Jeremía 33. kafli

Þar sem Jeremía situr fanginn í hallagarðinum, boðar hann endurreisn og nýtt upphaf Davíðsættar.

Á þeim dögum og þeim tíma mun ég láta réttlátan kvist vaxa af ætt Davíðs. Hann mun framfylgja rétti og réttlæti í landinu. Á þeim dögum mun Júda bjargað og Jerúsalem verða óhult. Þetta nafn verður henni gefið: Drottinn er réttlæti vort.

Í hugum kristinna manna endurspeglast spádómur Jeremía í upphafsköflum Lúkasarguðspjalls og þeirri áherslu Lúkasar í skrifum sínum til Theophilusar að Jesús hafi verið af ætt og kyni Davíðs.

Spádómur Jeremía er fullur af von um betri tíð, þar sem Drottinn tekur frumkvæðið. Það er Guð sem er gerandinn í sambandinu.

Ég [Guð] hreinsa þá af allri þeirra sekt sem þeir hafa bakað sér með að syndga gegn mér. Ég fyrirgef þeim allar syndir þeirra gegn mér, sem þeir hafa drýgt með því að rísa gegn mér. …

Spádómur Jeremía kallar okkur fyrst og fremst til að lifa í þakklæti til Skaparans, gerandans eina.

„Þakkið Drottni hersveitanna því að hann er góður, því að miskunn hans varir að eilífu.“

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.