Markúsarguðspjall 9. kafli

Við erum sum í guðfræðigeiranum sem afgreiðum spádóm Jesú um komu Guðsríkisins í fyrsta versinu með hugmyndinni um „proleptic“ endalokaguðfræði (e. eschatology).

For Pannenberg, the kingdom was proleptically present in Jesus, that is, in his life and ministry we see an anticipation of God’s eschatological rule. In other words, through Jesus’ surrendering of himself to the rule of God he becomes a revelatory medium of God’s eschatological kingdom. (Garret Menges: The Last Things: A Proleptic Eschatology)

Koma Guðsríkisins er þannig bundin við líf, dauða og upprisu Jesú Krists. Það er vegna Jesú Krists að Guðsríkið, hið fagra, góða og fullkomna brýst inn í heimssöguna. Eftir upprisuna er ekki aftur snúið.

Í sama anda talar ritari Annars Korintubréfs er hann segir:

Ef einhver er í Kristi er hann orðinn nýr maður, hið liðna varð að engu, nýtt er orðið til. Allt er frá Guði sem sætti mig við sig fyrir Krist og gaf mér þjónustu sáttargerðarinnar. Því að það var Guð sem í Kristi sætti heiminn við sig er hann tilreiknaði mönnum ekki afbrot þeirra og fól mér að boða orð sáttargjörðarinnar. (2Kor 5.17-19)

Þessi upplifun, breyting, innbrot Guðsríkisins er svo sannarlega ekki einstakur viðburður fyrir einstaklinga og þrátt fyrir góðan vilja, þá lesum við hér hvernig lærisveinarnir ströggla við að skilja hvað felst í orðum og gjörðum Jesú. Þeir rífast um hver þeirra sé mikilvægastur, velta fyrir sér hvort þeir eigi að hafa einkarétt á boðun fagnaðarerindisins (svarið er nei) og hlusta á Jesú vara þá við að misnota völd sín og stöðu.

One thought on “Markúsarguðspjall 9. kafli”

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.