Fljót í fimmta sinn

Frelsi án ábyrgðar, er ekki alvöru frelsi. Það að vera frjáls til góðra og slæmra verka merkir samt ekki að við getum vikist undan ábyrgð. Skilaboðin eru skýr í myndinni um fljóta fólkið. Við berum ábyrgð á fólkinu okkar, fjölskyldunni sem við tilheyrum. Við berum ábyrgð í því samfélagi sem við lifum í, tökum þátt í.
Continue reading Fljót í fimmta sinn

Er hægt að kaupa vellíðan?

Grein Steindórs J. Erlingssonar í tímariti Félagsráðgjafafélagsins er til umfjöllunar í Smugunni í dag. Steindór gagnrýnir í grein sinni ofuráherslu geðlæknasamfélagsins á kenningar um að flestir geðrænir kvillar stafi af efnaójafnvægi í heila. Í greininni á Smugunni er komið stuttlega inn á pólítískar afleiðingar þessara hugmynda.

„ef við setjum mannlega þjáningu, eymd og sorg inn í lífvísindareiknilíkan,þá er engin ástæða til að breyta samfélagsgerðinni, því að okkur nægir að koma reglu á taugaboðefnin“

Hér er hægt er að nálgast grein Steindórs í heild.

Að endurheimta sjálfsmynd þjóðar

Dóttir mín sagði mér í morgun þegar ég keyrði hana í skólann, að Osama Bin Laden væri dáinn. Ég hafði að sjálfsögðu heyrt fréttirnar, sat yfir CBS News í nótt, fylgdist með fréttum á NPR og CNN og hafði hlustað á ávarp Barack Obama í gærkvöldi. Hins vegar hafði þetta ekki komið til tals fyrr um morguninn og ég vissi sem var að 12 ára dóttir mín hafði ekki hlustað á fréttir síðan í gærdag.
Continue reading Að endurheimta sjálfsmynd þjóðar

Samtal um guðfræði, skírnir og Barnaland

Ég sá athugasemd á Facebook áðan sem endurspeglaði gífurlegan guðfræðilegan misskilning á stöðu og hlutverki vígðra þjóna þjóðkirkjunnar á Íslandi. Um leið áttaði ég mig á að misskilningurinn sem kom fram í athugasemdinni byggðist fyrst og fremst á því hvernig hlutverk vígðra þjóna birtist í samfélaginu, en ekki á guðfræðilegum forsendum og hugmyndafræðilegu hlutverki. Continue reading Samtal um guðfræði, skírnir og Barnaland

Þankar um Facebook ummæli á bloggsíðum

Ég ákvað að setja upp Facebook ummælakerfi hérna á iSpeculate í tilraunaskini nú í kvöld og hef lokað aðgangnum fyrir hefðbundna WordPresskerfið, þó eldri ummæli séu að sjálfsögðu sjáanleg áfram. Ég ítreka að þetta er gert í tilraunaskini, enda hafa þessi kerfi hafa hvort um sig kosti og galla. Þannig býður Facebook kerfið upp á meiri sýnileika umræðunnar.

Gallinn er hins vegar að þar sem ummælin eru ekki vistuð með upphaflegu færslunni, heldur einvörðungu hjá Facebook er hætt við að líftími þeirra verði takmarkaðri. Þá gefst ummælaskrifurum aukin tækifæri í Facebook ummælakerfinu til að láta ummæli hverfa (hvort sem það er gott eða slæmt). Þá er hætt við að ummæli tapist ef “plugin” sem notað er verður missir virkni.

Þankar um fjármál og framtíð þjóðkirkjunnar

Með lögum um sóknargjöld nr. 97 frá 1987 breyttust forsendur þjóðkirkjusafnaða allverulega. Með lögunum komst festa á tekjur safnaðanna og möguleikar til að setja sér framtíðarplön um safnaðarstarf urðu möguleg sem aldrei fyrr. Continue reading Þankar um fjármál og framtíð þjóðkirkjunnar

Kirkja Guðs

I have seen God’s church doing great work in the worst of situations and I have seen the church at its worst in the best of situations, working for self-serving purposes. I have dealt with my childish image of God, both in the academic setting and when confronted by people with experiences I could never imagine having my self.

Meðan ég var í námi við Trinity Lutheran Seminary var ég ásamt öðrum erlendum stúdentum við skólann beðin um að ávarpa Board of Directors við skólann með þönkum mínum um dvöl mína þar. Hægt er að sjá innleggið mitt á vefsíðu skólans: Trinity Lutheran Seminary – Halldór Elías Guðmundsson.

Áliktun eða ályktun

Það er merkilegt hvernig stafsetningarvillur festast í manni. Þannig hef ég í mörg ár skrifað orðið “ályktun” og tengd orð með “i” í stað “y”. Þegar mér var bent á þetta fyrr í dag ákvað ég að fara í gegnum bloggið mitt undanfarin 7 ár og leiðrétta villuna þar sem hún kemur fyrir í færslum. Það tók nokkurn tíma. Ég ætla hins vegar að láta villuna eiga sig í ummælum.

Góð umfjöllun um kvótakerfið

Ragnar Þór Pétursson skrifar hreint ágæta grein um kvótakerfið í samhengi hrunsins, Maurildi: Ranglæti x ranglæti = réttlæti?.

Í stað þess að ala á hatri og andúð til þess eins að við þurfum ekki að horfast í augu við eigin bresti á að gagna djarft til verks og finna hin raunverulegu fórnarlömb rangláts kvótakerfis. Það eru sjávarbyggðir og íbúar þeirra. Það er fólkið sem tapað hefur tilverugrundvelli vegna þess að útgerðarmenn voru gráðugir og stjórnmálamenn voru misvitrir. Það eru hinir ungu sem ekki komast inn í greinina vegna þess að kvótinn er svo dýr. Og hugsanlega einhverjir fleiri.

En það eru ekki kunningjar mínir sem gráta nú jepplinginn og fellihýsið – og vilja fá arð af kvótakerfinu til að halda áfram að fjármagna eigin neyslu.

 

Samfélagsleg ábyrgð (þankar í mótun)

Ein af grunnstoðum nýfrjálshyggjunnar var/er andlát samfélagsins. Um það eru orð Margaret Thatcher: “There is no such thing as society: there are individual men and women, and there are families” kannski skýrasta dæmið. Án samfélags er engin ábyrgð á öðrum en þér sjálfum og þínum nánustu. Fréttin um slökkvilið smábæjar í Tennessee sem fór eins og eldur um sinu um miðríkin í BNA síðasta haust er dæmi um sigur nýfrjálshyggjunnar á samfélaginu. Nú og svo má nefna árásirnar á stéttarfélög í Wisconsin og Ohio nú á síðustu mánuðum. Continue reading Samfélagsleg ábyrgð (þankar í mótun)

Icesave auglýsingin mín

Ég get nú ekki sagt að mér hafi mikið til auglýsingar Egils Ólafssonar koma, enda ekki mikið um námagröft á Englandi á 15. öld, en sjálfsagt eitthvað. Eins fannst mér hallærislegt að sjá tilvísun í ameríska bíómynd í auglýsingu já-fólksins. Mér sýnist nefnilega á öllu að deilan snúist fyrst og fremst um hvaða viðhorf við höfum til einhverrar þekktustu sögupersónu íslenskrar bókmenntasögu.

Af þeim sökum ákvað ég að útbúa mína eigin hræðsluáróðursauglýsingu og notast við heimildatækni sem stundum er kennd við Hannes Hólmstein Gissurarson og tel það reyndar við hæfi.

Að vera sannleikans megin

Sú óleysanlega glíma kirkjunnar að vera í senn félagslegur veruleiki breyskra manna og kvenna og á sama tíma í einhverjum skilningi kirkja Guðs, sú kirkja sem við játum í Trúarjátningunni er flókin. Grein á vefnum perspiredbyiceland.com sem ber heitið Kirkjan dregur loforðið um sanna mynd til baka veltir á áhugaverðan hátt upp einni hlið málsins.

Þegar mennirnir sem hafa lofað að vera almannatengslafulltrúar sannleikans á jörðu útvista það eina verkefni sitt til fagaðila andskotans, þá eru þeir búnir að vera. Þá er kirkjan dauð, tóm að innan, hefur ekkert erindi hér lengur.

Ríkisábyrgðir og rangar þýðingar

Það er góð regla að hafa sig hægan þegar æsingurinn stendur sem hæst. Mig langaði samt að halda því til haga hér að fullyrðing um að ríkinu sé ekki heimilt að gangast í ábyrgðir fyrir innistæðutryggingasjóði er byggð á rangri þýðingu úr ensku. Ríkinu er óheimilt að gangast í ábyrgðir fyrir einstakar lánastofnanir eða banka skv. setningunni sem oft er vísað til af “nei”-fólki.

Hins vegar á þessi setning ekki við um tryggingasjóðinn sem Icesave málið snýst víst um. Enda er það þekkt í Evrópu að ríkið eða Seðlabankar séu í ábyrgðum fyrir tryggingasjóðina. Til að útskýra í hverju munurinn á þessu tvennu felst, þá er ríkinu óheimilt að veita einni ákveðinni lánastofnun fyrirgreiðslu í formi ríkisábyrgða, enda getur slíkt leitt til mismununar, sbr. gagnrýni íslensku bankanna fyrir hrun á Íbúðalánasjóð. Hins vegar er ekkert sem segir að ríkið geti ekki staðið á bak við tryggingasjóð sem tryggir jafnræði á markaði.

Skapaði Guð illgresið?

Innlegg á KSS fundi 2004. Textinn hefur verið lítillega lagfærður með tilliti til málfars og þroska.

Drottinn Guð kallaði á manninn og sagði við hann: Hvar ertu?
Hann svaraði: Ég heyrði til þín í aldingarðinum og varð hræddur, af því að ég er nakinn, og ég faldi mig.
En Guð mælti: Hver hefir sagt þér, að þú værir nakinn? Hefir þú etið af trénu, sem ég bannaði þér að eta af?
Þá svaraði maðurinn: Konan, sem þú gafst mér til sambúðar, hún gaf mér af trénu, og ég át.
Þá sagði Drottinn Guð við konuna: Hvað hefir þú gjört?
Og konan svaraði: Höggormurinn tældi mig, svo að ég át.

Continue reading Skapaði Guð illgresið?

Hvað er sannleikur?

Prédikun upphaflega flutt í Hjallakirkju í Kópavogi í september 1998.

Lokum augunum og reynum að sjá fyrir okkar lítið myndbrot. það er snemma morguns, við stöndum í stórum, tignarlegum salarkynnum þar sem ekkert virðist hafa verið sparað til að gera allt sem glæsilegast. Continue reading Hvað er sannleikur?

Vefsíðuaðgengi

Það er auðvelt að kasta upp vefsíðu eða tveimur fyrir hvers konar verkefni og jafnvel heilu félagasamtökin með aðstoð deili- eða frjáls hugbúnaðar. Vandinn er hins vegar að þessi hugbúnaður gerir oft ekki ráð fyrir aðgengismálum fyrir fatlaða. Þetta er sérstaklega vandamál þegar frjáls félagasamtök og einyrkjar kasta upp vefsíðum af vanefnum og án þess svo mikið sem leiða hugann að þessum efnum. Continue reading Vefsíðuaðgengi