Jeremía 15. kafli

Hlutskipti Jeremía er ekki eftirsóknarvert:

Vei mér, móðir, að þú fæddir mig,
mann sem á í málaferlum og deilum við alla landsmenn.
Ég hef engum lánað og enginn hefur lánað mér,
samt formæla mér allir.

Hann varar við því sem framundan er, í miðri gleðinni, í partýlátunum stendur Jeremía á mittisskýlunni og varar við að partýið endi í eymd, dauða og samfélagshruni. Hann kvartar undan móttökunum við Guð, hann upplifir sig berjast nær vonlausri baráttu, en treystir á fyrirheitið:

Ég geri þig að rammbyggðum eirvegg
til að verjast þessu fólki.
Þeir munu ráðast á þig en ekki sigra þig
því að ég er með þér,
ég hjálpa þér og frelsa þig, segir Drottinn.
Ég bjarga þér úr höndum vondra manna
og frelsa þig úr greipum ofbeldismanna.

Nei eða já, af eða á

Það er margt sagt um stöðu kirkju og kristni á Íslandi, en líklega er fátt eins sorglegt og þegar vígðir þjónar kirkjunnar halda því fram að forsenda þess að kirkjan sinni starfsemi á landinu öllu sé að kirkjan sé þjóðkirkja og/eða nefnd sérstaklega í Stjórnarskrá. Continue reading Nei eða já, af eða á

Darkwood Brew

Á Wild Goose Festival í sumar hlustaði ég tvívegis innlegg frá Darkwood Brew, sem er nokkurs konar netsjónvarpsþáttur um kristna trú, sem blandar saman helgihaldi, guðfræðiumræðum, tónlist, viðtölum við merkisfólk og margt margt fleira. Darkwood Brew er sent út á netinu á sunnudagskvöldum kl. 23:00 að íslenskum tíma.

Kirkjuskipan Stjórnlagaráðs

Trúfrelsisákvæði eru áhugavert fyrirbæri og ekki síður hugmyndir um að kirkjuskipan geti/þurfi að vera á einhvern hátt bundin í lögum. Í hugmyndum stjórnlagaráðs er 19. grein svohljóðandi:

Í lögum má kveða á um kirkjuskipan ríkisins.

Nú samþykkir Alþingi breytingu á kirkjuskipan ríkisins og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar. Continue reading Kirkjuskipan Stjórnlagaráðs

Jeremía 1. kafli

Spádómsbók Jeremía lýsir viðvörunum spámannsins og áminningu til landa sinna, en ekki síður fjallar hún um glímu spámannsins við sjálfan sig og köllun sína. Þannig sér spámaðurinn þörfina á að boðskapurinn sem hann telur sig hafa frá Guði heyrist, en óskar sér þess að hann þurfi ekki að sjá um flutninginn. Jeremía telur sannleikann mikilvægari en eigin velferð, þó það sé alls ekki alltaf auðvelt.

Eftir að ritari tímasetur líf Jeremía Hilkíasonar á tímabilinu milli fyrri og síðari Herleiðingarinnar, eða á árabilinu 597-587 f.Kr. hefst glíma Jeremía.

Hann veit sem er að hann á að fara og benda á misgjörðir samfélagsins, hann upplifir köllun sína sem Guðs útvalningu, en Jeremía upplifir sig takmarkaðan, “ég er enn svo ungur.” Guð lofar Jeremía ekki auðveldu lífi, fullyrðir að á hann verði ráðist, en hlutverk hans sé að tala sannleikann og hjálpa þjóð sinni að horfast í augu við stöðu sína.

Kirkjujarðirnar

Ég hef alltaf ætlað mér að fara í rannsóknarvinnu og skoða hvað liggur raunverulega að baki kirkjujörðunum sem voru settar undir ríkið 1907 og liggja til grundvallar samningi um laun presta og starfsfólks Biskupsstofu frá 1997. Það er hins vegar meira en að segja það að skoða þessi mál, enda virðist losarabragurinn hafa verið mikill í þessum málum langt fram á 20. öldina og jafnvel lengur. Reyndar er einhver aðgreining gerð milli kirkjujarða og ríkisjarða í fasteignabók 1942-1944, en hvað er átt við þar er ekki alveg ljóst. Continue reading Kirkjujarðirnar

Samþykkt dagsins

Ég hef nokkrum sinnum skrifað um tillögur mannréttindaráðs Reykjavíkur um trú og skóla. Nú hafa tillögurnar í endanlegri mynd verið samþykktar á vetvangi Borgarstjórnar, en samþykktina er hægt að finna á vef Reykjavíkurborgar.

Ég tala ekki fyrir aðra en sjálfan mig (sjá fyrirvara hér til hliðar) þegar ég segi að þessi endanlega útfærsla samþykktarinnar er gleðileg. Vissulega er þar ekki allt eftir mínu höfði, enda er ég ekki viss um að heimurinn væri endilega betri ef ég væri alvaldur, nema auðvitað fyrir sjálfan mig.

En hvað um það. Nú hafa tillögurnar verið samþykktar og óvissunni um hvað má og hvað ekki í skólum Reykjavíkur hefur verið eytt. Framhaldið liggur í höndum okkar sem störfum í kristilegu starfi innan og utan kirkju að aðlaga starf okkar að nýjum aðstæðum og hætta skotgrafahernaðinum.

Rising Restrictions on Religion

“Rising Restrictions on Religion,” a recent report by the Pew Research Center’s Forum on Religion & Public Life, finds that restrictions on religious beliefs and practices rose between mid-2006 and mid-2009 in 23 of the world’s 198 countries 12%, decreased in 12 countries 6% and remained essentially unchanged in 163 countries 82%.

via Rising Restrictions on Religion – The Pew Charitable Trusts. (via Arni Svanur)

1. Mósebók 41. kafli

Tveimur árum eftir draumaráðningu Jósefs fyrir yfirbyrlarann dregur til tíðinda. Konung Egyptalands, faraó, dreymir draum. Spásagnarmenn faraósins hafa enginn svör þegar kemur að merkingu draumanna og þá skyndilega rifjast upp fyrir byrlaranum, hebreinn ungi sem hafði spáð réttilega um framtíðina. Jósef er sóttur, klæddur upp og klipptur. Continue reading 1. Mósebók 41. kafli

Að endurheimta sjálfsmynd þjóðar

Dóttir mín sagði mér í morgun þegar ég keyrði hana í skólann, að Osama Bin Laden væri dáinn. Ég hafði að sjálfsögðu heyrt fréttirnar, sat yfir CBS News í nótt, fylgdist með fréttum á NPR og CNN og hafði hlustað á ávarp Barack Obama í gærkvöldi. Hins vegar hafði þetta ekki komið til tals fyrr um morguninn og ég vissi sem var að 12 ára dóttir mín hafði ekki hlustað á fréttir síðan í gærdag.
Continue reading Að endurheimta sjálfsmynd þjóðar

Þankar um fjármál og framtíð þjóðkirkjunnar

Með lögum um sóknargjöld nr. 97 frá 1987 breyttust forsendur þjóðkirkjusafnaða allverulega. Með lögunum komst festa á tekjur safnaðanna og möguleikar til að setja sér framtíðarplön um safnaðarstarf urðu möguleg sem aldrei fyrr. Continue reading Þankar um fjármál og framtíð þjóðkirkjunnar

Góð umfjöllun um kvótakerfið

Ragnar Þór Pétursson skrifar hreint ágæta grein um kvótakerfið í samhengi hrunsins, Maurildi: Ranglæti x ranglæti = réttlæti?.

Í stað þess að ala á hatri og andúð til þess eins að við þurfum ekki að horfast í augu við eigin bresti á að gagna djarft til verks og finna hin raunverulegu fórnarlömb rangláts kvótakerfis. Það eru sjávarbyggðir og íbúar þeirra. Það er fólkið sem tapað hefur tilverugrundvelli vegna þess að útgerðarmenn voru gráðugir og stjórnmálamenn voru misvitrir. Það eru hinir ungu sem ekki komast inn í greinina vegna þess að kvótinn er svo dýr. Og hugsanlega einhverjir fleiri.

En það eru ekki kunningjar mínir sem gráta nú jepplinginn og fellihýsið – og vilja fá arð af kvótakerfinu til að halda áfram að fjármagna eigin neyslu.

 

1. Mósebók 23. kafli

Þrátt fyrir 120 ára aldursmarkið varð Sara 127 ára og er hún lést frá Abraham var hann væntanlega orðin 136 ára. 23. kaflinn fjallar um að Abraham fær til eignar land til að greftra Söru og festir þannig enn sterkari rætur í Kanaanslandi, að þessu sinni Hebron, og styrkir þannig kröfu afkomenda sinna til fyrirheitna landsins. Þessi texti kallast þannig á við 21. kaflann, þar sem réttur Abrahams til Beerseba er útskýrður.

Icesave auglýsingin mín

Ég get nú ekki sagt að mér hafi mikið til auglýsingar Egils Ólafssonar koma, enda ekki mikið um námagröft á Englandi á 15. öld, en sjálfsagt eitthvað. Eins fannst mér hallærislegt að sjá tilvísun í ameríska bíómynd í auglýsingu já-fólksins. Mér sýnist nefnilega á öllu að deilan snúist fyrst og fremst um hvaða viðhorf við höfum til einhverrar þekktustu sögupersónu íslenskrar bókmenntasögu.

Af þeim sökum ákvað ég að útbúa mína eigin hræðsluáróðursauglýsingu og notast við heimildatækni sem stundum er kennd við Hannes Hólmstein Gissurarson og tel það reyndar við hæfi.

1. Mósebók 11. kafli

Sagan um turninn í Babel er sagan um tilraun mankyns til að taka sæti Guðs. Þannig lærði ég hana alla vega í sunnudagaskóla. Þegar ég les hana í dag, þá les ég um menn sem ætla að byggja sér minnismerki til að verða frægir eins og stendur í íslensku þýðingunni, eða “make a name for ourselves” í NRSV. Ísland á síðasta tug tuttugustu aldar og fyrsta tug þeirrar tuttugustu og fyrstu var fullt af svona fólki. Continue reading 1. Mósebók 11. kafli