3. Mósebók 4. kafli

Eftir að hafa fjallað almennt um sekt og synd, heillafórnir og rekstarforsendur altarisþjónustunnar. Þá er komið að almennri löggjöf þar sem musterisþjónar hafa hlutverk löggjafar-, dóms- og framkvæmdavalds. Enginn upplýst þrískipting stjórnvalds til staðar í þessu samfélagi. Continue reading 3. Mósebók 4. kafli

Daníelsbók 1. kafli

Þegar við lesum texta, nálgumst við þá alltaf með einhverjum fyrirframgefnum forsendum. Þannig hefur fyrri lestur eða túlkun einhvers annars á textanum áhrif, nú eða við tengjum einstök orð við minningu eða upplifun. Við erum ekki tómt eða autt blað og textinn sem við lesum er heldur ekki ósnertur áður en við lesum hann.

Continue reading Daníelsbók 1. kafli

Markúsarguðspjall 16. kafli

Lærisveinarnir eru hvergi í fyrri hluta þessa kafla. Það eru konurnar sem hafa ekki yfirgefið Jesú, þó þær hafi upplifað hann tekin frá þeim. Þegar þær vitja grafarinnar þá sjá þær að steininum hefur verið velt frá. Inni í gröfinni sjá þær ungan mann. Continue reading Markúsarguðspjall 16. kafli

Markúsarguðspjall 5. kafli

Hér ágerist stefið um hættulegu breytingarnar. Þegar Jesús stígur úr bátnum mætir honum sinnisveikur maður (haldinn illum öndum). Veikindi hans eru vel þekkt. Hann ræður ekki við sig, hann hrópar og stundar sjálfsmeiðingar. Þegar veiki maðurinn sér Jesús óttast hann að nú séu breytingar framundan. Continue reading Markúsarguðspjall 5. kafli

Markúsarguðspjall 3. kafli

Aherslan í þessum fyrstu köflum Markúsarguðspjalls snýst um spennuna milli þess að fylgja lögmálinu eða gera það sem er rétt. Í dag er stundum talað um borgaralega óhlýðni, það að mótmæla óréttlæti þrátt fyrir að það geti leitt til þess að mótmælandi sé handtekinn fyrir óhlýðni við yfirvöld. Continue reading Markúsarguðspjall 3. kafli

„Nútímavæðing“ islam

This new interpretation of Islamic law creates enormous problems. Rather than for the most part leaving non-Muslims alone, as did traditional Islam, Islamism intrudes into their lives, fomenting enormous resentment and sometimes leading to violence. Continue reading „Nútímavæðing“ islam

2. Mósebók 19. kafli

Nú er komið að því að regluverkið verði sett. Undirbúningnum er lýst skilmerkilega. Móse mun ganga ásamt Aroni upp á fjallið og sækja grunnlögin, en fyrst þarf söfnuðurinn að undirbúa sig undir nýja tíma. Undirbúningurinn felst í hreinsun, hreinum klæðnaði og því að halda sig frá kynlífi í nokkra daga. Enginn má ganga á fjallið, né snerta það. Aðeins Móse og Aron geta gengið til móts við Guð á fjallinu. Aðrir sem slíkt reyna verða teknir af lífi. Continue reading 2. Mósebók 19. kafli

Hebreabréfið 7. kafli

Hér kemur útskýring á hver umræddur Melkísedek var. Hann var sem sé „réttlætiskonungur“ og „friðarkonungur“ anda frá Salem (síðar Jerúsalem). Hér er áhugavert að höfundur/ar Hebreabréfsins tala um að fjölskylda Melkísedek sé ekki þekkt, hvorki faðir né móðir og ekki forfeður hans. Continue reading Hebreabréfið 7. kafli

Moral Man and Immoral Society

Fyrir um 18 árum tók ég saman stutt yfirlit á íslensku um bók Reinhold Niebuhr, Moral Man and Immoral Society. Í umfjöllun minni skoðaði ég sérstaklega hugmyndir í 5. kaflanum um viðhorf forréttindastétta. Þá skoðaði ég siðferðishugmyndir Neibuhr í ljósi þess sem ég kalla skylduboðasiðfræði, afleiðingasiðfræði og einkasiðfræði.

Um Reinhold Neibuhr

Reinhold Neibuhr fæddist í smábæ í Missouri ríki í Bandaríkjunum 1892, þar sem faðir hans var þjónandi prestur. Hann stundaði nám í Elmhurst College í Illinois, Eden Theological Seminary í Missouri og tók síðan masterspróf frá Guðfræðideild Yale háskóla 1915. Continue reading Moral Man and Immoral Society

Almennu kristilegu mótin

Fyrir nærri 20 árum tók ég saman texta um Almennu kristilegu mótin sem haldin voru í Hraungerði, á Akranesi, á Brautarhóli í Svarfaðardal og síðar í Vatnaskógi.

Árið 1938 var haldið fyrsta almenna kristilega mótið, í Hraungerði í Flóa. Almennu mótin eins og þau voru kölluð urðu að árlegum viðburði í íslensku kristnilífi fram undir lok síðustu aldar og voru lengst af haldin í sumarbúðum KFUM í Vatnaskógi. Continue reading Almennu kristilegu mótin

Jeremía 29. kafli

Því ég þekki sjálfur þær fyrirætlanir sem ég hef í hyggju með yður, segir Drottinn, fyrirætlanir til heilla en ekki til óhamingju, að veita yður vonaríka framtíð.

Uppáhaldsversið mitt er í þessum kafla. Áherslan á vonina, horfa fram á veginn. En ég held ég hafi aldrei náð samhenginu að fullu fyrr en nú. Jeremía skrifar þessi orð til fólksins í útlegðinni í Babýlon. Hann kallar þau til að lifa í dreifingunni, hann segir þeim:

Reisið hús og búið í þeim. Gróðursetjið garða og neytið ávaxta þeirra. Takið yður konur og getið syni og dætur. … Vinnið að hagsæld þeirrar borgar sem ég gerði yður útlæga til.

Við eigum að takast á við þær aðstæður sem eru óumflýjanlegar, horfast í augu við að framtíðin og vonin felast stundum í því að gera það sem við getum til að aðlagast umhverfinu sem við erum sett í, með eða án okkar vilja.

Hvatning Jeremía um að sætta sig við útlegðina og horfa fram á veginn, en festast ekki í beiskju og fortíðardraumum, er ekki mætt af skilningi hjá öllum. Spádómur Jeremía um að útlegðin standi í meira en mannsaldur er óásættanlegur, en Jeremía stendur fastur og boðar það sem hann telur sig kallaðan til af Guði.

Jeremía 28. kafli

Jeremía leggur áherslu á í samskiptum sínum við Hananja spámann að vonandi sé svartsýni sín byggð á mistúlkun sinni á orðum Drottins, en …

Hvort spámaður, sem boðar heill, er í raun sendur af Drottni sannast af því að orð hans rætast.

Hananja kallar eftir óraunhæfri framtíðarsýn, hann boðar að allt verði gott, allt verði eins og áður. Innan árs er Hananja hins vegar látinn, og loforðin láta lítið á sér kræla.

Jeremía 27. kafli

Jeremía boðar uppgjöf gagnvart konungi Babýlon. Það er engin önnur leið fær en að sættast við tapið. Jeremía fordæmir enn á ný spámennina sem halda að aðrar leiðir séu færar. Framtíðin felst í að gangast undir öflugasta konungsveldið á svæðinu.

Fyrst að ég hef velt fyrir mér meintum tengingum við Matteus hér í síðustu köflum, þá má velta fyrir sér hvort að Mt 22.15-22 og sér í lagi orðin

Gjaldið þá keisaranum það sem keisarans er og Guði það sem Guðs er,

kallist ekki á við 27. kafla Jeremía. Maður spyr sig.

Jeremía 21. kafli

Ég dreg yður til ábyrgðar fyrir verk yðar,
segir Drottinn,
og legg eld að skóginum.
Hann skal gleypa allt umhverfis sig.

Jeremía sér Drottinn sem geranda alls, allra hluta. Líkt og segir í Jobsbók: „Drottinn gaf og Drottinn tók, lofað veri nafn Drottins.“ Í því ljósi er hefndin, afleiðing óréttlætisins, verk Guðs sjálfs.

Það er Drottinn sjálfur sem sendir hersveitir Nebúkadresar til Jerúsalem til að hneppa þjóð Júda í ánauð. Ekkert er Drottni um megn.

Jeremía er skýr, þeir sem ekki eru teknir og færðir til Babýlon eiga litla framtíð í Jerúsalem, munu verða hungri, sjúkdómum og sverði að bráð. Tími Jerúsalemborgar er ekki núna.