi ekki síst við um í þeim störfum sem ég hef sinnt í gegnum tíðina. Ég upplifði þetta sterkt þegar ég og konan skoðuðum leikskóla fyrir dótturina fyrir hartnær 10 árum. Það að leikskólinn hefði stefnu sem trúað var á og unnið eftir af heilindum virtist skila góðu leikskólastarfi, og það virtist ekki skipta öllu máli hver stefnan (innihaldið) var.

Continue reading Innihald eða umgjörð

Framtíð kirkjustarfs

Í október verð ég með nokkur námskeið í Reykjavík um kirkju og kristni undir hatti Vangaveltna um kirkju og kristni. Fyrsta námskeiðið verður um framtíðarsýn í safnaðarstarfi laugardaginn 1. október 2011 kl. 10-17. Á námskeiðinu verður fjallað um markmið og tilgang kirkjustarfs í fortíð, nútíð og framtíð ásamt breytingastjórnun í safnaðarstarfi. Námskeiðið er ætlað leiðtogum í kirkjustarfi, jafnt sóknarnefndarfólki, prestum og djáknum.

Um er að ræða heilsdagsnámskeið og er námskeiðsgjald 20.000 krónur. Öll námskeiðsgögn og léttur hádegiverður eru innifalin í gjaldinu. Hámarksfjöldi þátttakenda er 20. Námskeiðið verður haldið í Grensáskirkju í Reykjavík.

Hægt er að skrá sig á námskeiðið hér.

Nánar um námskeiðið

Markmið

Safnaðarstarf er sem betur fer jafn fjölbreytt og söfnuðir eru margir. Það er þó öllum hollt að staldra við með reglubundnum hætti og leitast við að greina jákvæða og neikvæða þætti í starfinu. Námskeiðið fjallar um aðferðir sem geta hjálpað söfnuðum við að setja í orð hugmyndir um framtíðina og geta hjálpað til við að tala um kvíða og vonbrigði í starfi. Markmiðið er að styðja hvort annað og hjálpa hvort öðru í því sem við gerum nú þegar, ræða saman á gagnrýnin hátt um aðferðirnar sem við notum og spá í framtíðina saman.

Lýsing

Námskeiðið er byggt upp á tveimur megin fyrirlestrum, auk þess sem boðið er upp á umræður og hópavinnu. Námskeiðið í heild er rammað inn með vönduðu helgihaldi.

Sumarbúðirnar í Vatnaskógi

Þessi mynd er ein af uppáhaldsmyndunum mínum úr Vatnaskógi. Mynd af leiðtoga sem hjálpar, styður við drengina sem eru á leið yfir vatnið. Það er samt ekki eitthvað eitt við myndina, það er allt. Sumarbúðirnar í bakgrunni, mismunandi klæðnaður drengjanna, stelling leiðtogans sem hefur sest á hækjur sér til að einfalda drengjunum að styðjast við sig. Kannski ekki síst að leiðtoginn á myndinni var barn í sumarbúðum í Vatnaskógi þegar ég starfaði þar.
Continue reading Sumarbúðirnar í Vatnaskógi

Enn og aftur nokkur orð um tillögur mannréttindaráðs

Nú hefur Mannréttindaráð Reykjavíkur skrifað í þriðja sinn tillögur sínar um aðgengi trú- og lífskoðunarfélaga að skólastarfi. Ég fjallaði um fyrstu tillögurnar hér og tillögu tvö hér. Líkt og áður eru tillögur ráðsins ekki mjög aðgengilegar þannig að mikið af umræðunni er byggt á fullyrðingum um innihaldið sem ekki eru alltaf sannleikanum samkvæmar en haldið á lofti til að skapa andstöðu og sundrung. Það verður að viðurkennast að mér líkar mjög illa við að sjá annars góða einstaklinga sem ég þekki vel nota slíkar aðferðir. Slík vinnubrögð eru ekki sæmandi fólki sem segist starfa í nafni Jesú Krists. Continue reading Enn og aftur nokkur orð um tillögur mannréttindaráðs

Sérfræðivæðing í barna- og æskulýðsstarfi

Fyrir mörgum árum var á stundum leikið leikrit í Vatnaskógi sem var kallað “Sérhæfingin” og fjallaði um Bandaríkjamann á rakarastofu sem útskýrði fyrir rakaranum hversu allt væri frábært í Ameríku því sérhæfingin væri svo mikil. Þannig væru til sumarbúðir sem sérhæfðu sig í knattspyrnu og engu öðru, aðrar sem biðu bara upp á rólur og þar inni sérhæft starfsfólk sem sinnti einungis þessum sérstöku verkefnum. Okkur foringjunum þótti leikritið skemmtilegt vegna þess að við litum á okkur sem fjölfræðinga sem kynnum allt, ég held hins vegar að strákunum hafi ekki þótt leikritið sérlega merkilegt. En hvað um það. Continue reading Sérfræðivæðing í barna- og æskulýðsstarfi

Ábyrgð, völd og Guðsmynd

Einn af fjölmörgum flötum leiðtogafræða sem ég hef skoðað nokkuð er samspil ábyrgðar og valds. Þá sér í lagi innan frjálsra félagasamtaka og á vettvangi kirkjunnar. Bowen Family Systems Theory (BFST) nálgast þetta út frá hugmyndum um “over- and under functioning” meðan að sumir aðrir leggja ofuráherslu á vönduð skipurit og góðar skilgreiningar til að koma í veg fyrir að rof myndist milli ábyrgðar og valds. Continue reading Ábyrgð, völd og Guðsmynd

Söfnuður – sókn – sóknarnefnd

Þjóðkirkjan á Íslandi glímir við margvísleg áhugaverð módel í starfi sínu, sem þarfnast umræðu og vangaveltna. Það er sér í lagi mikilvægt í ljósi yfirvofandi aðskilnaðar ríkis og kirkju. Fyrir nokkrum vikum teiknaði ég eitt af módelunum upp enda þekktur fyrir mikla listræna hæfileika.

Þetta módel er reyndar aðallega bundið við þéttbýlissvæði (lesist höfuðborgarsvæðið) og felst í því að söfnuðurinn sem kemur til kirkjunnar og er virkur í starfinu er ekki nauðsynlega hluti af sókninni. Á sama hátt er ekki óþekkt að einstaklingar í sóknarnefndum hafi litla sem enga tengingu við söfnuðinn, en hafi valist til verkefnisins vegna annarra afreka í lífinu og búsetu í sókninni.

Þetta er eitt af mörgum módelum sem ætlunin er að takast á við og velta upp kostum og göllum á, laugardaginn 1. október í Grensáskirkju á námskeiðinu “Söfnuður/sókn – þá, nú, þegar…

Söfnuður sem heimahöfn

Ég var að glugga í bækur um hlutverk og stöðu kristninnar á fyrstu tveimur öldunum eftir Krist, m.a. í ljósi deilna postulanna í Jerúsalem og Páls. Það er áhugavert að kristni er í upphafi fyrst og fremst borgartrú, þ.e. hún dreifist, vex og dafnar í borgarumhverfi. Lykilleikmenn í útbreiðslunni eru iðnmenntaðir farandverkamenn sem fara úr einni borg í aðra og stunda iðn sína. Gæði samgangna og færanleiki vinnuafls (mobility) í rómverska keisaraveldinu eru auðvitað vel þekktar stærðir. Ekki síður mikilvægt er að þessi færanleiki kallar á þörfina fyrir “fjölskyldu” fjarri blóðfjölskyldunni og skapar kjöraðstæður fyrir safnaðaruppbyggingu og samfélag.  Continue reading Söfnuður sem heimahöfn

Galatabréfið 2. kafli

Kaflinn virðist byrja á lýsingu Páls á Postulafundinum og hvernig hann sættist við lykilmenn í hópi gyðingkristinna um skilning á fagnaðarerindinu. Hann segir þá sammála um að lykilatriðið í boðun kirkjunnar sé að minnast hinna fátæku, sem andsvar við náðargjöf Guðs. Hins vegar má líka vera að hér sé ekki um hinn formlega fund að ræða sem átti sér stað 48 e.Kr. Fullyrðingin um einkafund bendir til þess að hér sé jafnvel um að ræða samtal sem Páll tók þátt í fyrir árið 48 e.Kr.
Continue reading Galatabréfið 2. kafli

Bréf Páls

Lestur Biblíunnar kallar á margskonar vangaveltur eins og ég hef nefnt áður hér á vefnum. Að mörgu leiti eru bréf Páls einföldustu og aðgengilegustu textarnir í ritsafninu. Hér er um að ræða sendibréf frá einstaklingi til einstaklinga eða hópa. Í mörgum tilfellum kemur nafn sendanda og nafn viðtakenda fyrir í bréfinu. Í bréfunum er jafnframt í einhverjum tilfellum tiltekin ástæðan fyrir skrifum viðkomandi bréfs. Tímasetning flestra skrifanna liggur einnig fyrir +/- 10 ár.
Continue reading Bréf Páls

1. Mósebók 41. kafli

Tveimur árum eftir draumaráðningu Jósefs fyrir yfirbyrlarann dregur til tíðinda. Konung Egyptalands, faraó, dreymir draum. Spásagnarmenn faraósins hafa enginn svör þegar kemur að merkingu draumanna og þá skyndilega rifjast upp fyrir byrlaranum, hebreinn ungi sem hafði spáð réttilega um framtíðina. Jósef er sóttur, klæddur upp og klipptur. Continue reading 1. Mósebók 41. kafli

1. Mósebók 14. kafli

Við lesum hér um átök milli mismunandi ættflokka við botn Miðjarðarhafs. Við lærum að borgirnar Sódóma og Gómorra hafi verið rændar og íbúar hnepptir í þrældóm, m.a. Lot frændi Abram. Þegar Abram heyrir tíðindin safnar hann liði og ræðst að sigurvegurunum að næturþeli, bjargar Lot og endurheimtir eigur fólksins (konungana sem töpuðu orustunni í upphafi). Continue reading 1. Mósebók 14. kafli