Þankar um Facebook ummæli á bloggsíðum

Ég ákvað að setja upp Facebook ummælakerfi hérna á iSpeculate í tilraunaskini nú í kvöld og hef lokað aðgangnum fyrir hefðbundna WordPresskerfið, þó eldri ummæli séu að sjálfsögðu sjáanleg áfram. Ég ítreka að þetta er gert í tilraunaskini, enda hafa þessi kerfi hafa hvort um sig kosti og galla. Þannig býður Facebook kerfið upp á meiri sýnileika umræðunnar.

Gallinn er hins vegar að þar sem ummælin eru ekki vistuð með upphaflegu færslunni, heldur einvörðungu hjá Facebook er hætt við að líftími þeirra verði takmarkaðri. Þá gefst ummælaskrifurum aukin tækifæri í Facebook ummælakerfinu til að láta ummæli hverfa (hvort sem það er gott eða slæmt). Þá er hætt við að ummæli tapist ef “plugin” sem notað er verður missir virkni.

One thought on “Þankar um Facebook ummæli á bloggsíðum”

Comments are closed.