Áliktun eða ályktun

Það er merkilegt hvernig stafsetningarvillur festast í manni. Þannig hef ég í mörg ár skrifað orðið “ályktun” og tengd orð með “i” í stað “y”. Þegar mér var bent á þetta fyrr í dag ákvað ég að fara í gegnum bloggið mitt undanfarin 7 ár og leiðrétta villuna þar sem hún kemur fyrir í færslum. Það tók nokkurn tíma. Ég ætla hins vegar að láta villuna eiga sig í ummælum.