Jeremía 36. kafli

Jeremía kallaði nú Barúk Neríason til starfa sem ritara sinn. Barúk skráði samviskusamlega spádóma Jeremía. Barúk fór síðan fyrir hönd Jeremía og las fyrir söfnuðinn það sem skráð hafði verið. Jeremía hélt sig hins vegar til hlés, enda virtist hann ekki lengur velkominn í musterið. Continue reading Jeremía 36. kafli

Moral Man and Immoral Society

Fyrir um 18 árum tók ég saman stutt yfirlit á íslensku um bók Reinhold Niebuhr, Moral Man and Immoral Society. Í umfjöllun minni skoðaði ég sérstaklega hugmyndir í 5. kaflanum um viðhorf forréttindastétta. Þá skoðaði ég siðferðishugmyndir Neibuhr í ljósi þess sem ég kalla skylduboðasiðfræði, afleiðingasiðfræði og einkasiðfræði.

Um Reinhold Neibuhr

Reinhold Neibuhr fæddist í smábæ í Missouri ríki í Bandaríkjunum 1892, þar sem faðir hans var þjónandi prestur. Hann stundaði nám í Elmhurst College í Illinois, Eden Theological Seminary í Missouri og tók síðan masterspróf frá Guðfræðideild Yale háskóla 1915. Continue reading Moral Man and Immoral Society

Viðhorf forréttindastétta

Fyrir nokkuð mörgum árum þýddi ég nokkra valda hluta út 5. kafla bókarinnar Moral Man and Immoral Society eftir Reinhold Niebuhr. Ég þarf væntanlega að fara að skoða það rit aftur á næstu vikum og mánuðum.

Efnahags- og þjóðfélagsstéttir innan ríkis búa ekki yfir eða hafa ekki búið yfir völdum, innri samloðun eða jafn skýrt markaða stöðu og þjóðir. Því er mun erfiðara og ónákvæmara að tala um orð og athafnir stétta en þjóða.  Continue reading Viðhorf forréttindastétta

Almennu kristilegu mótin

Fyrir nærri 20 árum tók ég saman texta um Almennu kristilegu mótin sem haldin voru í Hraungerði, á Akranesi, á Brautarhóli í Svarfaðardal og síðar í Vatnaskógi.

Árið 1938 var haldið fyrsta almenna kristilega mótið, í Hraungerði í Flóa. Almennu mótin eins og þau voru kölluð urðu að árlegum viðburði í íslensku kristnilífi fram undir lok síðustu aldar og voru lengst af haldin í sumarbúðum KFUM í Vatnaskógi. Continue reading Almennu kristilegu mótin

The Ultimate “Adiaphora” – The Words of Worship

In my theology studies, one of the strangest things I did was a dictionary study for worship. I came across the list (at least part of it) yesterday and decided to put it out here. Continue reading The Ultimate “Adiaphora” – The Words of Worship

Vef-sabbatical (Web-sabbatical)

Nú mun ég enn á ný fara í tímabundið vef-sabbatical frá 9. desember 2012-10. janúar 2013. Vefnotkun er mikilvægur þáttur í lífi mínu og ekki síst í þeim fjölskylduaðstæðum sem fjölskylda mín býr við nú um stundir. Hins vegar er líka hollt að skipta um sjónarhorn og það hyggst ég gera næstu 32 daga. Continue reading Vef-sabbatical (Web-sabbatical)

Jeremía 33. kafli

Þar sem Jeremía situr fanginn í hallagarðinum, boðar hann endurreisn og nýtt upphaf Davíðsættar.

Á þeim dögum og þeim tíma mun ég láta réttlátan kvist vaxa af ætt Davíðs. Hann mun framfylgja rétti og réttlæti í landinu. Á þeim dögum mun Júda bjargað og Jerúsalem verða óhult. Þetta nafn verður henni gefið: Drottinn er réttlæti vort. Continue reading Jeremía 33. kafli

Að eiga umhyggju Jesú gagnvart hinum þurfandi

– Ræða á samkomu KFUM og KFUK í Reykjavík sunnudaginn 11. nóvember 2012 kl. 20:00.

Jesús fór nú um allar borgir og þorp og kenndi í samkundum þeirra. Hann flutti fagnaðarerindið um ríkið og læknaði hvers kyns sjúkdóm og veikindi. En er Jesús sá mannfjöldann kenndi hann í brjósti um hann því menn voru hrjáðir og umkomulausir eins og sauðir er engan hirði hafa. Þá sagði hann við lærisveina sína: „Uppskeran er mikil en verkamenn fáir. Biðjið því Drottin uppskerunnar að senda verkamenn til uppskeru sinnar.“ (Mt 9.35-38)

Það kom símtal í vinnuna mína á föstudaginn. Það koma reyndar mörg símtöl í vinnuna mína á hverjum degi, en þetta símtal var svolítið áhugavert. Í símanum var óánægður einstaklingur, fannst eins og KFUM og KFUK hefði brugðist og sinnti ekki hlutverki sínu nægilega vel. Continue reading Að eiga umhyggju Jesú gagnvart hinum þurfandi

Að sigra eða skilja

Ég skrifa stundum hjá mér smápælingar sem ég hyggst síðan gera meira með seinna. Oftar en ekki liggur minnismiðinn á einhverju af smáforritunum, s.s. Evernote eða Wunderlist, þangað til ég kemst að því að þetta sé ekki merkileg pæling og hendi henni, nú eða þá að ég formi pælinguna í bloggfærslu sem ég get þá nálgast síðar.

Þannig sat ég á fyrirlestri á menntavísindasviði Háskóla Íslands fyrir rétt um ári síðan þar sem gestaprófessor talaði um muninn á mjúkri og harðri útiveru. Ég velti fyrir mér í því samhengi hvers konar útivera væri til staðar t.d. í sumarbúðastarfi KFUM og KFUK, hvort það væri einhvers konar þróun í gangi, en prófessorinn gaf til kynna að í sínu umhverfi væri kallað eftir meiri áherslu á mjúka útiveru. Continue reading Að sigra eða skilja

Jeremía 32. kafli

Þegar hér er komið sögu eru nærri 10 ár liðin frá herleiðingunni 597 f. Krist. Á ný situr Babýlóníuher um Jerúsalem. Jeremía er haldið föngnum í hallargarðinum. Að þessu sinni eru spádómar og hegðun Jeremía óljósari en áður. Á sama tíma og hann fjárfestir í landi í Júdeu, þá spáir hann fyrir um hrun Jerúsalem og algjöra eyðileggingu. En vonin er ekki langt undan.

Svo segir Drottinn: Eins og ég sendi þjóðinni þetta mikla böl sendi ég henni allt hið góða sem ég hét henni. Aftur verða jarðir keyptar og seldar í þessu landi sem þér segið um: Það er eyðimörk án fólks og fénaðar, seld Kaldeum í hendur. Akrar verða aftur keyptir fyrir fé, kaupsamningar gerðir, innsiglaðir og vottfestir…

Jeremía 31. kafli

Þannig er sátmálinn sem ég mun gera við Ísraelsmenn þegar þessir dagar eru liðnir, segir Drottinn: Ég legg lögmál mitt þeim í brjóst og rita það á hjörtu þeirra. Ég verð Guð þeirra og þeir verða lýður minn. Enginn mun framar þurfa að kenna landa sínum og bróður og segja: Þekkið Drottin. Allir munu þekkja mig, bæði stórir og smáir, segir Drottinn. Ég mun fyrirgefa þeim sekt þeirra og minnist ekki framar syndar þeirra.

Framtíðarsýn Jeremía felst í endurkomu þjóðar Guðs til borgar Drottins. Fyrirheitna landið mun að lokum standa undir nafni. Þegar ég les lýsingarnar rifjast upp nálgun mín á kvikmyndinni Munich sem ég skrifaði fyrir margt löngu. Framtíð Jeremía hefur ekki ræst í huga allra.

Jeremía 30. kafli

Ég mun seint kalla sjálfan mig sérfræðing í sálgæslu, þrátt fyrir að hafa tekið háskólakúrsa á því sviði í tveimur löndum og setið ógrynni af hvers kyns námskeiðum. Þess vegna tek ég því fagnandi þegar fyrirlesarar koma með einfaldar nálganir á samskipti, sorg og endurreisn. Nálganir sem ég get skilið. Continue reading Jeremía 30. kafli

Jeremía 29. kafli

Því ég þekki sjálfur þær fyrirætlanir sem ég hef í hyggju með yður, segir Drottinn, fyrirætlanir til heilla en ekki til óhamingju, að veita yður vonaríka framtíð.

Uppáhaldsversið mitt er í þessum kafla. Áherslan á vonina, horfa fram á veginn. En ég held ég hafi aldrei náð samhenginu að fullu fyrr en nú. Jeremía skrifar þessi orð til fólksins í útlegðinni í Babýlon. Hann kallar þau til að lifa í dreifingunni, hann segir þeim:

Reisið hús og búið í þeim. Gróðursetjið garða og neytið ávaxta þeirra. Takið yður konur og getið syni og dætur. … Vinnið að hagsæld þeirrar borgar sem ég gerði yður útlæga til.

Við eigum að takast á við þær aðstæður sem eru óumflýjanlegar, horfast í augu við að framtíðin og vonin felast stundum í því að gera það sem við getum til að aðlagast umhverfinu sem við erum sett í, með eða án okkar vilja.

Hvatning Jeremía um að sætta sig við útlegðina og horfa fram á veginn, en festast ekki í beiskju og fortíðardraumum, er ekki mætt af skilningi hjá öllum. Spádómur Jeremía um að útlegðin standi í meira en mannsaldur er óásættanlegur, en Jeremía stendur fastur og boðar það sem hann telur sig kallaðan til af Guði.

Jeremía 28. kafli

Jeremía leggur áherslu á í samskiptum sínum við Hananja spámann að vonandi sé svartsýni sín byggð á mistúlkun sinni á orðum Drottins, en …

Hvort spámaður, sem boðar heill, er í raun sendur af Drottni sannast af því að orð hans rætast.

Hananja kallar eftir óraunhæfri framtíðarsýn, hann boðar að allt verði gott, allt verði eins og áður. Innan árs er Hananja hins vegar látinn, og loforðin láta lítið á sér kræla.