Þankar um þungunarrof

Langt fram yfir miðja síðustu öld var það tiltölulega algeng skoðun í evangelískum kirkjum í Bandaríkjunum að líf hæfist við fyrsta andardrátt. Byggði sú nálgun m.a. á hugtakinu lífsandinn sem kemur fyrir margoft í Biblíunni. Við sjáum þessar hugmyndir um lífsmörk endurspeglast m.a. í sálmum á Íslandi.

Einhvern tímann af “einhverri” ástæðu breyttist þessi nálgun í mörgum evangelísku kirkjunum og sönnunartextarnir um upphaf lífs urðu m.a. köllun Jeremía og Sálmur 139, sem virðast leggja áherslu á að Guð þekki okkur áður en við drögum andann í fyrsta sinn. Skilningur sem átti sér vissulega lengri sögu í rómversk katólskri hefð.

Það er nefnilega ekki til staðar einfaldur og einn Biblíulegur eða kristinn skilningur á upphafi lífs, sem afgreiðir umræður um þungunarrof. Nema jú, það er alveg ljóst að hugmyndir um að möguleikinn á að greina hjartslátt fósturvísis í móðurkviði sé mark um líf á sér engar Biblíulegar forsendur. En það er um þessar mundir tískunálgun sumra prédikara hér vestanhafs og sér þess merki í lagasetningu í sumum ríkjum.

Í umræðum um þungunarrof stöndum við því frammi fyrir vali milli þess að þröngva okkar trúarskilningi og túlkun á upphafi lífs upp á aðrar manneskjur eða virða sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga. Þegar við höfum í huga að túlkun á upphafi lífs er margbreytileg og Biblían virðist bjóða upp á fleiri en eina túlkun, þá er ég alla vega ekki nógu hrokafullur (lengur) til að krefjast þess að allir fari eftir því sem mér finnst. Eins hef ég tilhneigingu til að treysta fólki til að leitast við að gera það sem það sjálft telur rétt þegar kemur að erfiðum og flóknum ákvörðunum.

Hugmyndum um að stjórnvöld eigi að hafa síðasta orðið um að skerða sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga þarf alltaf að nálgast með gagnrýnum huga og spyrja hvaða raunverulegar ástæður liggja að baki inngripinu. Trúarsannindi geta vissulega verið gild ástæða til að taka persónulega afstöðu í fjölmörgum málum og auka réttindi og lífsgæði fólks, en þau eru að öðru jöfnu ekki góð ástæða til að skerða réttindi. Sér í lagi ef trúarsannindi eru notuð til að skerða réttindi þeirra sem aðhyllast aðrar hugmyndir en ráðafólk.

Nýr dagur í Trumplandi

Á mánudögum sit ég heima allan daginn og sinni verkefnum sem hafa ekkert með Bandaríkin að gera. Eftir að ég hef komið börnunum í skóla og konunni í vinnu þá sest ég inn á heimaskrifstofuna og sinni verkefnum fyrir sjálfstæða reksturinn minn. Continue reading Nýr dagur í Trumplandi

How Are You Today?

Á lestarpallinum á leiðinni í vinnuna í gærmorgun var ég spurður, “How are you, today?” Spurningin “How are you?” er einhver sú marklausasta í enskri tungu og eftir 10 ár í Bandaríkjunum hef ég lært að svara “Fine and you?” og ganga síðan framhjá viðkomandi. Continue reading How Are You Today?

Forsetakosningar í Bandaríkjunum og hugmyndir um Guð

Hér fyrir neðan er handritið að fræðsluerindi sem ég flutti á Sæludögum í Vatnaskógi sumarið 2016. Það er alltaf nokkrum vandkvæðum bundið að færa erindi sem er flutt munnlega inn á bloggið, viðbótarútskýringar sem ég bætti við í framsögunni og viðbrögð úr salnum vantar en innihaldið er í grunninn óbreytt. Continue reading Forsetakosningar í Bandaríkjunum og hugmyndir um Guð

Smáþankar um starfsfólk og kynjaskiptar sumarbúðir

Eitt af því sem hefur um áratugaskeið verið eitt helsta einkenni Vatnaskógar sem uppeldismiðstöðvar er að því sem næst allir starfsmenn sem koma með beinum hætti að uppeldi drengjanna á staðnum eru karlkyns. Það tækifæri sem ungir menn hafa í Vatnaskógi til að vinna sem uppalendur er ómetanlegt ekki aðeins fyrir einstaklingana sem hafa sinnt þessum störfum heldur ekki síður samfélagið í heild. Continue reading Smáþankar um starfsfólk og kynjaskiptar sumarbúðir

Bloggið fært enn og aftur / The Blog is on the Move

In English Below. Eftir að hafa notast við WordPress.com síðan 9. október 2012, þá er kominn tími til hreyfings. Í tengslum við aukin umsvif á sviði vefráðgjafar hef ég komið mér upp ágætis heimasvæði á ispeculate.net. Ég hef fært bloggið þangað í heild, en mun enn um sinn leyfa færslunum hér að standa. Nýja bloggslóðin mín er www.ispeculate.net/writings.

I have been using wordpress.com since October 9th 2012. As I have been taking on various projects involving more specified wordpress installations, I am moving the blog to www.ispeculate.net/writings, enabling me to use the blog as a laboratory for various themes and plugins.

www.ispeculate.net/writings

Að mæta til starfa í Tremont

Í þessari viku hef ég störf hjá Pilgrim Congregational UCC sem fræðslufulltrúi (e. Director of Christian Education). Atvinnuleitin hefur tekið langan tíma og ekki alltaf verið auðveld, en Pilgrim UCC er spennandi staður í Tremont hverfinu í Cleveland. Continue reading Að mæta til starfa í Tremont

Hvaðan sprettur United Church of Christ?

Upphaf siðbreytingarinnar í Evrópu er oft tengd við ungan munk að negla mótmælaskjal í 95 liðum á kirkjuhurð í smábænum sínum. Vissulega var mótmælaskjalið merkilegt, en boð um að taka þátt í guðfræðilegum rökræðum um hlutverk náðarinnar og áherslur í kirkjustarfi hefði líklega ekki breytt kristnihaldi á heimsvísu ef aðstæður hefðu ekki verið réttar. Continue reading Hvaðan sprettur United Church of Christ?

Á flótta

Það er skelfileg tilhugsun að halda á opnum báti út á haf, í von um að mennirnir sem þú borgaðir muni sigla þér þangað sem þeir segjast ætla að fara. Vitandi það að báturinn sem lítur svo sem ekki endilega út fyrir að vera sjófær, er samt líklega þinn besti séns, enda ekkert nema rústir og hungur sem býður að öðrum kosti.
Continue reading Á flótta

Vonlaus tímasetning – Um það bil árlega veffríið mitt

Sú hugmynd að fara í veffrí (web sabbatical) í miðri atvinnuleit var augljóslega mjög misráðin og óskynsamleg af fjölmörgum ástæðum. Af þeim sökum hef ég ákveðið að láta tæpa viku í veffrí duga að þessu sinni og lýk þessu veffríi formlega í dag, 25. febrúar.

Nú eru rúmlega 7 ár síðan ég tók veffrí (web sabbatical) í fyrsta sinn. Þau hafa gengið misvel fyrir sig en um leið hafa þau gert mér kleift að staldra við vefnotkun mína og endurskoða hefðir og venjur sem myndast yfir árið. Þannig hefði ekki mér ekki dottið í hug fyrir 7 árum að ég gæti orðið háður Sudoku tölvuleik. Continue reading Vonlaus tímasetning – Um það bil árlega veffríið mitt

Að vinna sjálfstætt

Síðastliðin ár hef ég verið heimavinnandi, en tekið að mér fjölbreytt verkefni, flest tengd kirkju og kristni. Þessi verkefni hafa verið fjölbreytt, að jafnaði spennandi og gefið mér kost á að nýta reynslu mína og þekkingu á margbreytilegan hátt. Continue reading Að vinna sjálfstætt

Kristilega skólahreyfingin

Í dag var mér bent á auglýsingu frá Kristilegu skólahreyfingunni þar sem leitað er eftir einstaklingi með djákna- eða guðfræðimenntun til starfa sem starfsmaður Kristilegu skólahreyfingarinnar, KSH, í 50% starf. Þegar ég fékk vígslu sem djákni fyrir 17 árum þá var þetta draumaframtíðarstarfið mitt.  Continue reading Kristilega skólahreyfingin

Kristin þjóð og önnur trúarbrögð

Hér fyrir neðan er fræðsluerindi sem ég flutti á Sæludögum í Vatnaskógi sumarið 2014. Það er alltaf nokkrum vandkvæðum bundið að færa erindi sem er flutt munnlega inn á bloggið. Af þeim sökum hef ég lagað það örlítið, m.a. með tilliti til umræðu sem myndaðist að erindi loknu.

Ef við slítum í sundur siðinn, slítum við og í sundur friðinn.

Úrskurður Þorgeirs ljósvetningagoða fyrir 1015 árum hefur mótað íslenskan samfélagsskilning alla tíð síðan, jafnvel eftir að trúfrelsisákvæði kom með skýrum hætti með stjórnarskránni 1874 að tilstuðlan konungsins í Kaupmannahöfn.

Continue reading Kristin þjóð og önnur trúarbrögð

Nokkrar greinar um ráðningarferli

Síðustu vikur hef ég verið að skoða nokkra fleti á ráðningarmálum presta í íslensku þjóðkirkjunni og datt í hug að taka saman vísanir á þá hér.

Ofurtrú á vinstri sinnuðum aðgerðasinnum

Þegar ég sá frétt í Morgunblaðinu um að ráðherrar ætluðu að þiggja boð um að fara í laxveiði til að bæta ímynd laxveiða, hélt ég að um væri að ræða úthugsað plott vinstri sinnaðra aðgerðasinna til að gera grín að forsætis- og fjármálaráðherra. Continue reading Ofurtrú á vinstri sinnuðum aðgerðasinnum

Fagmennska sem kemur á óvart

Ég held að flestir séu sammála um að ákvörðun frú Agnesar M. Sigurðardóttur í tengslum við ráðningu sóknarprests í Seljakirkju hafi komið á óvart. Það að fallast ekki á rökstuðning valnefndar er óvenjulegt. Þegar litið er til þess frábæra starfs sem unnið er í Seljakirkju verður undrunin jafnvel meiri.

Continue reading Fagmennska sem kemur á óvart

Framtíðarsýn í starfsmannamálum

Það eru spennandi tímar framundan í starfsmannamálum í kristilega geiranum á Íslandi. Það hefur verið bent á að fleiri prestsembætti hafa verið eða verða auglýst á árinu 2014 en dæmi eru um áður. Þá hafa nokkrir söfnuðir auglýst eftir djáknum (það voru reyndar fleiri djáknaauglýsingar s.l. sumar) og síðan finnst mér vert að nefna framkvæmdastjórastöðu KFUM og KFUK (þó vissulega sé KFUM og KFUK æskulýðshreyfing). Continue reading Framtíðarsýn í starfsmannamálum

Ævintýri í Vatnaskógi

Upphaflega birt í Morgunblaðinu föstudaginn 2. maí 2014.

Ljósmóðirin spurði okkur hvort að læknanemi í starfsnámi mætti vera viðstaddur fæðingu sonar okkar. Okkur fannst það sjálfsagt og ljósmóðirin gekk fram á ganginn til að bjóða læknanemanum inn. Þegar hann gekk inn á stofuna kynnti hann sig og við kynntum okkur. Hann leit á mig og spurði: „Varst þú ekki foringi í Vatnaskógi þegar ég var strákur?“

Continue reading Ævintýri í Vatnaskógi