Hver er trú mín?

Á tölvunni minni hefur núna í marga mánuði verið skjal sem ég rakst á einhvers staðar, en virðist verið upprunið í fermingarfræðslu lúthersks safnaðar í Humboldt, Iowa.

Skjalið inniheldur áhugavert verkefni fyrir fermingarbörn og reyndar hvern sem er, sem veltir fyrir sér merkingu og innihaldi trúar sinnar. Mér datt í hug að snara því á íslensku. Það er sérstaklega skemmtilegt að mínu viti að trúaryfirlýsing hvers fermingarbarns er síðan lögð fyrir til kynningar á sóknarnefndarfundi.

Að skrifa trúarjátningu er grundvallandi í fermingarfræðslunni. Ætlunin er að trúarjátning þín endurspegli þínar trúarskoðanir og grundvallargildi. Trúarjátningin þarf að vera a.m.k. þrjár síður með tvöföldu línubili. Til að auðvelda verkefnið, þá getur þú farið þá leið að notast við umgjörðina hér fyrir neðan.

1. Hvaða einstaklingar, fjölskyldumeðlimir og aðrar, hafa tekið þátt í að móta trúarhugmyndir þínar og hvernig hafa þeir gert það?

2. Hvaða atburðir hafa mótað trú þína og hvernig hafa þeir haft áhrif á þig?

3. Hvernig hefur þú upplifað náð Guðs í Jesú Kristi? Hvernig hefur þú séð ást Guðs í þínu lífi?

4. Hvaða hugmyndir um Guð og trú glímir þú við? Hvað er það sem kallar fram efa? Hvernig líður þér með efasemdir þínar og hvar getur þú leitað svara við spurningum sem á þig leita?

5. Hvernig sérð þú Guð? Hvaða orð notar þú til að lýsa Guði? Hvernig upplifir þú Guð í þínu lífi?

6. Hvernig er trúarlífið þitt? Hvaða reynslu hefur þú af því að biðja? Hversu oft lestu í Biblíunni? Hvernig finnst þér í guðsþjónustum? Hvað gerir þú fyrir aðra?

7. Hver eru uppáhaldsbiblíuversin og Biblíusögurnar þínar? Veldu tvö eða þrjú Biblíuvers sem skipta trú þína miklu máli.

8. Hvernig hyggstu rækta trú þína eftir að fermingarathöfninni lýkur?

9. Hvað þykir þér skemmtilegt? Hvað gerir þú vel? Hvernig heldur þú að Guð geti notað áhugamál þín og hæfileika? Hvað hyggst gera í lífinu?

10. Hvað tengsl hefur þú við kirkjuna? Heldur þú að þú verðir áfram í tengslum við kirkjuna eftir fermingarathöfnina?

3 thoughts on “Hver er trú mín?”

  1. Skemmtilegt, gæti líka verið gaman að láta þau taka prófið fyrir og eftir fermingarfræðslu, svona til að sjá hvort kennsluaðferðir okkar hafi áhrif á börnin og þá á hvaða hátt.

    En fyrst þú nefnir að sýna sóknarnefnd, væri það ógerningur nema sem heildarniðurstöður.

    Mér þætti miklu merkilegra að láta sóknarnefndir landsins taka þetta próf 😉

  2. Þar er ég ósammála þér Guðni, þ.e. með að sýna sóknarnefnd. Þú lætur hvern og einn í nefndinni skoða 5-10 svör og kynna síðan á fundi fyrir hinum hvað hún/hann las. Það mætti taka einn fund í þetta og gera ekki annað. Það væri skemmtileg tilbreyting frá peninga og húsnæðistalinu, og hjálpaði sóknarnefndinni að tengjast daglegu starfi.

    En það væri gott fyrir sóknarnefndarfólk að skrifa líka, það er rétt.

  3. það er reyndar góð nálgun, að skipta þessu upp og láta fólk segja frá því sem það taldi áhugaverðast.

    Ég sá bara fyrir mér að allir ættu að lesa frá öllum 140…

    svona er maður rörsýnn

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.