Vefsíðuaðgengi

Það er auðvelt að kasta upp vefsíðu eða tveimur fyrir hvers konar verkefni og jafnvel heilu félagasamtökin með aðstoð deili- eða frjáls hugbúnaðar. Vandinn er hins vegar að þessi hugbúnaður gerir oft ekki ráð fyrir aðgengismálum fyrir fatlaða. Þetta er sérstaklega vandamál þegar frjáls félagasamtök og einyrkjar kasta upp vefsíðum af vanefnum og án þess svo mikið sem leiða hugann að þessum efnum.

Snillingarnir á Hugsmiðjunni hafa sinnt þessu verkefni nokkuð og er þjónustan á stillingar.is gott dæmi um það. Siobhan Ambrose hefur skrifað ágæta grein um aðgengismál fyrir WordPress sem ber heitið 25 Ways to Make Your WordPress Website More Accessible og eins má finna ágætar upplýsingar á vefsíðu WordPress um Accessibility sem gæti verið hjálpleg.

Rætt er að taka fram að vefsíður sem ég held utan um og hef komið að hafa enn ekki verið aðlagaðar þessum hugmyndum og ábendingum. Það stendur vonandi til bóta. Þessi færsla er sett inn sem áminng um að fylgja málinu frekar eftir.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.