3. Mósebók 4. kafli

Eftir að hafa fjallað almennt um sekt og synd, heillafórnir og rekstarforsendur altarisþjónustunnar. Þá er komið að almennri löggjöf þar sem musterisþjónar hafa hlutverk löggjafar-, dóms- og framkvæmdavalds. Enginn upplýst þrískipting stjórnvalds til staðar í þessu samfélagi. Continue reading 3. Mósebók 4. kafli

Daníelsbók 6. kafli

Nýr konungur tók við völdum í Babýlon. Að þessu sinni Daríus frá Medíu. Hann setti upp kerfi héraðshöfðingja og af þeim bar Daníel af. Þetta leiddi til afbrýðissemi og öfundar, enda er óþolandi að vinna með fólki sem er öflugt og duglegt og lætur alla aðra líta illa út. Veikleiki Daníels var átrúnaðurinn, hann neitaði að biðja til konungsins.  Continue reading Daníelsbók 6. kafli

Hátíð vonar

Franklin Graham er svo sem ekki á vinalistanum mínum á Fb og ég tæki seint undir skoðanir hans varðandi fjölmarga hluti, en hann er stofnandi og* stjórnandi einna stærstu góðgerðasamtaka í BNA sem velta 46 milljörðum ísl. króna á hverju ári og af þeim rennur um 93% 88%** beint í hjálparstarf af ýmsu tagi. Þetta hlutfall er með því besta sem tíðkast í þessum geira.

Continue reading Hátíð vonar

Markúsarguðspjall 3. kafli

Aherslan í þessum fyrstu köflum Markúsarguðspjalls snýst um spennuna milli þess að fylgja lögmálinu eða gera það sem er rétt. Í dag er stundum talað um borgaralega óhlýðni, það að mótmæla óréttlæti þrátt fyrir að það geti leitt til þess að mótmælandi sé handtekinn fyrir óhlýðni við yfirvöld. Continue reading Markúsarguðspjall 3. kafli

2. Mósebók 31. kafli

Það er víst ekki nóg að skrifa um hvernig hlutirnir eiga að vera. Iðnaðarmennirnir sem eru fengnir í verkið, fá það ekki í kjölfar útboðs á öllu evrópuska efnahagssvæðinu, nei, svo sannarlega ekki. Annar þeirra er barnabarn Húr sem kemur fyrir í 24. kaflanum. En það er ekki hægt að halda því að mönnum að ráða ættingja og vini, slíkt væri ekki faglegt. Continue reading 2. Mósebók 31. kafli

Vef-sabbatical (Web-sabbatical)

Nú mun ég enn á ný fara í tímabundið vef-sabbatical frá 9. desember 2012-10. janúar 2013. Vefnotkun er mikilvægur þáttur í lífi mínu og ekki síst í þeim fjölskylduaðstæðum sem fjölskylda mín býr við nú um stundir. Hins vegar er líka hollt að skipta um sjónarhorn og það hyggst ég gera næstu 32 daga. Continue reading Vef-sabbatical (Web-sabbatical)

Jeremía 32. kafli

Þegar hér er komið sögu eru nærri 10 ár liðin frá herleiðingunni 597 f. Krist. Á ný situr Babýlóníuher um Jerúsalem. Jeremía er haldið föngnum í hallargarðinum. Að þessu sinni eru spádómar og hegðun Jeremía óljósari en áður. Á sama tíma og hann fjárfestir í landi í Júdeu, þá spáir hann fyrir um hrun Jerúsalem og algjöra eyðileggingu. En vonin er ekki langt undan.

Svo segir Drottinn: Eins og ég sendi þjóðinni þetta mikla böl sendi ég henni allt hið góða sem ég hét henni. Aftur verða jarðir keyptar og seldar í þessu landi sem þér segið um: Það er eyðimörk án fólks og fénaðar, seld Kaldeum í hendur. Akrar verða aftur keyptir fyrir fé, kaupsamningar gerðir, innsiglaðir og vottfestir…

Jeremía 29. kafli

Því ég þekki sjálfur þær fyrirætlanir sem ég hef í hyggju með yður, segir Drottinn, fyrirætlanir til heilla en ekki til óhamingju, að veita yður vonaríka framtíð.

Uppáhaldsversið mitt er í þessum kafla. Áherslan á vonina, horfa fram á veginn. En ég held ég hafi aldrei náð samhenginu að fullu fyrr en nú. Jeremía skrifar þessi orð til fólksins í útlegðinni í Babýlon. Hann kallar þau til að lifa í dreifingunni, hann segir þeim:

Reisið hús og búið í þeim. Gróðursetjið garða og neytið ávaxta þeirra. Takið yður konur og getið syni og dætur. … Vinnið að hagsæld þeirrar borgar sem ég gerði yður útlæga til.

Við eigum að takast á við þær aðstæður sem eru óumflýjanlegar, horfast í augu við að framtíðin og vonin felast stundum í því að gera það sem við getum til að aðlagast umhverfinu sem við erum sett í, með eða án okkar vilja.

Hvatning Jeremía um að sætta sig við útlegðina og horfa fram á veginn, en festast ekki í beiskju og fortíðardraumum, er ekki mætt af skilningi hjá öllum. Spádómur Jeremía um að útlegðin standi í meira en mannsaldur er óásættanlegur, en Jeremía stendur fastur og boðar það sem hann telur sig kallaðan til af Guði.

Grace

I have been contemplating a lot on grace in the last few days, and especially in the context of universal salvation. A part of my thought has been around Bonhoeffer’s notion of cheap grace.

Cheap grace is the preaching of forgiveness without requiring repentance, baptism without church discipline. Communion without confession. Cheap grace is grace without discipleship, grace without the cross, grace without Jesus Christ. Continue reading Grace

Samræming á orði og verki

Undanfarnar vikur og mánuði hef ég skoðað ítarlega margvíslega þætti Facebook-notkunar sér í lagi hjá börnum og unglingum. Einn vinkillinn sem ég hef velt fyrir mér er samskipti og samspil leiðtoga í félagsstarfi og þátttakenda í starfinu. Þetta er sér í lagi áhugavert hvað mig varðar persónulega þegar um er að ræða aðstoðarleiðtoga eða ungleiðtoga á aldrinum 15-18 ára, sem hafa margvíslegar skyldur og einhverja ábyrgð en eru um leið börn skv. lögum. Continue reading Samræming á orði og verki