Árásir á Erfðagreiningu

Örn Bárður sér ástæðu til þess að ráðast harkalega að Íslenskri Erfðagreiningu í ummælum hér á vefsíðu minni fyrir nokkrum dögum. Ég er reyndar ekki mikill aðdáandi þess félags en sé mig tilneyddan til að svara ummælum Arnar þar sem í þeim felast að mínu mati órökstuddar fullyrðingar og árásir sem ástæða er til að leiðrétta. (Inndregin texti eru ásakanir Arnar.) Continue reading Árásir á Erfðagreiningu

Um hvað snúast fjölmiðlalögin nýju?

Ólafur [breytt] neitaði að skrifa undir breytingar á lögum nr. 53 frá árinu 2000 og lögum nr. 8 frá 1993 í gær. Ýmislegt hefur verið sagt um þessi merku lög. Sumt átti við um frumdrög þeirra, annað átti við um meintar langanir Davíðs Oddsonar. En hvað var það sem Ólafur skrifaði ekki undir? Hér fyrir neðan er inntak breytinganna. Continue reading Um hvað snúast fjölmiðlalögin nýju?

Vangaveltur um fjölmiðlafrumvarp

Þessi texti er endurskrifaður af eldri síðu. Hann var m.a. ræddur af Torfa og Skúla í upprunalegri mynd hér.

Ég hef heyrt og lesið fjölmarga sem eru af hjarta á móti fjölmiðlafrumvarpinu. Enda ekki erfitt að sjá eða heyra einn af 200 þúsund Íslendingum sem hafa þá skoðun. Ég hef verið ítrekað spurður hvers vegna ég sé því meðmæltur. Ég hyggst nálgast spurninguna með neikvæðum formerkjum. Af hverju ætti mér að mislíka frumvarpið. Mér sýnist að skipta megi gagnrýninni upp í fjóra þætti: Continue reading Vangaveltur um fjölmiðlafrumvarp