Ríkisábyrgðir og rangar þýðingar

Það er góð regla að hafa sig hægan þegar æsingurinn stendur sem hæst. Mig langaði samt að halda því til haga hér að fullyrðing um að ríkinu sé ekki heimilt að gangast í ábyrgðir fyrir innistæðutryggingasjóði er byggð á rangri þýðingu úr ensku. Ríkinu er óheimilt að gangast í ábyrgðir fyrir einstakar lánastofnanir eða banka skv. setningunni sem oft er vísað til af “nei”-fólki.

Hins vegar á þessi setning ekki við um tryggingasjóðinn sem Icesave málið snýst víst um. Enda er það þekkt í Evrópu að ríkið eða Seðlabankar séu í ábyrgðum fyrir tryggingasjóðina. Til að útskýra í hverju munurinn á þessu tvennu felst, þá er ríkinu óheimilt að veita einni ákveðinni lánastofnun fyrirgreiðslu í formi ríkisábyrgða, enda getur slíkt leitt til mismununar, sbr. gagnrýni íslensku bankanna fyrir hrun á Íbúðalánasjóð. Hins vegar er ekkert sem segir að ríkið geti ekki staðið á bak við tryggingasjóð sem tryggir jafnræði á markaði.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.