1. Mósebók 7. kafli

Hér sjáum við hvernig sögurnar tvær renna saman í eina. Í J-heimildinni eru dýrin tvö og tvö, hvort af sínu kyni, en í prestlegu heimildinni eru dýrin orðin 7, enda talan ein af fjölmörgum heilögum tölum í trúarritum Ísraelsþjóðarinnar og tákn fullkomleikans.

Þessi samruni tveggja saga sem í huga sumra eru ósamrýmanlegar, því hvernig getum við haft bæði 7 dýr og 2 dýr af hverri tegund, virðist ekki vefjast fyrir riturum 1. Mósebókar. Enda þeir sjálfsagt meðvitaðir um mismunandi hlutverk, stöðu og hefðir í tengslum við frásagnirnar tvær.

Flóðið stendur yfir lengi, það stóð bæði í 40 daga og 150 daga, í kafla 7. Það rigndi auk þess í fjörtíu daga, þannig að tímalengd atburðana er víst ekki á hreinu. Hitt er ljóst, skv. sögunni dó allt á jörðinni nema fólkið og dýrin í örkinni.

Ég held að enginn þurfi að velkjast í vafa um að flóð eiga sér stað, hamfarir á jörðinni hvort sem um er að ræða eldgos eða jarðskjálfta, snjóflóð eða skógarelda. Sagan um Nóa reynir enn að útskýra af hverju sumir lifa, en aðrir ekki. Ástæðan að sögn höfunda virðist felast í vilja Guðs.

One thought on “1. Mósebók 7. kafli”

  1. Mér finnst þú draga full-frálslega ályktun með því að segja að sagan um Nóa reyni (enn) að útskýra af hverju sumir lifa en aðrir ekki. Ég get engan veginn séð það út úr sögunni. Það sem hún útskýrir er að illskan getur “dafnað” svo mjög (líkt og síðan gerðist í Sódómu og Gómorru), að Guð “neyðist til” að segja “hingað og ekki lengra”.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.