Kólussubréfið 2. kafli

Gætið þess að láta engan hertaka ykkur með marklausu, villandi spekitali sem byggist á mannasetningum og er komið frá heimsvættunum en ekki frá Kristi. Í manninum Jesú býr öll fylling guðdómsins og þið hafið öðlast hlutdeild í fullkomnun hans sem er höfuð hvers kyns tignar og valds.

Það er áhugavert að lesa þennan texta og rifja upp kenningar sem ég hef séð um stigskipta tjaldbúð, þroskastig hina kristnu og þörf sumra trúarhópa fyrir að stigskipta trú okkar á Krist. Það er ekki síður dæmandi þegar Páll gagnrýnir þá

sem stæra sig af auðmýkt sinni og engladýrkun og státa af sýnum sínum. Þeir hrokast upp af engu í sjálfshyggju.

Dauði og upprisa Krists er fullnægjandi okkur til lífs, allt annað eru mannaboðorð og mannasetningar.

En gildi hefur það ekkert, fullnægir aðeins eigin hvötum.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.