Jeremía 30. kafli

Ég mun seint kalla sjálfan mig sérfræðing í sálgæslu, þrátt fyrir að hafa tekið háskólakúrsa á því sviði í tveimur löndum og setið ógrynni af hvers kyns námskeiðum. Þess vegna tek ég því fagnandi þegar fyrirlesarar koma með einfaldar nálganir á samskipti, sorg og endurreisn. Nálganir sem ég get skilið.

Ein slík nálgun bendir á muninn á sári annars vegar og öri hins vegar. Að hafa opið sár er óheppilegt ástand. Það er hætta á sýkingu og sársauka sem tengist opnu sári. Þegar sárið er hins vegar gróið, þá situr örið eftir sem minning um sársaukann. Hættan á sýkingu er ekki lengur til staðar, nema að við rífum örið upp (sem svo sem gerist fyrir sum okkar).

Vonin í 30. kafla Jeremía, er ekki von um lítalausa húð, örið mun standa, sögunni verður ekki breytt.

Ég mun græða þig,
lækna sár þín,
segir Drottinn, …

Þrátt fyrir hremmingarnar sem þjóðin gekk í gegnum, þrátt fyrir eymdina og erfiðleikana þá boðar Jeremía:

Já, ég er með þér, segir Drottinn,
til að bjarga þér…

Þér verðið mín þjóð
og ég verð ykkar Guð.

Ég nefni á ný, að Jeremía sér Guð að verki í öllum hlutum, þeim góðu og þeim slæmu. Líkt og við sjáum í Jobsbók þá þykist Jeremía ekki skilja ráð Guðs, fyrirætlanir hjarta Guðs. En hann treystir því að:

Síðar munuð þér skilja það.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.