After I finished my STM thesis I have from time to time considered whether or not I should attempt to take a PhD in Theology from University of Iceland. For a while I have been looking into Christian Churches in places of privilege and the complicated tension between Christian theology and violence. Continue reading Being in a Place of Privilege
Author: Halldór Guðmundsson
Relief Reminder
It happens in every disaster: People want to help, but they often donate things that turn out to be more of a burden. Disaster aid groups are trying to figure out a better way to channel these good intentions.
From: Thanks, But No Thanks: When Post-Disaster Donations Overwhelm
From an Interview with Marcus Borg
He was executed because he had become a radical critic of the way that world was put together and he was beginning to attract a following. To be very blunt, it’s difficult for me to imagine how anybody who has seen what the Bible and Jesus are about could vote for policies that actually maintain or increase the wealth of those at the top in our day.
I came across an interesting interview with Marcus Borg. Even though I might agree to all his theological conclusions. He is without a doubt worth reading.
Um innri og ytri hvata til lesturs – Smápæling
Ég var af einhverjum ástæðum að velta fyrir mér lestri drengja og meintum hrakandi lesskilningi þeirra. Ef við gefum okkur að niðurstöður kannanna séu réttar og samanburður við eldri kannanir marktækur og lesskilningur fari versnandi, sér í lagi hjá drengjum, þá kallar það auðvitað á margskonar spurningar og vangaveltur. Tölvur og tölvuleikir eru nefndir til sögunnar, sem er hálfkómískt, enda kallar tölvuleikjaspil á lesskilning og áliktunarhæfni. Aukning nemenda í hverjum bekk með greiningar sem gerir kennurum erfitt fyrir hef ég heyrt nefnt, en fákunnandi ég hefði talið að aukning greininga yki ekki vandann heldur einfaldlega skilgreindi hann.
Continue reading Um innri og ytri hvata til lesturs – Smápæling
Trúvending – Yfir á beinu brautina
Rannsókn Kristjáns Þórs Sigurðssonar á Íslendingum sem hafa tekið islam inniheldur áhugaverða umfjöllun um mótun trúarafstöðu.
Þegar einstaklingar trúvenda til íslam er það oftast á tvenna vegu. Í fyrsta lagi á andlegum, tilfinningalegum forsendum þar sem guðleg nálgun og trúarlegar tilfinningar eru mikilvægustu viðmiðin og svo þar sem nálgunin er rökræn, vitsmunaleg og jafnvel vísindaleg og þar sem reglur (halal/haram) og ritúöl skipta megin máli (394). reglur (halal/haram) og ritúöl skipta megin máli (394). Það má miða þessar tvær nálganir við tvær stefnur innan íslam, sem eru sufi (siðferðilegt íslam – ,,með hjartanu”) og salafi (hreintrúarstefna – bókstafleg) og er algengt að trúvendingar sveiflist í byrjun á milli þessara póla. Continue reading Trúvending – Yfir á beinu brautina
Loved by God – The Story According to Alex Hoops
Alex Hoops was in Jacmel, Haiti when an earthquake shook the country in January 2010. His sermon on Maundy Thursday, April 5, 2012 addressed his experience.
Kólussubréfið 4. kafli
Segið Arkipussi: „Gætið þjónustunnar, sem Drottinn fól þér, og ræktu hana vel.“
Kólussubréfið endar á beiðni um fyrirbæn og upptalningu á leiðtogum í kristna samfélaginu. Onesímus er m.a. talinn up, en talað er um hann sem þræl Fílemons í samnefndu bréfi. Þá er nefndur Markús, frændi Barnabasar og ýmsir fleiri góðir. Lagt er til að bréfið verði einnig lesið í söfnuðinum í Laódíkeu og nefnt að e.t.v. sé ástæða fyrir söfnuðinn í Kólussu, að hlusta á bréfið til Laódíkeu. Continue reading Kólussubréfið 4. kafli
Kólussubréfið 3. kafli
Að segja skilið við hið jarðbundna er ekki forsenda lífs okkar í Kristi, heldur afleiðing þess að eiga trúna á Krist.
Íklæðist því eins og Guðs útvalin, heilög og elskuð börn hjartagróinni meðaumkun, góðvild, auðmýkt, hógværð og langlyndi. Umberið hvert annað og fyrirgefið hvert öðru ef einhver hefur sök á hendur öðrum. … Continue reading Kólussubréfið 3. kafli
Kólussubréfið 2. kafli
Gætið þess að láta engan hertaka ykkur með marklausu, villandi spekitali sem byggist á mannasetningum og er komið frá heimsvættunum en ekki frá Kristi. Í manninum Jesú býr öll fylling guðdómsins og þið hafið öðlast hlutdeild í fullkomnun hans sem er höfuð hvers kyns tignar og valds. Continue reading Kólussubréfið 2. kafli
Kólussubréfið 1. kafli
Kólussubréfið er oftast nær talið skrifað af Páli meðan hann sat í fangelsi. Þó hafa komið fram hugmyndir um að áhersla bréfsins á Jesú Krist sem frumburð sköpunarinnar og forsendu alls sem er, rými ekki endilega að fullu við guðfræðiáherslur Páls í þeim bréfum sem talin eru án vafa skrifuð af honum. Þannig telja sumir að bréfinu sé ætlað að gagnrýna gnósisma sem náði ekki fótfestu fyrr en á annarri öld og því sé ómögulegt að Páll sé höfundurinn. Hitt er þó vert að nefna að Kólussuborg, varð jarðskjálfta að bráð 61 e.Kr. og alls ekki víst að borgin hafi verið í byggð á annarri öld.
Jesaja 66. kafli
Sögu Ísraelsþjóðarinnar er hér í lokakaflanum líkt við fæðingarhríðir. Ísraelsþjóðin mun fæða af sér réttlæti fyrir allar þjóðir.
Eins og móðir huggar barn sitt,
eins mun ég hugga yður,
í Jerúsalem verðið þér huggaðir. Continue reading Jesaja 66. kafli
Jesaja 65. kafli
Það var óljóst hver ég var í 63. kaflanum, en hér er það alveg skýrt. Það er Guð sem talar hér, Guð sem birtist mönnum ítrekað.
Ég sagði: „Hér er ég, hér er ég,“
við þjóð sem ákallaði ekki nafn mitt. Continue reading Jesaja 65. kafli
Jesaja 64. kafli
Ef allir gætu bara séð verk Guðs, ekki bara þeir sem trúa á hann, þá væri allt betra. Continue reading Jesaja 64. kafli
Jesaja 63. kafli
Lesturinn hefst á því sem oftast er talið samtal spámannsins og Guðs, þar sem spámaðurinn varpar fram spurningum og Guð svarar. Hins vegar má eins vera að ég samtalsins sé Ísraelsþjóðin sem hefur hjálpræðið og hefur mátt þola mótlæti og þurft að standa hjálparlaus. Continue reading Jesaja 63. kafli
Jesaja 62. kafli
Áhersla þriðja Jesaja á útvíkkað hlutverk Ísraelsþjóðarinnar er áhugaverð. Í stað þess að Ísraelsþjóðin sé viðfang elsku Guðs, þá hefur hún fengið hlutverk sem fyrirmynd meðal þjóða. Boðberi endurlausnarinnar fyrir allar þjóðir. Continue reading Jesaja 62. kafli
Jesaja 61. kafli
Andi Drottins er yfir mér
því að Drottinn hefur smurt mig.
Hann hefur sent mig til að flytja fátækum gleðilegan boðskap,
til að græða þá sem hafa sundurmarin hjörtu,
boða föngum lausn
og fjötruðum frelsi,… Continue reading Jesaja 61. kafli
Jesaja 60. kafli
Vonin birtist á ný í Spádómsbók Jesaja. Þrátt fyrir allt, þá mun Ísraelsþjóðin verða miðpunktur alheimsins. Gullið og reykelsin sem berast frá fjarlægum löndum munu verða tákn um nýja tíma. Vegsemd Ísraelsþjóðarinnar mun felst í virðingu og velsæld. Continue reading Jesaja 60. kafli
Jesaja 59. kafli
Upptalning þriðja Jesaja á óréttlætinu sem mótar líf okkar er kunnugleg. Continue reading Jesaja 59. kafli
Jesaja 58. kafli
Þriðji Jesaja kallar þjóðina til iðrunar. Óréttlætið sem ræður ríkjum er andstætt vilja Guðs. Helgihald og fasta eru marklaus ef ekki fylgir réttlæti. Continue reading Jesaja 58. kafli
Jesaja 57. kafli
Nú er vonin farin veg allrar veraldar. Textinn í köflum 56-66 er oft talinn verk þriðja Jesaja. Ísraelsþjóðin er komin heim til fyrirheitna landsins og vonir annars Jesaja hafa ekki enn ræst. Vissulega er hugmyndin um bænahús fyrir allar þjóðir til staðar í fyrri hluta 56. kaflans, en síðan tekur við bölmóður vegna spillingar trúarleiðtoganna og það heldur áfram hér. Continue reading Jesaja 57. kafli