Fyrir um 18 árum tók ég saman stutt yfirlit á íslensku um bók Reinhold Niebuhr, Moral Man and Immoral Society. Í umfjöllun minni skoðaði ég sérstaklega hugmyndir í 5. kaflanum um viðhorf forréttindastétta. Þá skoðaði ég siðferðishugmyndir Neibuhr í ljósi þess sem ég kalla skylduboðasiðfræði, afleiðingasiðfræði og einkasiðfræði.
Um Reinhold Neibuhr
Reinhold Neibuhr fæddist í smábæ í Missouri ríki í Bandaríkjunum 1892, þar sem faðir hans var þjónandi prestur. Hann stundaði nám í Elmhurst College í Illinois, Eden Theological Seminary í Missouri og tók síðan masterspróf frá Guðfræðideild Yale háskóla 1915. Continue reading Moral Man and Immoral Society