Mikilvæg yfirlýsing frá mér – hvar sem ég fer

Á þessum stað gerum við mistök, stundum alvöru mistök. Við leitumst við að biðjast fyrirgefningar þegar okkur verður á. Við höfum stundum hátt, segjum hluti sem við sjáum eftir og treystum á náð og velvild hvors annars.

Fyrst og fremst leitumst við eftir að muna að við erum ekki fullkomin heldur elskuð af góðum Guði.

Dagbókarbrot frá janúar 2010

H.E.L.P. HAITI (14:00, Jan 11 2010)

Í dag var kannski skrítnast að hlusta á nemendurna hjá HELP, td hann Jean-Wilner. Þeir vilja breyta heiminum og byrja á Haiti. PPT sýningin sýndi það. HELP nemar nýta menntun sína í Haiti en flytja ekki erlendis eftir nám eins og stór hluti háskólanema gerir. Þeir virðast skilja þakklæti. Continue reading Dagbókarbrot frá janúar 2010

Vandamál skírnarskilningsins

Helgi Hóseason eyddi síðari hluta ævi sinnar í að fá skírn sína afnumda. Afskírnarhugtakið hefur á síðustu árum fundið sér farveg bæði í Bretlandi og Frakklandi og viðbrögð kirkjunnar hafa virst hálf fálmkennd og ómarkviss, enda snertir krafan um afskírn við grundvallarþáttum í Guðsmynd þeirra sem aðhyllast barnaskírn. Continue reading Vandamál skírnarskilningsins

Kreppa og/eða gerjun

Ég hlustaði á mjög áhugavert fræðsluerindi hjá Kristni Ólasyni fyrir nokkru síðan í Hallgrímskirkju um kreppu í kjölfar herleiðingarinnar. Þar kom fram að kreppur leiða til spurninga um hver við séum í raun. Þannig hafi hrunið í kjölfar herleiðingarinnar leitt til alsherjar uppgjörs í Jerúsalem. Textabrotum fortíðar er raðað saman og þjóðin eignast sameiningartákn í margbrotnum/margræðnum/mótsagnakenndum textum fortíðarinnar. Sjálfsmyndarleitin og þörfin fyrir sameiningartákn kallar um leið á aðgreiningu frá þeim sem tilheyra ekki, standa utan við.

Svipað var upp á teningnum á Íslandi og reyndar í keltneska heiminum í upphafi 19. aldar og ég spyr mig hvort að íslensku fornsögurnar og samantektir Snorra um miðja 13. öld séu af sama meiði. Tilraun til að endurskrifa fortíðina, í von um að rísa upp úr eymd og kreppu.

Hvaða texta skyldi íslenska þjóðin á 21. öld leita í. Ef ætlunin væri að endurheimta sjálfsmynd sína?

Reglurnar

Í mínum hluta skógarins hefur margt breyst. Það er minna en 10 ár síðan fagfólk og sjálfboðaliðar í kristilegu æskulýðsstarfi settu sér siðareglur og fóru á markvissan hátt að taka á óæskilegri hegðun samstarfsfólks. Fram að þeim tíma má segja að flestar siðareglur hafi lagt ofuráherslu á gagnkvæma virðingu kollega og snúist fyrst og fremst um starfsvernd og samstöðu þeirra sem tilheyrðu viðkomandi “gildi”. Þetta má sjá bæði í eldri siðareglum presta og lækna, sjálfsagt lögfræðinga líka. Continue reading Reglurnar

Heiður, hefnd og sæmd

Ég sat í Laugarársbíó á laugardagskvöld og velti fyrir mér hvort að þjóðgildi þjóðfundarins í Laugardalshöll fyrir tveimur árum hefðu e.t.v. verið blekking. Þar sem ég horfði á Borgríki, sá heiftina, reiðina og hefndina, þar sem ég horfði á menn leggja allt í sölurnar fyrir heiður og sæmd. Þá hugsaði ég samtímis um Gísla með innyflin úti og öskureiða eggjakastara á Austurvelli. Continue reading Heiður, hefnd og sæmd

Fast Five

Freedom without responsibility, is not a real freedom. To be free does not take away our responsibility for each other. The message is clear in the movie about the Fast Folks. We are responsible for our own kin, our people, our family. We are called to care for the community we belong to, are part of. Continue reading Fast Five

Sérfræðivæðing í barna- og æskulýðsstarfi

Fyrir mörgum árum var á stundum leikið leikrit í Vatnaskógi sem var kallað “Sérhæfingin” og fjallaði um Bandaríkjamann á rakarastofu sem útskýrði fyrir rakaranum hversu allt væri frábært í Ameríku því sérhæfingin væri svo mikil. Þannig væru til sumarbúðir sem sérhæfðu sig í knattspyrnu og engu öðru, aðrar sem biðu bara upp á rólur og þar inni sérhæft starfsfólk sem sinnti einungis þessum sérstöku verkefnum. Okkur foringjunum þótti leikritið skemmtilegt vegna þess að við litum á okkur sem fjölfræðinga sem kynnum allt, ég held hins vegar að strákunum hafi ekki þótt leikritið sérlega merkilegt. En hvað um það. Continue reading Sérfræðivæðing í barna- og æskulýðsstarfi

Ljóðaljóðin 5. kafli

Eftir að þau sofa saman, virðist karlinn fara á braut. Kórinn spyr hvers konan sakni og hún lýsir fegurð elskhuga síns.

Hjalti bendir á mögulega tengingu Ljóðaljóðanna við frjósemisdýrkun miðausturlanda árþúsundið fyrir Krist í ummælum við fyrri kafla. Sé sú raunin, liggur beinast við að lesa inn í textann hugmyndir um árstíðir og hringrás lífsins. Ástmaðurinn sem kemur og fer gæti verið tákn vorsins. En ég veit það samt ekki.

Ljóðaljóðin 4. kafli

Hafi kynferðisleg skýrskotun textans farið fram hjá einhverjum fram til þessa þá þarf ekki að velkjast í vafa lengur. Líkingamálið verður vart augljósara, þegar karlinn hefur lýst fegurð konunnar þá býður hún honum í rúmið með sér.

Ljóðaljóðin 2. kafli

Ástarjátningarnar halda áfram. Það er sjálfsagt margt táknrænt þar að finna, ég rek augun í að rúsínukökur eru á meðal þess sem brúðurin borðar. Þessi tilvitnun gefur til kynna að textinn sé e.t.v. ekki upphaflega úr Jahve hefð, enda er rúsínukökuátt tengt skurðgoðadýrkun í einu spádómsriti Gamla testamentisins (sjá betur síðar).

Á sama hátt má sjá í 2. kaflanum vísanir til frjósemisdýrkunar, m.a. í vísunum til vorsins, þegar lífið vaknar, þegar elskhuginn kemur af fjöllum.