Icesave auglýsingin mín

Ég get nú ekki sagt að mér hafi mikið til auglýsingar Egils Ólafssonar koma, enda ekki mikið um námagröft á Englandi á 15. öld, en sjálfsagt eitthvað. Eins fannst mér hallærislegt að sjá tilvísun í ameríska bíómynd í auglýsingu já-fólksins. Mér sýnist nefnilega á öllu að deilan snúist fyrst og fremst um hvaða viðhorf við höfum til einhverrar þekktustu sögupersónu íslenskrar bókmenntasögu.

Af þeim sökum ákvað ég að útbúa mína eigin hræðsluáróðursauglýsingu og notast við heimildatækni sem stundum er kennd við Hannes Hólmstein Gissurarson og tel það reyndar við hæfi.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.