Jesaja 64. kafli

Ef allir gætu bara séð verk Guðs, ekki bara þeir sem trúa á hann, þá væri allt betra.Það virðist reyndar að í tíð þessara skrifa sé Guð að mestu hulinn, enda enginn sem ákallar nafn Drottins, nema spámaðurinn sem skrifar. Guði er næstum lýst eins og veröldinni í Sögunni Endalausu eftir Michael Ende, ef við látum okkur Guð að engu varða, þá verður skaparinn „ekkert-inu“ að bráð.

Það er samt skilningur spámannsins að gleymskan sé fyrst og fremst að undirlagi Guðs, það sé Guð sem haldi sig fjarri.

Ætlar þú samt að vera oss fjarri,
vera hljóður og hegna oss takmarkalaust?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.