Þegar ég kom til starfa hjá KFUM og KFUK á Íslandi fyrir rúmum tveimur árum tók Ragnar Gunnarsson viðtal við mig fyrir Bjarma – tímarit um kristna trú. Ég rakst á viðtalið við tiltekt í skjölunum mínum í tölvunni og datt í hug að birta það hér. Þrátt fyrir að ég hafi staldrað styttra við hjá KFUM og KFUK en planið var í upphafi, þá er innihald viðtalsins jafn mikilvægt og fyrr. Continue reading „Get séð um að taka á móti boltanum og senda hann áfram“
Tag: youthwork
Kreppur, þroski og sjálfsmyndarmótun
Í guðfræðináminu á Íslandi, ólíkt náminu í BNA, var mikil áhersla lögð í nokkrum kúrsum á kenningar Erik Erikson um þroska og sjálfsmyndarmótun. Þessu tengt voru okkur kynntar hugmyndir um overgangs objekt og fjallað um samspil Guðsmyndar við þroska eða skort. Continue reading Kreppur, þroski og sjálfsmyndarmótun
Á ferðinni
Ég hef starfað í sumarbúðum KFUM og KFUK meira en hálfa ævina. Þegar ég var forstöðumaður í Vatnaskógi fyrir nokkrum árum lenti ég í atviki sem ég hef lýst nokkrum sinnum og ég kalla gjarnan mína Emmausargöngu. Continue reading Á ferðinni
Að eiga umhyggju Jesú gagnvart hinum þurfandi
– Ræða á samkomu KFUM og KFUK í Reykjavík sunnudaginn 11. nóvember 2012 kl. 20:00.
Jesús fór nú um allar borgir og þorp og kenndi í samkundum þeirra. Hann flutti fagnaðarerindið um ríkið og læknaði hvers kyns sjúkdóm og veikindi. En er Jesús sá mannfjöldann kenndi hann í brjósti um hann því menn voru hrjáðir og umkomulausir eins og sauðir er engan hirði hafa. Þá sagði hann við lærisveina sína: „Uppskeran er mikil en verkamenn fáir. Biðjið því Drottin uppskerunnar að senda verkamenn til uppskeru sinnar.“ (Mt 9.35-38)
Það kom símtal í vinnuna mína á föstudaginn. Það koma reyndar mörg símtöl í vinnuna mína á hverjum degi, en þetta símtal var svolítið áhugavert. Í símanum var óánægður einstaklingur, fannst eins og KFUM og KFUK hefði brugðist og sinnti ekki hlutverki sínu nægilega vel. Continue reading Að eiga umhyggju Jesú gagnvart hinum þurfandi
Jákvæð þróun
Þegar ég renndi yfir vefmiðla í morgun rak ég augun í myndatexta á mbl.is sem stakk mig svolítið
Í gær fór fram kirkjuþing unga fólksins. Hlutverk þess er að ræða stöðu og hlutverk ungs fólks í þjóðkirkjunni. Continue reading Jákvæð þróun
Að sigra eða skilja
Ég skrifa stundum hjá mér smápælingar sem ég hyggst síðan gera meira með seinna. Oftar en ekki liggur minnismiðinn á einhverju af smáforritunum, s.s. Evernote eða Wunderlist, þangað til ég kemst að því að þetta sé ekki merkileg pæling og hendi henni, nú eða þá að ég formi pælinguna í bloggfærslu sem ég get þá nálgast síðar.
Þannig sat ég á fyrirlestri á menntavísindasviði Háskóla Íslands fyrir rétt um ári síðan þar sem gestaprófessor talaði um muninn á mjúkri og harðri útiveru. Ég velti fyrir mér í því samhengi hvers konar útivera væri til staðar t.d. í sumarbúðastarfi KFUM og KFUK, hvort það væri einhvers konar þróun í gangi, en prófessorinn gaf til kynna að í sínu umhverfi væri kallað eftir meiri áherslu á mjúka útiveru. Continue reading Að sigra eða skilja
U-ið
Ég vinn fyrir æskulýðshreyfingu, sem er viðeigandi enda á ég ennþá nokkra mánuði í fertugt. Á vettvangi vinnunnar minnar glími ég oft við hvað það merkir að vera hluti af KFUM og KFUK hreyfingunni, hvað skammstöfunin merki í raun.
Nálgun mín gagnvart U-inu er að það gefi skilaboð um að við séum enn að þroskast, við séum að læra og við gerum mistök. Ég hef þannig væntingar gagnvart umhverfinu sem ég vinn í að það sé vettvangur fyrir nýsköpun, tilraunir og klúður. Það er nefnilega trú mín að bara þannig lærum við og þroskumst, færumst nær því að verða fulllorðin, sem þó vonandi gerist aldrei. Continue reading U-ið
Samræming á orði og verki
Undanfarnar vikur og mánuði hef ég skoðað ítarlega margvíslega þætti Facebook-notkunar sér í lagi hjá börnum og unglingum. Einn vinkillinn sem ég hef velt fyrir mér er samskipti og samspil leiðtoga í félagsstarfi og þátttakenda í starfinu. Þetta er sér í lagi áhugavert hvað mig varðar persónulega þegar um er að ræða aðstoðarleiðtoga eða ungleiðtoga á aldrinum 15-18 ára, sem hafa margvíslegar skyldur og einhverja ábyrgð en eru um leið börn skv. lögum. Continue reading Samræming á orði og verki
Social Media and Teenagers
The content of this post appeared in Icelandic undir the title “Facebook notkun unglinga” in March 2012 and focused solely on Facebook. It is now rewritten in (a broken) English with broader focus, looking at social media sites in general.
The Ministry of Education, Science and Culture through “Æskulýðssjóður” has given YMCA/YWCA in Iceland a small grant to create curriculum for youth directors, parents and children about Social Media use. The original post in Iceland is being used as an introduction to that curriculum. Continue reading Social Media and Teenagers
Guð elskar ykkur, takk fyrir…
Hugleiðing á KSS fundi 5. maí 2012.
Guð elskar ykkur, takk fyrir, … Continue reading Guð elskar ykkur, takk fyrir…
Hvað er kirkjan? – Fræðslukvöld
Æskulýðssvið KFUM og KFUK hefur á vormisseri boðið upp á mánaðarleg fræðslukvöld yfir undir yfirskriftinni „Viltu vita meira?“ Á samverunum hefur verið glímt við hugtök og hugmyndir kristinnar trúar á opin og skemmtilegan hátt. KFUM og KFUK fékk styrk til fræðslukvöldanna frá Æskulýðssjóði. Continue reading Hvað er kirkjan? – Fræðslukvöld
Trúin á Guð, unglingar og þroski
Innlegg fyrir foreldra fermingarbarna á fræðslukvöldi, líklega í Grensáskirkju, fyrir 10 árum. Lítillega lagað með tilliti til augljósra villna. Þegar talað er um Guðstrú, trú og trúarvissu, er að alltaf átt við kristna trú eins og hún er boðuð í þjóðkirkjunni.
„Hver er ég?“ og „Til hvers er ég?“ eru grundvallarspurningar unglingsáranna. Sem unglingar uppgötvum við að foreldrar okkar eru ekki fullkomin. Heimurinn er ekki eins einfaldur og við héldum sem börn. Continue reading Trúin á Guð, unglingar og þroski
Gaman að Vaktu
Ég ákvað að styðja við hljómsveitina Tilviljun? og fjárfesti í vikunni í nýja smádisknum þeirra sem kom út í byrjun mánaðarins, enda ekki á hverjum degi sem að íslensk kristileg tónlist kemur út á diskum.
Diskurinn kom mér skemmtilega á óvart, enda hef ég sjaldan heyrt í þeim flytja eigin tónlist. Ég held að það sé óhætt að segja að ég hafi aldrei heyrt kristilega íslenska tónlist sem er jafn fullorðins, hvort sem litið er til textagerðar, flutnings eða stemmningar. Continue reading Gaman að Vaktu
Facebook notkun unglinga
Af hagnýtum ástæðum þurfti ég nýlega að setjast niður með góðri manneskju og skoða hvaða reglur og hegðun væri mikilvægt að unglingur undir 18 ára tileinkaði sér á Facebook. Eftir þónokkrar samræður og vangaveltur enduðum við með 15 reglur sem gott er að hafa í huga. Continue reading Facebook notkun unglinga
Upplifun – ígrundun – reynsla
Ég sat í gær áhugaverða ráðstefnu á menntavísindasviði Háskóla Íslands um útinám. Það var um margt áhugavert að heyra faglegt samtal um þætti sem ég hef tileinkað líf mitt, þar sem notast var við fullkomlega “sekúliserað” orðfæri. Þannig rímaði áherslan á naratívuna og persónulega upplifun ásamt mikilvægi ígrundunar fullkomlega við helstu áherslur í því fræðsluefni sem ég hef unnið að síðustu ár. Þó inntak naratívunnar, upplifuninnar og reynslunnar væri kannski ekki alltaf á hreinu í framsetningu fyrirlesaranna í gær, enda að þeirra mati e.t.v. ekki aðalatriði. Continue reading Upplifun – ígrundun – reynsla
Samþykkt dagsins
Ég hef nokkrum sinnum skrifað um tillögur mannréttindaráðs Reykjavíkur um trú og skóla. Nú hafa tillögurnar í endanlegri mynd verið samþykktar á vetvangi Borgarstjórnar, en samþykktina er hægt að finna á vef Reykjavíkurborgar.
Ég tala ekki fyrir aðra en sjálfan mig (sjá fyrirvara hér til hliðar) þegar ég segi að þessi endanlega útfærsla samþykktarinnar er gleðileg. Vissulega er þar ekki allt eftir mínu höfði, enda er ég ekki viss um að heimurinn væri endilega betri ef ég væri alvaldur, nema auðvitað fyrir sjálfan mig.
En hvað um það. Nú hafa tillögurnar verið samþykktar og óvissunni um hvað má og hvað ekki í skólum Reykjavíkur hefur verið eytt. Framhaldið liggur í höndum okkar sem störfum í kristilegu starfi innan og utan kirkju að aðlaga starf okkar að nýjum aðstæðum og hætta skotgrafahernaðinum.
Interesting Information About Lay Staff
Lewis Center brings attention to an interesting research about lay staff in the church.
Sumarbúðirnar í Vatnaskógi
Þessi mynd er ein af uppáhaldsmyndunum mínum úr Vatnaskógi. Mynd af leiðtoga sem hjálpar, styður við drengina sem eru á leið yfir vatnið. Það er samt ekki eitthvað eitt við myndina, það er allt. Sumarbúðirnar í bakgrunni, mismunandi klæðnaður drengjanna, stelling leiðtogans sem hefur sest á hækjur sér til að einfalda drengjunum að styðjast við sig. Kannski ekki síst að leiðtoginn á myndinni var barn í sumarbúðum í Vatnaskógi þegar ég starfaði þar.
Continue reading Sumarbúðirnar í Vatnaskógi
Enn og aftur nokkur orð um tillögur mannréttindaráðs
Nú hefur Mannréttindaráð Reykjavíkur skrifað í þriðja sinn tillögur sínar um aðgengi trú- og lífskoðunarfélaga að skólastarfi. Ég fjallaði um fyrstu tillögurnar hér og tillögu tvö hér. Líkt og áður eru tillögur ráðsins ekki mjög aðgengilegar þannig að mikið af umræðunni er byggt á fullyrðingum um innihaldið sem ekki eru alltaf sannleikanum samkvæmar en haldið á lofti til að skapa andstöðu og sundrung. Það verður að viðurkennast að mér líkar mjög illa við að sjá annars góða einstaklinga sem ég þekki vel nota slíkar aðferðir. Slík vinnubrögð eru ekki sæmandi fólki sem segist starfa í nafni Jesú Krists. Continue reading Enn og aftur nokkur orð um tillögur mannréttindaráðs
Sérfræðivæðing í barna- og æskulýðsstarfi
Fyrir mörgum árum var á stundum leikið leikrit í Vatnaskógi sem var kallað “Sérhæfingin” og fjallaði um Bandaríkjamann á rakarastofu sem útskýrði fyrir rakaranum hversu allt væri frábært í Ameríku því sérhæfingin væri svo mikil. Þannig væru til sumarbúðir sem sérhæfðu sig í knattspyrnu og engu öðru, aðrar sem biðu bara upp á rólur og þar inni sérhæft starfsfólk sem sinnti einungis þessum sérstöku verkefnum. Okkur foringjunum þótti leikritið skemmtilegt vegna þess að við litum á okkur sem fjölfræðinga sem kynnum allt, ég held hins vegar að strákunum hafi ekki þótt leikritið sérlega merkilegt. En hvað um það. Continue reading Sérfræðivæðing í barna- og æskulýðsstarfi