Samræming á orði og verki

Undanfarnar vikur og mánuði hef ég skoðað ítarlega margvíslega þætti Facebook-notkunar sér í lagi hjá börnum og unglingum. Einn vinkillinn sem ég hef velt fyrir mér er samskipti og samspil leiðtoga í félagsstarfi og þátttakenda í starfinu. Þetta er sér í lagi áhugavert hvað mig varðar persónulega þegar um er að ræða aðstoðarleiðtoga eða ungleiðtoga á aldrinum 15-18 ára, sem hafa margvíslegar skyldur og einhverja ábyrgð en eru um leið börn skv. lögum. Continue reading Samræming á orði og verki

Hamfarir, reiði, hatur og náð

Flutt á fundi AD KFUM fimmtudaginn 20. október. Fundarefni á fundinum var frásögn af “Hamförunum á Haiti.”

Mig langar að vera tillitssamur, réttsýnn, bjartsýnn, almennilegur, hreinskiptinn, einlægur og ekta. Ég heyrði í vikunni prófessor kvarta undan fjórða boðorðinu á málþingi í Háskólanum, hlustaði á kollega minn í kirkjunni kvarta undan hvað það sé flókið að boða náð Guðs og hlustaði á meðvitaðar vinkonur fordæma syndaskilning kristninnar fyrir að brjóta niður sjálfsmynd ungra stúlkna.

Continue reading Hamfarir, reiði, hatur og náð

Heiður, hefnd og sæmd

Ég sat í Laugarársbíó á laugardagskvöld og velti fyrir mér hvort að þjóðgildi þjóðfundarins í Laugardalshöll fyrir tveimur árum hefðu e.t.v. verið blekking. Þar sem ég horfði á Borgríki, sá heiftina, reiðina og hefndina, þar sem ég horfði á menn leggja allt í sölurnar fyrir heiður og sæmd. Þá hugsaði ég samtímis um Gísla með innyflin úti og öskureiða eggjakastara á Austurvelli. Continue reading Heiður, hefnd og sæmd

Samþykkt dagsins

Ég hef nokkrum sinnum skrifað um tillögur mannréttindaráðs Reykjavíkur um trú og skóla. Nú hafa tillögurnar í endanlegri mynd verið samþykktar á vetvangi Borgarstjórnar, en samþykktina er hægt að finna á vef Reykjavíkurborgar.

Ég tala ekki fyrir aðra en sjálfan mig (sjá fyrirvara hér til hliðar) þegar ég segi að þessi endanlega útfærsla samþykktarinnar er gleðileg. Vissulega er þar ekki allt eftir mínu höfði, enda er ég ekki viss um að heimurinn væri endilega betri ef ég væri alvaldur, nema auðvitað fyrir sjálfan mig.

En hvað um það. Nú hafa tillögurnar verið samþykktar og óvissunni um hvað má og hvað ekki í skólum Reykjavíkur hefur verið eytt. Framhaldið liggur í höndum okkar sem störfum í kristilegu starfi innan og utan kirkju að aðlaga starf okkar að nýjum aðstæðum og hætta skotgrafahernaðinum.

Mótsstaður Guðs og manneskja

Hugvekja/prédikun flutt í Langholtskirkju á kirkjudegi safnaðarins, 14. sunnudegi eftir Trinitatis, 25. september 2011. Notast var við A-textaröð (Slm 146, Gal 5.16-24 og Lk 17.11-19).

Ég var á Heilsudögum karla í Vatnaskógi, sumarbúðum KFUM og KFUK fyrir réttri viku. Heilsudagar marka lok sumarstarfsins í Vatnaskógi en þá mæta yfirleitt um 50 karlar á aldrinum 17-99 ára í skóginn, taka til hendinni í hvers kyns verkefnum og njóta samveru hver með öðrum. Continue reading Mótsstaður Guðs og manneskja

Fast Five

Freedom without responsibility, is not a real freedom. To be free does not take away our responsibility for each other. The message is clear in the movie about the Fast Folks. We are responsible for our own kin, our people, our family. We are called to care for the community we belong to, are part of. Continue reading Fast Five

Rising Restrictions on Religion

“Rising Restrictions on Religion,” a recent report by the Pew Research Center’s Forum on Religion & Public Life, finds that restrictions on religious beliefs and practices rose between mid-2006 and mid-2009 in 23 of the world’s 198 countries 12%, decreased in 12 countries 6% and remained essentially unchanged in 163 countries 82%.

via Rising Restrictions on Religion – The Pew Charitable Trusts. (via Arni Svanur)

Enn og aftur nokkur orð um tillögur mannréttindaráðs

Nú hefur Mannréttindaráð Reykjavíkur skrifað í þriðja sinn tillögur sínar um aðgengi trú- og lífskoðunarfélaga að skólastarfi. Ég fjallaði um fyrstu tillögurnar hér og tillögu tvö hér. Líkt og áður eru tillögur ráðsins ekki mjög aðgengilegar þannig að mikið af umræðunni er byggt á fullyrðingum um innihaldið sem ekki eru alltaf sannleikanum samkvæmar en haldið á lofti til að skapa andstöðu og sundrung. Það verður að viðurkennast að mér líkar mjög illa við að sjá annars góða einstaklinga sem ég þekki vel nota slíkar aðferðir. Slík vinnubrögð eru ekki sæmandi fólki sem segist starfa í nafni Jesú Krists. Continue reading Enn og aftur nokkur orð um tillögur mannréttindaráðs

Þróun Vantrúarhópsins

… frekar vil ég búa í samfélagi með umburðarlyndum trúmönnum (já þeir eru til) heldur en fordómafullum trúleysingjum. #

Ég hef fylgst með trúmálaumræðu á vefnum í ríflega 11 ár. Á þeim tíma hef ég meðal annars fylgst með þróun vantrúarumræðunnar sem leiddi meðal annars til vantrúarvefsins og stofnunar félagsskapar að mestu í kringum hann. Nýlega skrifaði ég minnismiða þar sem ég velti fyrir mér þróun hópsins m.a. í ljósi umræðna sem urðu á vefnum í tengslum við hið árlega páskabingó. Continue reading Þróun Vantrúarhópsins

Community Writing

When studying Biblical texts, one of the obstacles I constantly have to deal with is the notion that an indicated author is not neccesary the author in a modern understanding of the word. We don’t know if it was Mark that wrote Mark, and if it was there are probably some add-ons that are not his or hers. For some this sounds like we are dealing with fraud or forgery, someone claiming to be something that he is not. The reality is more complicated than that though.
Continue reading Community Writing

1. Mósebók 38. kafli

Þessi kafli brýtur upp söguna af Jósef og beinir sjónum okkar annað. Júda, sonur Jakobs og Leu, flytur burtu frá bræðrum sínum og giftist inn í kanverska fjölskyldu. Elsti sonur Júda deyr ungur stuttu eftir að hafa gengið að eiga konu að nafni Tamar og segir frásagan að ástæða andlátsins hafi verið að hann hafi vakið andúð Drottins (Jahve). Continue reading 1. Mósebók 38. kafli

Kirkja Guðs

I have seen God’s church doing great work in the worst of situations and I have seen the church at its worst in the best of situations, working for self-serving purposes. I have dealt with my childish image of God, both in the academic setting and when confronted by people with experiences I could never imagine having my self.

Meðan ég var í námi við Trinity Lutheran Seminary var ég ásamt öðrum erlendum stúdentum við skólann beðin um að ávarpa Board of Directors við skólann með þönkum mínum um dvöl mína þar. Hægt er að sjá innleggið mitt á vefsíðu skólans: Trinity Lutheran Seminary – Halldór Elías Guðmundsson.

Samfélagsleg ábyrgð (þankar í mótun)

Ein af grunnstoðum nýfrjálshyggjunnar var/er andlát samfélagsins. Um það eru orð Margaret Thatcher: “There is no such thing as society: there are individual men and women, and there are families” kannski skýrasta dæmið. Án samfélags er engin ábyrgð á öðrum en þér sjálfum og þínum nánustu. Fréttin um slökkvilið smábæjar í Tennessee sem fór eins og eldur um sinu um miðríkin í BNA síðasta haust er dæmi um sigur nýfrjálshyggjunnar á samfélaginu. Nú og svo má nefna árásirnar á stéttarfélög í Wisconsin og Ohio nú á síðustu mánuðum. Continue reading Samfélagsleg ábyrgð (þankar í mótun)

1. Mósebók 9. kafli

Kaflinn byrjar á stefi sem við höfum séð fyrr. Flóðið markar nýtt upphaf. Ritstjórar 1. Mósebókar endurtaka blessun Guðs úr 1. kaflanum. “Verið frjósamir, fjölgið ykkur og fyllið jörðina.” Það er reyndar áhugavert að hér í 9. kaflanum er blessunin í karlkyni en hvorugkyni í 1. kaflanum (alla vega í íslensku þýðingunni frá 2007). Continue reading 1. Mósebók 9. kafli

Skapaði Guð illgresið?

Innlegg á KSS fundi 2004. Textinn hefur verið lítillega lagfærður með tilliti til málfars og þroska.

Drottinn Guð kallaði á manninn og sagði við hann: Hvar ertu?
Hann svaraði: Ég heyrði til þín í aldingarðinum og varð hræddur, af því að ég er nakinn, og ég faldi mig.
En Guð mælti: Hver hefir sagt þér, að þú værir nakinn? Hefir þú etið af trénu, sem ég bannaði þér að eta af?
Þá svaraði maðurinn: Konan, sem þú gafst mér til sambúðar, hún gaf mér af trénu, og ég át.
Þá sagði Drottinn Guð við konuna: Hvað hefir þú gjört?
Og konan svaraði: Höggormurinn tældi mig, svo að ég át.

Continue reading Skapaði Guð illgresið?

1. Mósebók 3. kafli

Adam var ekki lengi í Paradís. Tími sakleysisins entist ekki lengi, frásagan sem hefst í 2. kaflanum kynnir til sögunnar blygðun og skömm, vitneskjuna um gott og illt. Guð er hér eins og í síðasta kafla í nánu samneyti við mannkyn. Tilraun Guðs til að vernda mannkyn frá veruleikanum mistekst, og e.t.v. kallast sagan á við söguna um Búdda og tilraunir föður hans til að halda honum frá eymdinni og óréttlætinu. Continue reading 1. Mósebók 3. kafli