Galatabréfið 2. kafli

Kaflinn virðist byrja á lýsingu Páls á Postulafundinum og hvernig hann sættist við lykilmenn í hópi gyðingkristinna um skilning á fagnaðarerindinu. Hann segir þá sammála um að lykilatriðið í boðun kirkjunnar sé að minnast hinna fátæku, sem andsvar við náðargjöf Guðs. Hins vegar má líka vera að hér sé ekki um hinn formlega fund að ræða sem átti sér stað 48 e.Kr. Fullyrðingin um einkafund bendir til þess að hér sé jafnvel um að ræða samtal sem Páll tók þátt í fyrir árið 48 e.Kr.

Alla vega gefur seinni hlutinn til kynna að deilurnar um hlýðni við gyðinglegar hefðir sé enn til staðar. Páll gagnrýnir Kefas (Pétur) fyrir að reyna að fara bil beggja, reyna að fylgja gyðinglegum hefðum til að styggja ekki íhaldsamari arm kirkjunnar (Jerúsalemkirkju Jakobs) en með hegðun sinni meini Pétur heiðingjum aðgang að náð Guðs gegn betri vitund.

Það er svo sem ekki óþekkt í kirkjunni enn þann dag í dag, að leiðtogar taki afstöðu gegn náð Guðs til að styggja ekki þá sem íhaldsamari eru.

Páll kærir sig hins vegar ekki um svona miðjumoð. Í huga hans er staðan ljós.

Ef réttlæting fæst fyrir lögmál þá hefur Kristur dáið til einskis.